Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.07.1998, Page 22

Bjarmi - 01.07.1998, Page 22
Biblíulestur: LúJccls 10:17—20 Salan og vald hans ú komu þeir sjötíu og tveir aftur með fögnuði og sögðu: „Herra, jafnvel illir andar eru oss undirgefnir í þínu nafni." En hann mælti við þá: „Ég sá Satan hrapa af himni sem eldingu. Ég hef gefið yður vald að stíga á höggorma og sporðdreka og yfir öllu óvinarins veldi. Alls ekkert mun yður mein gjöra. Gleðjist samt ekki af því, að andarnir eru yður undirgefnir, gleðjist öllu heldur af hinu, að nöfn yðar eru skráð í himnunum" (Lúk 10:17-20). Óneitanlega gerum við nútímenn okkur ýmsar myndir af Satan og oft eru þær skelfilegar. Nægir hér að minna á fjölda hryllingsmynda sem framleiddar eru. í þeim er gjarnan haldið fram að vald Satans sé nær takmarkalaust og iðulega er það gert í þeim tilgangi einum að tryggja framleiðslu næstu myndar. Við vitum að slíkar fullyrðingar um Satan eru firra. Því eins og Kristur segir: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu.“ Og einmitt í ljósi þess mætti spyrja hvort umfjöllun um Satan sé ekki óþörf og leiði einungis sjónir okkar frá meginvanda okkar manna. Þvi eins og við vitum er auðveldara að líta til hægri og vinstri en í eigin barm. Vissulega er þetta rétt en samt verðum við að greina hugmyndir okkar um Satan. Þessu veldur aðallega að á íslandi hafa undanfarin ár læðst inn - m.a. með hinni svokölluðu „nýöld“ - fornar, heiðnar hugmyndir um vald hins illa. Þær hafa valdið fólki áhyggjum og jafnvel vandræðum því ýmsir hafa ofið sér vef blekkinga úr heiðnum hug- myndum, fest í honum og átt erfitt með að losna. Enda er Satan blekkinga- smiður og Jesús segir: „í honum finnst enginn sannleikur. Þegar hann lýgur fer hann að eðli sínu, því hann er lygari og lyginnar faðir“ (Jóh 8:44). Við skulum því fyrst fjalla eilítið um hugmyndir okkar um Satan og bera þær síðan saman við mynd Biblíunnar af honum. Satan í íslenskum þjóðsögum Athyglisvert er að i þjóðsögum okkar er djöfullinn ætið sá sem tapar og er jafnvel hjákátlegur. Við þekkjum öll söguna af Sæmundi á Selnum. Hún er ein hrakfallasaga Satans er hann reynir að veiða kristna sál. Sæmundur platar djöfulinn til að synda með sig til íslands en á leiðinni les hann stöðugt upp úr ritningunni. Viðleitni hans er dæmd frá upphafi til að mistakast því djöfullinn þolir hvorki orð ritningarinnar né nær hann taki á þeim sem eru fyrir skírn helgaðir Guði. Hér er hann valdlaus. En Satan reynir stöðugt að blekkja en hinn trúaði sér fyrir Krists í gegnum allar hans blekkingar. Satan er því ætíð sá sem tapar, enda er hann í þjóðsögunum valdalaus lygari og jafnan nokkuð heimskur. Það merkilega er að þjóðsögumar eru hér fagur vitnisburður um skilning Biblíunnar á Satan. Hún undirstrikar að Satan er faðir lyginnar og sá sem ekki getur lengur skaðað manninn. Hlutverk Satans samkvæmt ritningunni Hugum nú að frásögunni í Lúkasar- guðspjalli og þeirri mynd er Jesús gefur okkur hér af Satan. Jesús hafði sent lærisveinana út til að boða fagnaðar- erindið og nú koma þeir til baka fagnandi yfir mætti þess (v. 17). Fagnaðarerindið er magnað og í Jesú nafni vinna þeir kraftaverk og reka út illa anda. Jesús útskýrir hvers vegna og segir: „Ég sá Satan hrapa af himni sem eldingu" (v. 18). Hér mætti spyija: Hvað var Satan að gera á himni? Til að fá svar við þeirri spumingu er í íyrsta lagi best að huga að merkingu nafnsins Satan. Orðið eða nafnið Satan er hebreskt. Það er mynd- að af hebreskri sögn er þýðir „að íjand- skapast, vera til meins og vera and- snúinn.” Sérnafnið Satan þýðir sem sé andstæðingur, fjandmaður eða fjandi. I öðm lagi kemur Satan fram á nokkr- um stöðum í Gamla testamentinu og um hlutverk hans veitir Jobsbók mestar upplýsingar. í upphafl hennar er sagt frá þvi er Satan dregur í efa trúfesti Jobs og hvetur Guð að prófa hann (Job 1:11). Þannig er hann andstæðingur manns- ins. Biblían kallar hann því einnig á grísku „diabolos“ sem þýðir sá sem ruglar, rífur í sundur, splundrar, blekkir og skapar óeiningu. Satan hefur samkvæmt þessu það hlutverk á himnum að ákæra manninn frammi fyrir Guði. Hann er nokkurs konar saksóknari er leggur þrautir á Job svo hann bregðist og falli. Hann gerir þetta með því að skapa óeiningu með blekkingum og lygi. í þriðja lagi er athyglisvert að Biblian kennir ekki að Satan sé fallinn engill. Að vísu segir í Jesaja: „Hversu ertu hröpuð af himni, þú árborna morgun- stjarna! Hversu ertu að velli lagður, undirokarl þjóðanna“ (Jes 14:12). Menn tengdu þessa frásögn við heiðnar hugmyndir um djöfulinn og álitu að hér væri um að ræða fall hans af himni sem engils. Þar sem ein lægsta stjaman á himninum, morgunstjaman, heitir á latínu Lusifer fékk einnig Satan það nafn. Þessi túlkun stenst ekki þar sem Jesaja fjallar hér um fall konungs Babýloníumanna. En Babýloníumenn voru miklir stjarnspekingar enda álitu þeir stjörnurnar vera guði. í einni af goðsögum þeirra er sagt frá guði einum eða stjörnu er brjótast vildi til valda

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.