Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1998, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.07.1998, Blaðsíða 8
Eitt af pví sem talað hefur verið um í tengslum við nýja skólastefnu er aukið sjálfstæði skóla. Gengið er útfrá pví í nýjum áherslum varðandi kristin fræði. Það leggur hins vegar aukna ábyrgð á herðar foreldra og annarra sem láta sér annt um greinina aðfylgjast með pvíhvernig henni er sinnt í 1) öðlist þekkingu á Biblíunni og kristinni trú sem menningararfi og uppsprettu trúar, siðgæðis og lífs- viðhorfa, 2) kynnist sögu kristinnar kirkju almennt og hérlendis og hlut hennar í mótun vestrænnar og íslenskrar menningar, 3) þekki þann siðgæðisgrunn sem grunnskólinn byggir á, öðlist fæmi í að fást við siðræn viðfangsefni i ljósi hans og temji sér samskiptareglur sem leiða af honum, 4) kynnist öðrum trúarbrögðum sem grundvelli gilda og lífsviðhorfa og tileinki sér umburðarlyndi og virðingu fyrir rétti manna." Rétt er að benda á að í markmiðsgrein grunnskólalaganna er gert ráð fyrir því að starfshættir skólans mótist af „umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstaríi." Það er til þess sem er vísað þegar talað er um markmið grunnskólans og þann siðgæðisgrunn sem gmnnskólinn byggir á. Af markmið- unum er ljóst að leggja á höfuðáherslu á femt, þ.e. Biblíuna og kristna trú, sögu kristninnar, kristilegt siðgæði og fræðslu um önnur helstu trúarbrögð heims. Helstu áherslubreytingar Hér verður ekki tíunduð nánari út- færsla markmiðanna fyrir einstök stig grunnskólans. í staðinn er rétt að víkja að þeim áherslubreytingum sem gerðar em miðað við fyrri námskrá og hvemig þær breytingar em rökstuddar. í tillög- unum segir fyrst: „Meginmarkmiðum er fækkað niður í íjögur. Þau em síðan útfærð nánar fyrir hvert stig grunnskólans. Framsetning er einfölduð og gerir það skólunum kleift að útfæra þau nánar í sínu starfi m.a. í gerð skólanámskrár sem kveðið er á um í gmnnskólalögum (31. gr.).“ Eitt af þvi sem talað hefur verið um í tengslum við nýja skólastefnu er aukið sjálfstæði skóla. Gengið er út frá því í nýjum áherslum varðandi kristin fræði. Það leggur hins vegar aukna ábyrgð á herðar foreldra og annarra sem láta sér annt um greinina að fylgjast með því hvernig henni er sinnt í einstökum skólum. í framhaldi af þessu er í tillögunum bent á að áherslan á hið sögulega og menningarsögulega er aukin, enda er skólanum ætlað að eíla skilning nem- enda á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum. Síðan segir: „Því er lögð áhersla á íslenska kirkjusögu og tengsl hennar við almenna kirkjusögu og þátt trúar í listum og bókmenntum. Saga og menning þjóðarinnar sem og vestræn menning og saga verður vart skilin án þekkingar á kristinni trú og sögu krist- innar kirkju." Það verður að teljast eðli- leg áhersla á tímum fjölhyggju og vaxandi trúar- og menningarblöndu að styrkja hið menningarsögulega í fræðslunni og efla þannig þekkingu og skilning nemenda á eigin rótum. Áfram verður veruleg áhersla lögð á siðfræðiþáttinn og siðræn gildi. Það er

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.