Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.07.1998, Side 9

Bjarmi - 01.07.1998, Side 9
meðal annars rökstutt þannig: „Kristi- leg gildi hafa mótað vestræna hugsun í þeim efnum og starfshættir skólans eiga m.a. að mótast af kristilegu sið- gæði (Lðg um grunnskóla 2. gr.).“ Jafn- framt er talað um að í starfi skólans beri að leggja áherslu á að efla sjálfs- vitund og félagsvitund nemenda og stuðla að alhliða velferð og ábyrgri umgengni við líf og umhverfi. Síðan segir: „Siðfræðiþátturinn er hér mikil- vægur enda er skólanum ætlað að stuðla að auknum siðgæðisþroska nemenda og heilbrigðri sjálfsmynd og styrkja þá í að taka ábyrga afstöðu í lýðræðislegu þjóðfélagi." Biblíusögur hafa verið meginviðfangs- efni kristinna fræða í skólum lengst af á þessari öld. í nýju tillögunum verður áfram lögð áhersla „á Biblíuna, biblíu- texta og biblíusögur, og með því mætt óskum kennara og íleiri sem telja nauð- synlegt að efla biblíuþekkingu meðal bama og unglinga.“ Þetta atriði er mikil- vægt. Biblían er helgirit kristlnna manna og sem slík grundvallarrit kristninnar. Áhrif hennar á líf, trú og samfélög fólks eru gífurleg viða um heim og án þekkingar og skilnings á henni er varla hægt að búast við þekkingu og skilningi á kristinni trú og siðgæði. Loks er í tillögunum bent á aukna áhersla á fræðslu um önnur trúarbrögð og lífsviðhorf en kristni. Rökin fyrir þvi eru þessi: „Tekið er mið af breyttum aðstæðum í Evrópu og heiminum og áhrifum þeirra. Fjölhyggja og fjölbreytni lifsviðhorfa fer vaxandi hér á landi eins og í nágrannalöndunum og fólk kemur frá ýmsum menningarsvæðum.'1 Mark- miðið er að auka umburðarlyndi og víðsýni sem hlýtur að teljast verðugt viðfangsefni. Rök fyrir greininni í tillögunum em einnig færð almenn rök fyrir námsgreininni kristin fræði, sið- fræði og trúarbragðafræði og stöðu hennar í skólakerfinu. Hér skal að lokum drepið á það helsta. Fyrstu rökin em menningarlegs eðlis. Talað er um læsi á mennninguna: „Kristin fræði eiga þvi m.a. að gera nem- endur læsa á menningararf þjóðarinnar en einnig Vesturlanda almennt. Biblíu- fræðsla er liður í því. Biblían hefur haft mótandi áhrif á menningararf íslensku þjóðarinnar og Vesturlanda. Þessi áhrif birtast m.a. í bókmenntum og listum, sem og lífsskilningi fólks, trú og siðgæði." í öðm lagi er visað til þess að skólan- um er ætlað að stuðla að alhliða þroska og því þurfi hann að gefa nemendum tækifæri til að fást við viðfangsefni sem snerta flesta þætti mannlegrar veru. Síðan segir: „Þar á meðal er hinn trúarlegi þáttur en hann er mikilvægur m.a. vegna þess að umfjöllun um trú og lífsskoðun tengist leit fólks að svörum við spurningum um merkingu lífsins og hluti af sjálfsmynd þess er um mikilvægi þess að skólinn skapi nemendum tækifæri til að takast á við viðfangsefni sem hjálpi þeim að móta eigin sjálfsmynd, þannig að þeir öðlist færni i að taka ábyrga afstöðu til við- horfa og lífsgilda og geti tekið ákvarð- anir byggðar á þekkingu. Loks er vikið að fræðslu um önnur trúarbrögð og lífsviðhorf en kristni. í þvi sambandi segir að slík fræðsla sé mikil- væg svo að nemendur geti umgengist og borið virðingu fyrir fólki sem er ann- arrar trúar eða lífsskoðunar. Talað er um að umburðarlyndi og viðsýni skipti miklu máli og að traust þekking á eigin rótum og skilningur á ólíkum lífs- Biblíusögur hafa verið meginviðfangsefni kristinna fræða í skólum lengst afá pessari öld. í nýju tillögunum verður áfram lögð áhersla „á Biblíuna, biblíutexta og biblíusögur, og með pví mætt óskum kennara ogfleiri sem telja nauðsynlegt að efla biblíupekkingu meðal barna og unglinga." Þetta atriði er mikilvægt. Biblían er helgirit kristinna manna og sem slík grundvallarrit kristninnar. ákveðið lífsviðhorf og gildismat." Síðan er tekið fram að skólanum sé ekki ætlað að þröngva ákveðnum trúar- legum viðhorfum upp á nemendur, heldur á hann að veita þeim tækifæri til að þroska með sér skilning á trúarlegum þáttum mannlegs lífs og færni í að fást við trúarleg viðfangsefni. í þriðja lagi er fjallað um miðlun gilda og bent á að uppeldishlutverk skólans hafi aukist jafnt og þétt. Bent er á að sérhvert þjóðfélag byggi á ákveðnum grundvallargildum og að skólanum sé ætlað að miðla slíkum gildum. Síðan segir: „í íslensku sam- félagi eiga þessi gildi sér kristnar rætur. Nægir þar að nefna virðingu einstaklingsins fyrir sjálfum sér og öðrum manneskjum, fyrir mannréttind- um og helgi mannlegs lífs, umhverfinu og öllu lífi." í framhaldi af þvi er talað viðhorfum dragi úr öryggisleysi og fordómum og stuðli að víðsýni og friði milli ólíkra menningarheima. Lesendur Bjarma eru hvattir til að kynna sér þessar tillögur og blanda sér í umræður um þær eftir þvi sem tilefni er til. Veffangið á heimasíðu mennta- málaráðuneytisins er: http: / /www.ismennt.is/veflr/namskra/ samfelag/kristinfraedi

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.