Bjarmi - 01.07.1998, Blaðsíða 11
Guðlaug Björgvinsdottir (t.v.)
og Hrund Hlöðversdóttir
Huernig reiknið þið með að starfsemi
félagsins fari helstfram?
Hrund: Auk þess sem þegar hefur
verið nefnt höfum vlð talað um að halda
félagsfundi um það bil tvisvar á ári, þ.e.
í upphafi haust- og vorannar. Á fundun-
um yrði m.a. skipst á kennsluhugmynd-
um og þær kynntar. Þær gætu síðan
farið í hugmyndabankann.
Guðlaug: Félagið mun síðan sjá um
að setja kennsluhugmyndirnar á heima-
síðu á netinu þar sem þær verða
aðgengilegar íyrir kennara hvar sem er
á landinu.
Hvert er gildi þess að kenna kristinfræði
í grunnskólum landsins að ykkar mati?
Guðlaug: Mér finnst þetta vera ein af
mikilvægustu greinum skólans og legg
því mikla áherslu á hana með mínum
nemendum. Þetta er undirstaða þess að
geta skilið sögu og menningu þjóðar-
innar, allt frá kristnitöku til dagsins í
dag. Öll okkar menning er samofin
Rristinni trú á einn eða annan hátt,
bæði tónlist, myndlist, bókmenntir og
saga. Siðfræðin byggist einnig á kristn-
um hugmyndum og gildismati. Til að
geta skilið menningu okkar og lifað
samkvæmt þeim siðferðisgrundvelli sem
við höfum tileinkað okkur er nauðsyn-
legt að læra kristin fræði. Það er einnig
mikilvægt til að geta skilið og skilgreint
önnur menningarsamfélög og trúar-
brögð að hafa góða þekkingu á eigin trú
og menningu.
Hrund: Ég er sammála þessu. í raun-
inni er það svo að við erum alltaf að
kenna kristin fræði meira og minna. Þó
að tímarnir heiti ekki kristin fræði þá
fléttast þetta alltaf inn í. Til dæmis
þegar taka þarf á agamálum eða siðferði-
legum álitamálum í skólanum þá teng-
ist það strax kristinfræðinni. Þvi skiptir
miklu máli að nemendurnir séu meðvit-
aðir um innihald kristinnar trúar.
Annað dæmi er helstu hátíðir sem við
höldum. Hver svo sem trúarskoðun
fólks er þá heldur það bæði jól og
páska. Skólinn tekur þátt í því að
kenna nemendum hvað býr að baki
þessum hátíðum.
Guðlaug: Mér finnst þetta skipta máli
burt séð frá því hver trú eða bak-
grunnur nemendanna er. Nú hefur það
færst í vöxt að hingað ílyst fólk frá öðr-
um löndum sem sumt er annarrar
trúar en við. En ég tel mikilvægt að allir
hljóti menntun í þeim trúarbrögðum
sem eru ráðandi í landinu og hafa
mótað menningu þess, til að geta skilið
hana. Þannig getum við líka betur skilið
hvert annað og borið virðingu hvert fyrir
öðru. Þar koma trúarbragðafræðin
einnig við sögu.
Hrund: Mér finnst nemendur vera
einlægir gagnvart kristinfræðinni. Það
þarf að byija að kenna greinina strax í
yngstu bekkjum og halda síðan þessari
einlægni við. Börnin eru almennt opin
og jákvæð gagnvart viðfangsefnum
greinarinnar. Það erum frekar við full-
orðna fólkið sem erum eitthvað treg til.
Hvenær á svo að stofnafélagið?
Hrund: Við stefnum að því að það
verði í haust, nánar tiltekið í byrjun
október. Þá ætlum við að halda annan
fund þar sem kynntar verða kennslu-
hugmyndir í kristnum fræðum og
félagið jafnframt stofnað.
Guðlaug: Við ætlum að reyna að
auglýsa þetta vel og hvetjum þá sem
áhuga hafa á stofnun félagsins að hafa
samband við okkur og mæta síðan á
fundinn.