Bjarmi - 01.07.1998, Side 20
Páll Bragi Kristjónsson rakti tildrög að
stofnun Hjálparstofnunar kirkjunnar.
og jafnframt vakin til vitundar um
kristniboð.
„Við skulum vera kirkja Krists í heim-
inum, heiminum til lífs,” sagði biskup-
inn að lokum.
Mekane Yesus sem
víðast
Tveir prestar, sr. María Ágústsdóttir og
sr. Miyago Þórðarson, og tveir leikmenn,
Steinunn Jóhannesdóttir og Páll Bragi
Kristjónsson, fluttu síðan stutt erindi.
Sr. María undirstrikaði samhengið
milli kristniboðs og endurkomu Jesú
Krists. Hún minnti á orð Jesú í Mark.
1,15: „Tíminn er fullnaður og Guðs ríki
er í nánd. Gjörið iðrun og trúið fagnaðar-
erindinu.” Þá vitnaði hún einnig til orð-
anna í Matt. 24,14 þar sem segir að
fagnaðarerindið verði prédikað um alla
heimsbyggðina og þá muni endirinn
koma. Hún hvatti til aukinnar áherslu á
kristniboð og hjálparstarf í söfnuðum
landsins, taldi það verða til eflingar
safnaðarstarfl, en lagði jafnframt áherslu
á að kristniboðshreyfinguna ætti ekki
að gera að stofnun heldur ætti hún að
vera virk meðal leikmanna.
Sr. Miyago sagði frá reynslu sinrii sem
útlendingur á íslandi, lýsti því hvernig
hún hefði komist til kristinnar trúar og
hvatti kirkjuna til að vera opna og vak-
andi fyrir útlendingum. Margir útlend-
ingar kæmu til íslands og blönduðum
fjölskyldum fjölgaði. Kirkjan mætti ekki
vera lokaður klúbbur. Hún fagnaði því
að kirkjan hefði ráðið prest til að starfa
á meðal þeirra sem flytja til landsins.
Steinunn rifjaði upp kynni sín af
kristniboðum í æsku og lýsti ferð sinni
til lands þar sem islam var ríkjandi. Hún
lagði áherslu á að mæta öðrum trúar-
brögðum með virðingu en „við höfum
betra system". Hún sagði að kvenna-
kúgun þriflst oft í skjóli trúarbragða en
menntun, sem fylgdi kristindómnum,
hefði jáikvæð áhrif á stöðu kvenna. Hún
vildi styðja það að Mekane Yesus kæmi
sem viðast og vitnaði þar til orða Karls
biskups sem hafði útskýrt að þetta nafn
samstarfskirkju íslendinga í Eþíópíu
þýddi „staðurinn þar sem Jesú er”.
Páll Bragi rífjaði upp tildrög að stofnun
Hjálparstofnunar kirkjunnar og kom
fram að Sigurbjörn biskup Einarsson,
faðir Karls biskups, hefði verið frum-
kvöðull að stofnun hennar. Hann sagði
að frá upphafi hafi stefnan verið sú að
tvinna saman kristniboð og hjálparstarf.
- Upp í huga tíðindamanns Bjarma kom
sagan um bóndann sem hafði brotið
talsvert land til ræktar. Hniginn á efri
ár stóð hann ásamt syni sínum við
mörk landareignarinnar og benti út yfir
hið ónumda land. „Hingað komst ég,"
sagði hann, „nú átt þú að halda verkinu
áfram."
Framhaldið
Að loknum framsöguerindum voru
hópumræður, þar sem rætt var hvernig
unnt væri að vekja áhuga á kristni-
boðs- og hjálparstarfi og gera það að
eðlilegum hluta af safnaðarlifi. Ýmsar
hugmyndir komu fram, svo sem
gagnkvæm samskipti, jafnvel „vináttu-
söfnuðir", markviss fræðsla og tengsl
við kristniboða. Þá var nefnt ýmislegt
sem þegar er gert, t.d. átaksverkefni
Reykjavikurprófastsdæmis vestra, „Fóm
á föstu”, og það starf sem unnið hefur
verið i Reykjanesprófastsdæmi. Hug-
mynd biskups um heimsókn eþíópskrar
fjölskyldu var vel tekið. Nefnd þjóð-
kirkjunnar um kristniboð og hjálpar-
starf mun vinna áfram með hugmynd-
irnar.
Almenn ánægja var með ráðstefnuna
og það sem þar kom fram. Var greinilegt
að ráðstefnugestir voru vongóðir um
framhaldið og vonuðust til að kristni-
boðið væri með þessu að „stimpla sig
inn” í safnaðarlif kirkjunnar, svo að
gengið sé í smiðju hjá iþróttafrétta-
mönnum.
Magnea Ámadóttir lék einleik á flautu
og gaf það samverunni hátíðlegan blæ.
Þá var kynnt var glóðvolg bók sr. Kjartans
Jónssonar: Lifandi kirkja - um krístni-
boðsköllun kirkjunnar. Sr. Kjartan
afhenti herra Karli fyrsta eintak bókar-
innar við þetta tækifæri.
í lok samvemnnar var helgistund með
Taize-sniði. Þaðan gengu menn með
vorþrá í bijósti - í tvennum skilningi.
Nokkrir ráðstefnugestir. Þeir voru sammála um að efla bæri þátttöku safnaðarfólks í
kristnlboðs- og hjálparstarfi.