Bjarmi - 01.07.1998, Síða 4
u Gunnar J. Gunnarsson
Eg er þeírrar skoðunar
segir Björn Bjcirnczson
rnenntamcdciráðherrcz
í viðtczli luri tcristinjræði
í nýrri shólczstefrzu
Að undanförnu hefur
Björn Bjarnason
menntamálaráðherra
kynnt nýja skólastefnu,
bæði með útgáfu
bæklings sem sendur var inn á heimilin
í landinu og á fundum viða um land. Af
því tilefni og vegna endurskoðunar á
aðalnámskrám grunn- og framhalds-
kóla hafði Bjarmi samband við mennta-
málaráðherra og lagði fyrir hann
nokkrar spumingar um stöðu kristinna
fræða í nýju skólastefnunni. Hann brást
vel við og fara spurningarnar og svör
ráðherra hér á eftir.
Krístinnafræða er hvergi getið í bæklingi
sem sendur var inn á öll heimili í landinu
til að kynna nýja skólastefnu. Hver
verður staða kristinna fræða samkvæmt
nýrri skólastefnu og aðalnámskrá
grunnskólans og hver verður hlutur
hennar á stundaskrá skólanna á
komandi árum?
Ég varð vissulega var við það á þeim
fundum sem ég efndi til um nýju
skólastefnuna að menn tóku eftir því að
ekki er sérstaklega vikið að kristnum
fræðum í bæklingnum Enn betri skóli,
þeirra réttur - okkar skylda. Ástæðan er
sú, að bæklingurinn er knappur og þar
er stiklað á stóm og einkum nýmælum.
Hefði ætlunin verið að leggja niður
kennslu í kristnum fræðum, hefði þess
verið getið í bæklingnum! Þögnina ber
ekki að túlka sem áhugaleysi mitt á þvi
að kristin fræði verði áfram kennd í
íslenskum skólum.
Við höfum nú geflð út ítarlegri greinar-
gerð um nýju skólastefnuna og sent
hana til umsagnar hjá hinum formlegu
umsagnaraðilum. Þar er sérstakur kaíli
um kristin fræði, sem byggist á áliti
forvinnuhóps við námskrárgerðina, sem
fjallaði um þessa námsgrein. Þar er
meginmarkmiðum með kennslu í kristn-
um fræðum lýst með þessum hætti:
„Meginmarkmið með kennslu í
kristnum fræðum í grunnskóla.
í samvinnu við heimilin og í samræmi
við markmið grunnskólans á nám í
kristnum fræðum að efla trúarlegan,
siðferðislegan og félagslegan þroska
nemenda með þvi að þeir
• öðlist þekkingu á Biblíunni og krist-
inni trú sem menningararfi og upp-
sprettu trúar, siðgæðis og lífsviðhorfa,
Ég varð vissulega var við pað á peiun fundum sem
ég efndi til um nýju skólastefnuna að menn tóku
eftir pví að ekki er sérstaklega vikið að kristnum
fræðum íbæklingnum Enn betri skóli, peirra
réttur - okkar skylda.