Bjarmi - 01.07.1998, Page 15
Menntun er mannréttindi. Einhliöa áhersla á það eitt sem
verður í askana látið er háskaleg. Enn sem komið er þykir
mér slagsíða á því sem hirt hefur verið um nýja
menntastefnu. Þar er vitsmuna- og tæknihyggjan með
fyrirheit um framfarir og velsæld fyrirferðarmeiri en
umræðan um menningararfinn, lífsgildin og siðgæðið.
ætlað hlutverk í þeirri leit en eigi að
síður ætti það að gegna mikilvægu
hlutverki. Framhaldsskólinn þarf að
vera vettvangur þar sem hægt er að
kynnast, ræða og takast á við spurn-
ingar um lífsgildin, tilganginn með veru
mannsins, hugsjónir og siðgæði, svo
nemendur öðlist forsendur til að taka
afstöðu og koma sér upp lífsviðhorfum á
grundvelli þekkingar og skilnings.
Það vekur mörgum ugg hve stríðalin
og dekruð börn vestrænnar velsældar
eru mörg hver þjökuð af merkingar- og
tilgangsleysi eigin veru. Hvað veldur?
Hefur uppeldið og menntunin svikið
þetta fólk um mikilvæga þætti sem
heilbrigð sjálfsmynd og jákvæð lifssýn
er smíðuð úr? Hefur efnishyggja, tækni-
hyggja og áherslan á það sem hagnýta
má með sýnilegum hætti ýtt til hliðar
eða vanrækt það sem stuðlar að
heilbrigðri mennsku?
Trú- og skoðanafrelsi eru grundvallar
mannréttindi. Þetta frelsi leiðir af sér
fjölhyggju sem krefst umburðarlyndis en
gefur jafnframt möguleika á að rætt sé
um og tekist á um ólík viðhorf. En það
þarf að gerast á grundvelli þekkingar og
skilnings. Slík umræða er mikilvæg og
stuðlar að þvi að menn haldi vöku sinni
varðandi gildi sem þeir telja mikilvæg.
Oftar en skyldi fer slík umræða fram á
grundvelli tilfinninganna einna. Vissu-
lega eru trú og lífsviðhorf tilfinningamál
en þekking og skilningur eru eigi að
síður burðarásarnir. En fjölhyggjunni
fylgir einnig hættan á afstæðishyggju
sem ekki nennir að leggja á sig að vega
og meta lífsgildin. Slík afstaða leiðir
auðveldlega til tómhyggju þar sem
ekkert skiptir lengur máli. Gegn þessu
getur skólinn unnið með því að taka
þessa umræðu alvarlega og miðla
þekkingu sem gerir hana mögulega.
Menntun er mannréttindi. Einhliða
áhersla á það eitt sem verður í askana
látið er háskaleg. Enn sem komið er
þykir mér slagsíða á því sem birt hefur
verið um nýja menntastefnu. Þar er
vitsmuna- og tæknihyggjan með fyrirheit
um framfarir og velsæld fyrirferðarmeiri
en umræðan um menningararfinn,
lífsgildin og siðgæðið. Menningar-
verðmæti verða sífellt að ávinnast á ný,
svo framarlega sem þau eiga ekki að
hverfa úr eigu einstaklinga og samfélags.
Það yrði fagnaðarefni ef góð menntun
sem íslennskir framhaldsskólar veita
yrði enn betri með nýrri námskrá, þar
sem farið yrði að dæmi nágranna okkar
og þeim efnum sem hér hafa verið rædd
gert hærra undir höfði en verið hefur.
Eftirfarandi klausa í seinni bæklingnum
„Enn betri skóli“ (apríl 1998) vekur
vonir um að yfirstjórn menntamála
hyggist nú nota einstakt tækifæri til að
fylla upp í háskalegt tómarúm í mennt-
un íslenskra ungmenna: í framhalds-
skóla hafa krístinfræði og trúarbragða-
fræðsla ekki verið á almennri námskrá
eins og tiðkast í nágranalöndum. í nýrrí
námskrá mætti huga að því hvort slíkar
greinar geta rámast í kjarna, a.m.k. á
félagsfræðibraut. (Hvort þær rúmast í
kjarna er ákvörðunaratriði yfirstjórnar
menntamála en ekki háð einhverjum
óviðráðanlegum lögmálum. Innsk. höf.) í
slíkum kjarnaáfanga myndu nemendur
kynnast grundvallaratriðum kristinnar
trúar, siðfræði og grunnþáttum annarra
trúarbragða. Brýnt er að tillit sé tekið til
trúarlegra þátta í námsgreinum á borð við
sögu, félagsfræði og sálfæði. í
lífsleikniáfanga á öllum brautum er
eðlilegt að gera trúarbrögðum, lífsvið-
horfum og siðjræði nokkur skiL ( Bls. 46).
í grein sem séra Jóhann Hannesson
kristniboði og þjóðgarðsvörður og síðar
prófessor skrifaði í Kristilegt stúdenta-
blað árið 1958 og bar heitið „Kristin trú
og þarfir þjóðfélagsins" segir hann:
„Uppeldi á heimilum og í skólum
miðar ekki einvörðungu að þvi að veita
mönnum hagnýta og fræðilega þekk-
ingu. Það stefnir einnig að því að kenna
mönnum að meta hin ýmsu verðmæti
bæði almenn menningarleg verðmæti,
trúarleg, siðgæðileg og þjóðleg verðmæti.
Það er þessi síðari þáttur uppeldisins
sem þroskar nemendur fremur hinum
fyrri og er þar að auki miklu erfiðari
viðfangs (leturbr. mín). Að verulegu leyti
gengur vitsmunahyggjan (intelektúal-
isminn) á snið við mat þeirra verðmæta
sem ekki eru vitsmunalegs eðlis eða
leysir það mjög einhliða af hendi. En
meðan kristin trú var almennt í heiðri
höfð, kom hún mönnum til hjálpar á
þessu sviði. Verðmætt var í raun og veru
aðeins það, sem gerði mönnum gott og
gerði þá góða. Það, sem þjónaði þessu
marki, taldist til hinna æðstu verðmæta.
Þessi lífsskoðun gaf mönnum (og gefur
enn) miklu meira jafnaðargeð og
manngildisfestu en nú er almennt að
flnna meðal nútímamanna.
Gildismat veraldarhyggjunnar (secúl-
arismans) miðast aftur á móti við þau
verðmæti, er veita mikinn sýnilegan
árangur á einhverju sviði, án tillits til,
hvort sá árangur næst fyrir fórnfysi og
atorku manna í starfí eða hann fenginn
á annarra kostnað með einhveiju móti.
Markmiðið er að komast áfram í lífs-
baráttunni og flest meðöl teljast leyflleg
til þess að ná þvi marki, enda hlýtur svo
að vera, ef maðurinn er ekki dýrunum
æðri að neinu öðru leyti en yflrburðum
vitsmunanna."
Þessi varnaðarorð eru enn í fullu
gildi. í þeim kemur auk annars fram
mismunurinn á kristnum mannskiln-
ingi og mannskilningi veraldarhyggju-
nnar. Það undirstrikar enn frekar
mikilvægi vandaðrar umræðu um
mannskilning og lífsgildi áður en gengið
er til þess verks að ganga frá nýrri
námskrá fyrir framhaldsskólann og
ákvarða um hvaða námsgreinar skuli
kenndar.
Sr. Sigurður Pálsson er sóknarprestur í Hallgríms-
kirkju í Reykjavík.