Bjarmi - 01.07.1998, Qupperneq 13
er varða mótun nýrrar menntastefnu
svo og um einstakar námsgreinar en
grundvallarumræðu um „hvaða viðhorf
og gildi“ eigi að einkenna skólastarfið og
hvers vegna, vantar nánast alveg.
Ný lög um grunn- og framhaldsskóla
hafa verið sett. Markmiðsgrein grunn-
skólalaganna er nánast óbreytt frá þvi
sem áður var. Þar er kveðið á um grund-
völl skólastarfsins sem á að einkennast
af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og
lýðræðislegu samstarfi.
Og í markmiðsgrein framhaldsskóla
segir:
kominn og út hefur verið gefinn nýr
bæklingur, „Enn betri skóli. Grund-
völlur endurskoðunar aðalnámskráa.
Apríl 1998.“ Þar eru tíundaðar þrjátíu
og þrjár stoðir nýrrar skólastefnu. Þær
stoðir fjalla flestar um hagnýt efni en
sáralítið fer fyrir umræðu um menn-
ingararfinn eða þau grundvallargildi
sem ný menntastefna á að byggja á.
Að minni hyggju þurfa þeir sem að
frágangi námskrár vinna að hafa í
höndum skýrt mótaða grundvallar-
stefnu, ekki aðeins hvað varðar hagnýt
atriði, heldur einnig hvað varðar
skólalöggjafarinnar. Athygli vekur
hversu þar kemur ljóslega fram tiltekinn
skilningur á manninum og birtist hann
m.a. í fyrirsögnum, t.d.: Maðurinn í leit
að merkingu: Hinn skapandi maður;
Hinn vinnandi maður; Hinn menntaði
maður o.s.frv.
Að mínu mati er umræða um grund-
vallargildi og niðurstaða hennar, sem
eðlilegt er að komi fram í almennum
hluta námskrár, meginforsenda þess að
hægt sé að semja námskrá í einstökum
námsgreinum. Niðurstaða slíkrar
umræðu gæti jafnvel leitt til ákvarðana
„Hlutverk framhaldsskóla er að stuðla
að alhliða þroska allra nemenda svo að
þeir verði sem best búnir undir að taka
virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi. Fram-
haldsskólinn býr nemendur undir störf
í atvinnulífinu og frekara nám.
Framhaldsskólinn leitast við að efla
ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði,
sjálfstraust og umburðarlyndi nem-
enda, þjálfa þá í öguðum og sjálf-
stæðum vinnubrögðum og gagnrýninni
hugsun, kenna þeim að njóta menn-
ingarlegra verðmæta og hvetja til stöð-
ugrar þekkingarleitar.“
Ný námskrá
Snemma á þessu ári var sendur inn á
hvert heimili bæklingurinn „Enn betri
skóli. Ný skólastefna. Grundvöllur
endurskoðunar á aðalnámskrám fyrir
grunnskóla og framhaldsskóla." í þessu
plaggi, sem vissulega hafði ýmislegt
athyglisvert að geyma, var ekkert að
finna sem flokka mætti undir innlegg í
umræðu um grundvallaratriði mennt-
unar, svo sem mannskilning og
gildismat, þótt markmiðsgreinar lög-
gjafarinnar gefi tilefni til þess.
Undirbúningur að námskrárgerð
grunn- og framhaldsskóla er vel á veg
grundvallargildi og hvað úr
menningararfinum skuli leggja sérstaka
rækt við.
Norðmenn hafa á undanfömum árum
verið að vinna að hliðstæðri endurmótun
menntastefnu sinnar og hér er unnið að.
Árið 1994 kom út svo nefndur almennur
hluti nýrrar námskrár íyrir grunn- og
framhaldsskóla og fullorðinsfræðslu.
Grundvöllur framsetningar þessa
almenna hluta eru markmiðsgreinar
um nýjar námsgreinar eða breytinga á
inntaki þeirra sem eiga sér hefð.
í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu
þjóðanna segir svo um menntun:
Menntun skal beina í þá átt að
þroska persónuleika einstaklinganna og
innræta þeim virðingu fyrir mannrétt-
indum og mannhelgi. Hún skal miða að
því að ejla skilning, umburðarlyndi og
vináttu meðal allra þjóða. kynþátta og
trúflokka.