Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1998, Síða 14

Bjarmi - 01.07.1998, Síða 14
Siöfræði, trúarbrögð og lífsviðhorf Til þess að fullnægja þessu ákvæði þarf skólakerfið, ekki síst framhaldsskólinn, að ætla þeim greinum rúm sem snerta þessi efni. Þar tel ég of fátt um fína drætti. Til að skilja aðra - menningu, siði, trúarbrögð - þarf þekkingu, bæði á eigin menningararfi svo og menningararfi framandi þjóða. Námsgreinar sem fjalla sérstaklega um siðfræði, trúarbrögð og lífsskoðanir ættu að veita slíka þekkingu. Hinn lærði skóli fyrri tíðar var afkvæmi kirkjunnar og því lengst af sjálfsagt að menn legðu þar stund á kristin fræði við hlið annarra fræða. Svo var einnig hér allt til ársins 1929 að þessi grein var felld niður í Mennta- skólanum í Reykjavík. Síðan þá má segja að íslenskir menntamenn hafi gegnið til háskólanáms í fermingar- fötunum, með stúdentshúfu á höfðinu, þ.e. íslenskir menntamenn hafa ekki í námi sínu í framhaldsskólum haft tæki- færi til að fást við kristin fræði, trúar- bragðafræði, siðfræði eða lífsskoðanir almennt og hafa jafnvel útskrifast úr háskólum með þekkingu fermingar- bamsins í þessum greinum. Þessu er öfugt farið í grannlöndum okkar. Þegar námskrár framhaldsskóla á Norðurlöndum eru skoðaðar kemur í ljós að siðfræði og lífsviðhorf (þar með talin trúarbrögð) eru kjarnagreinar sem nemendum á öllum brautum fram- haldsskóla er gert að leggja stund á. En hvers vegna? Fyrir þessu eru tilgreind margvísleg rök. Efst á blaði eru þau að rætur vest- rænnar menningar liggi í arfinum frá Gyðingalandi og Grikklandi, þ.e. í hin- um húmaníska og kristna menningar- arfi. Þar með er ekki talið veijandi að hætta að fást við mikilvægan þátt þessa arfs um fermingu, einmitt þegar ungmenni eru að öðlast þroska til að vinna úr áunninni þekkingu úr grunn- skóla og byggja ofan á hana sem þrosk- aðir einstaklingar. Þvert á móti er litið svo á að það sé skylda framhalds- skólans að skila nemendum til háskólanáms með grundvallarþekkingu á þessum sviðum. Aukin alþjóða- samskipti og aukinn innflutningur fólks frá öðrum menningarsvæðum er einnig tilgreint sem rök íyrir greininni, sem ætlað er að auka skilning og umburðarlyndi. Námsgreinin er gjarnan nefnd „Lífs- viðhorf og siðfræði" og inntak hennar bæði siðfræði og heimspeki auk trúar- bragðafræða þar sem mikil áhersla er lögð á hinn kristna menningar- og trúararf, auk helstu trúarbragða heims og umfjöllunar um guðlaus lífsviðhorf. Hvað varðar mikilvægi hins kristna arfs má minna á orð Páls Skúlasonar háskólarektors: „Öll hugmyndasaga Vesturlanda - og þar með talin saga heimspeki, vísinda og bókmennta - er jafnt í almennum sem einstökum atriðum óskiljanleg nema í ljósi kristinnar kenningar og með sífelldri hliðsjón af henni. Engin kenning, enginn boðskapur hefur haft jafn rík áhrif og margþætt á hugsun og menningu Vesturlandabúa, og gildir hér einu hvort menn hafa staðið innan kirkjunnar eða utan. Til þess að kynn- ast sjálfum okkur, sögu okkar og menn- ingu, þurfum við því að kunna ítarleg skil á hinni kristnu kenningu, enda hefur trúlega engin kenning verið jafn- rækilega rannsökuð og hugleidd af fræðimönnum sem alþýðu manna.“ (Pælingar, 1987, bls. 261). Flestir munu sammála um að auk ytri aðstæðna sé trú manna, lífsviðhorf og gildismat þeir þættir sem hvað mest áhrif hafa á samfélög manna og sjálfs- skilning. í heimi sem krefst sífellt nánari samskipta ólíkra menningarsamfélaga er ljóst að fátt er mikilvægara til skilnings á fólki úr framandi samfélögum en þekking og skilningur á trúarbrögðum þeirra og lífsviðhorfum. Þekking er ein forsenda umburðarlyndis, en van- þekkingjarðvegur fordóma. Þekking, margmiðlun, siðvit og lífsgildi Þekkingu manna fleygir fram. Vísindi og tækni gera nú mögulegt sem engan óraði fyrír fyrir nokkrum áratugum. Upplýsingasamfélagið, sem hin nýja skólastefna er að vonum mjög upptekin af, gerir mönnum kleift að nálgast margvíslega vitneskju fyrirhafnarlítið. Með öllu þessu fjölgar siðferðilegum álitamálum. Hafi einhvern tíma verið þörf á að leggja áherslu á gildismat og eflingu siðferðilegs þroska og siðferði- legrar dómgreindar í menntun upp- vaxandi kynslóðar þá er það nú. Slíkt gerist ekki sjálfkrafa. Uppvaxandi kyn- slóð á að minni hyggju eftir að standa frammi fyrir erfiðari siðferðilegum úrlausnarefnum en nokkur önnur kynslóð fram til þessa. Manninum er stundum lýst sem veru er leitar lífi sínu merkingar. Líklega er sú leit aldrei ákafari en á þeim árum sem ungmenni stunda framhalds- og háskólanám. Skólakerfinu er ekki einu

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.