Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.07.1998, Page 23

Bjarmi - 01.07.1998, Page 23
innan hirðar guðanna, á topp himin- hvolfsins. Sú viðleitni var stöðvuð og hann féll. Þessi guð var morgunstjam- an. Jesaja minnir konunginn á þessa goðsögu og varar hann við afleiðingum valdahroka síns. Hvergi í Biblíunni er reynt að skilgreina uppmna, eðli og starf hins illa. Það sem Jesús segir hér við lærisveina sína og okkur er að Satan hefur endanlega misst stöðu sina sem ákærandinn frammi íyrir Guði. Hann er sviptur valdi og stöðu. Þetta undirstrikar hann enn frekar er hann líkir falli Satans við eldingu. Við þekkjum úr Biblíunni að nærvem Guðs og dómi hans fylgja oft þmmur og eldingar. Er Guð steig niður á Sínaífjall „gengu reiðarþmmur og eldingar og þykkt ský lá á fjallinu" (2. Mós. 19:16). í sálmum Davíðs er heilagleika Guðs oft líkt við eldingar (sbr. Sálm. 97:4). Eldingin undirstrikar þvi endanlegan dóm Guðs yfir Satan sem er að honum er úthýst. í dómi Guðs yfir okkur mönnum koma einnig fyrir eldingar, bæði við kross Jesú og upprisu. En sá dómur er endurlausn okkar manna (sbr. Mt. 28:3nn). Ljóst er samkvæmt Biblíunni að ákærandi mannsins er fallinn og getur ekkert gegn okkur sagt. Kristur sem málsvari okkar Greinilegt er af ofangreindu að hér er notuð mynd úr réttarfari til að skýra út stöðu okkar frammi fyrir Guði. Við stöndum frammi fyrir hásæti Guðs og ákærandanum hefur verið vikið frá. En hver er okkar veijandi? Páll segir: „Hver skyldi ásaka Guðs útvöldu? Guð sýknar. Hver sakfellir? (Enginn.) Kristur Jesús er sá, sem dáinn er. Og meira en það: Hann er upprisinn, hann er við hægi hönd Guðs og hann biður fyrir oss“ (Róm 8:33n). Og í Hebreabréfinu segir: „Göngum því með djörfung að hásæti náðarinnar, til þess að vér öðlumst miskunn og hljótum náð til hjálpar á hagkvæmum tíma" (Heb 4:15- 16). Sá tími er núna. En það er ekki einungis sonurinn, sem ver okkur, heldur einnig heilagur andi. Jesús kallar hann „Parakletos" sem þýðir málsvari fyrir rétti, hjálpari og huggari. Bæði sonurinn og heilagur andi vilja okkar hjálpræði og þeir fylgja vilja föðurins í öllu. Sem sé allur guðdómur- inn vill og verkar endurlausn okkar. Jesús segir: „Ég hef gefið yður vald að stíga á höggorma og sporðdreka og yfir öllu óvinarins veldi. Alls ekkert mun yður mein gjöra." Jesús notar hér myndmál. Slangan og höggormar eru tákn fjandskapar, hættu og illinda enda stefnir nálægð við þau ætíð lífi í voða. En í yfirfærðri merkingu er slangan oft tákn syndarinnar og falls mannsins. Greinilegt er að með þessum orðum segir Jesús að við erum Guðs. Þvi segir hann: „Gleðjist samt ekki af því, að andarnir eru yður undirgefnir, gleðjist öllu heldur af hinu, að nöfn yðar eru skráð í himnunum'1 (v. 20). Hér varar Jesús okkur við því að horfa um of á Satan þó hann sé sigraður því hann er faðir lyginnar og mun ætíð reyna að tæla okkur. Öskur hins fallna Satans hljóma um allan heim og hann reynir að blekkja menn. En andspænis Kristi megnar hann ekkert. Við eigum því að forðast hann og sneiða hjá öllu er gefur honum tækifæri. Því er varasamt að leita uppi erfiðleika til að prófa trú sína í misskildri sigurhyggju. Enda biðjum við: „Eigi leið þú oss í freistni heldur frelsa oss frá illu.“ Reynslan sýnir að við losnum við mörg óþægindi með að forðast þau. En þegar erfileikar koma þá erum við þess fullviss að allt vald er í hendi Guðs og við erum hans því nöfn okkar eru skráð í himnunum. Við hverja skírn er sagt: „Drottinn Guð, faðir vor, þú kallar oss með nafni og gleymir oss aldrei. Rita þú nafn þessa bams í lífsins bók og lát það aldrei villast frá þér.“ Þetta gerum við samkvæmt skipun þess er segir: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda ... Sjá ég er með yður allt til enda veraldar" (Mt. 28:20). Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson er héraðsprestur i Reykjavikurprófastsdæmi eystra. *U| s ■ "4 vu*„ V, ■ ■""» i- „„„ y uj r -Ií- ...V* *»•**>« *lí">' r.v'"t u„lu^ ,, ’ r,Jr 4,. *-- t, <•4 . ''"vu í,;r"ti> .ZfZrz\\n>*n.v r,

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.