Bjarmi - 01.07.1998, Page 6
Sérhvert þjóðfélag byggir á ákveðnum grundvallar-
gildum. Skólanum er ætlað að miðla slíkum gildum.
I íslensku samfélagi eiga þessi gildi sér kristnar rætur.
lýsir meginmarkmiðum með kennslu í
kristnum fræðum í grunnskóla. Ég vil
birta aðra kafla sem ég er hjartanlega
sammála:
„Umfjöllum um trú og lífsskoðun
tengist leit fólks að svörum við spum-
ingum um merkingu lífsins og hluti af
sjálfsmynd þess er ákveðið lífsviðhorf og
gildismat. Það felur þó ekki í sér að
skólanum sé ætlað að þröngva ákveðn-
um trúarlegum viðhorfum upp á nem-
endur. Hann á að veita þeim tækifæri til
að þorska með sér skilning á trúar-
legum þáttum mannlegs lífs og fæmi í
að fást við trúarleg viðfangsefni og
stuðla að því að þeir öðlist forsendur til
að taka trúarlega afstöðu á grundvelli
þekkingar og skilnings.
Sérhvert þjóðfélag byggir á ákveðnum
gmndvallargildum. Skólanum er ætlað
að miðla slíkum gildum. í íslensku
samfélagi eiga þessi gildi sér kristnar
rætur. Nægir þar að nefna virðingu
einstaklingsins íyrir sjálfum sér og öðr-
um manneskjum, íyrir mannréttindum
og helgi mannlegs lífs, umhverfinu og
öllu lífi.“
í nágrannalöndunum eru kristin Jræði,
trúarbragðafræði og siðjræði viðurkennd
námsgrein íjramháldsskólum en þekkist
hins vegar varla hér á landi nema sem
lítil valnámskeið í einstaka skóla. Má
báast við að þessum Jræðum verði í
alvöru komið á dagskrá í framhalds-
skólum landsins með nýrri námskrájyrir
Ég er þeirrar skoðunar að veita eigi
fræðslu á þessu sviði í framhalds-
skólum. Raunar er ég ekki nægilega vel
að mér í skólasögunni til að skýra hvers
vegna þróunin hefur verið önnur hér á
landi en annars staðar að þessu leyti.
Er það næsta furðulegt þegar til þess er
litið að t.d. Menntaskólinn í Reykjavík,
elsti framhaldsskólinn, er arftaki þeirra
skóla sem störfuðu á biskupssetrunum
og snémst einkum um guðfræðileg efni.
Því er ojt haldið Jram að menning okkar
og samjélag mótist aj kristinni trú og
lífsskoðun þótt ýmsir áliti að þau áhrif
Jari stöðugt minnkandi. Hvert er gildi
þess að menning okkar og samjélag
mótist af kristni og hejur skólinn ein-
hveiju hlutverki að gegna í því að stuðla
að því að svo verði ájram?
Skólinn hefur miklu hlutverki að
gegna i þessu tilliti. Sjálfur óttast ég
ekki að skólinn víki sér undan eðlileg-
um skyldum í þessu efni og á raunar
von á því að kröfur um fræðslu á þessu
sviði eins og i andlegum efnum almennt
eigi frekar eftir að aukast en minnka.
Tíðarandinn er þannig að mínu mati að
ungt fólk og foreldrar gera sér betri
grein en áður fyrir gildi kristinnar trúar
við alla uppfræðslu. Raunar er það svo,
að sú hreyfing sem hrífur hvað flesta
með sér í heiminum um þessar mundir
tengist kristinni trú og skírn í þágu
hennar.
Hvaða giidi hejur kristin trú og iíjs-
skoðun Jgrir þig sjáljan?
Kristin trú hefur mikið gildi íyrir mig
og ég hef leitast við að rækta hana eftir
bestu getu.
Bjarmi þakkar ráðherra svörin og
óskar honum alls góðs við að framfylgja
nýju skólastefnunní.