Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.07.1998, Side 3

Bjarmi - 01.07.1998, Side 3
STALDRAÐ VIÐ TIMARIT UM TRUMAL Utgefendur: Kristilega skólahreyfingin, Landssamband KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboðsfálaga. Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Guðmundur Karl Brynjarsson, °9 Kjarlan Jónsson. Áfgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28, Pósthólf 4060,124 Reykjavík, sími 588 8899, bréfsími 588 8840. ^rgjald: Kr. 2.800,- innanlands, kr. 3.300,- *il útlanda. Gjalddagi 1. mars. ^rö í lausasölu kr. 500,-. Umbrot og útlit: Áhrif ehf. Kringlunni 6. Ljósmyndir: Kristján Einar Einarsson o.fl. frentun: Borgarprent. 4Björn Bjarnason er þeirrar skoöunar aö kristin fræöi beri aö kenna í öllum skólum. 7Gunnar J. Gunnars- son fjallar um kristin fræöi í nýrri námskrá grunnskóla. ^^VRætt viö IwGuölaugu Björgvinsdóttur og Hrund Hlööversdóttur um stofnun félags kristinfræóikennara. ty Sr. Siguróur I h Pálsson fjallar um siöfræði, trúarbrögö og lífsskoðanir i framhaldsskólum. Biskup íslands, IO herra Karl Sigurbjörnsson, vísiterar dóttursöfnuói í Eþíópiu og Kenýu. 4 Q Haraldur Jóhannsson IIJ fjallar um ráöstefnu sem haldin var í Háteigs- kirkju í tilefni heimsóknar biskups íslands til kristniboóslandanna. OO Viótal viö Arne Tord Sveinall sem var gestur Biblíuskólans vió Holtaveg á vordögum. Kristin fræði á nyrri öld Það vakti verulega athygli þegar menntamálaráðherra, Björn Bjarna- son, sendi í vetur bækling inn á hvert heimili í landinu til kynningar á nýrri skólastefnu undir yfirskriftinni: „Enn betri skóli, þeirra réttur - okkar skylda", og bauð til umræðna um hana. Framtak sem þetta er mjög virðingarvert og mikilvægt að gefa foreldrum kost á að fylgjast með og taka jafnvel þátt í mótun skólastefnunnar sem verður í gildi við upphaf nýrrar aldar. Það vakti þó undrun margra sem láta sér annt um kristin fræði í grunnskólum að þeirrar námsgreinar var hvergi getið í bæklingnum um nýju skólastefnuna þrátt fyrir að greinin sé ein af lögboðnum námsgreinum skólans samkvæmt grunnskólalögum. Sumir óttuðust að nú væru dagar greinarinnar brátt taldir. Sá ótti var þó líklega ástæðulaus þótt vitað sé um dæmi þess að einstaka skólar sinni henni lítið eða ekkert. Menntamálaráðuneytið sendi frá sér annan bækling til ýmissa umsagnaraðila til frekari kynningar á tillögum um einstakar námsgreinar í nýrri námskrá grunnskólans. Þar er meðal annars gerð grein fyrir tillögum um markmið náms í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum. Þær tillögur eru kynntar í þessu tölublaði Bjarma ásamt viðtali við Björn Bjarnason menntamálaráðherra um stöðu og hlutverk kristinna fræða í skólum landsins. Hlutur kristinna fræða í skyldunámi barna á íslandi hefur farið minnkandi alla þessa öld. Samt sem áður eru margir þeirrar skoðunar að þetta sé ein af mikilvægari námsgreinum skólans. Fyrir því er hægt að færa ýmis rök, bæði söguleg, menningarleg og félagsleg. íslensk saga, menning og samfélag er mótað af kristnum hugmyndum og gildismati. Trú og siðferði þjóðarinnar byggir á kristni. Ef ætlunin er að viðhalda þeim arfi með þjóðinni er mikilvægt að kennsla í kristnum fræðum sé efld. Og líklega eru margir þeirrar skoðunar að ekki veiti af að stiykja trúar- og siðferðisgrundvöllinn sem við viljum byggja á. Kannanir sýna líka að mikill meirihluti foreldra vill að kristin fræði séu kennd í grunnskólum landsins og margir þeirra vilja jafnvel að tímum í greininni sé fjölgað. Kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði er mikilvæg námsgrein í grunn- skólanum. Það þarf því að styrkja stöðu hennar í skólum landsins og gera kenn- ara betur í stakk búna til að sinna henni. Greinin ætti jafnframt að eiga heima i framhaldsskólanum. Það vekur nokkra athygli að hér á landi skuli talin lítil þörf á því að framhaldsskólanemar fræðist um helstu trúarbrögð og lífsviðhorf og fáist við siðfræði í námi sínu. í nágrannalöndunum er það hins vegar talið mikilvægt til að gera nemendur færari um að skilja heiminn sem þeir lifa í og hæfari til að takast á við lífið. Kristin fræði eiga vonandi eftir að skipa mikilvægan sess í nýrri skólastefnu og í skólastarfi hér á landi á komandi öld. Allir sem telja það mikilvægt að kristinn trúar- og siðgæðisarfur varðveitist og eflist með þjóðinni hljóta að láta sér annt um þessa námsgrein og leitast við að standa vörð um hana. /(^t/vAMAO/V J . /C^,

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.