Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.07.1998, Page 24

Bjarmi - 01.07.1998, Page 24
Guðmundur Karl Brynjarsson Tveir sóJcnarprestcir tjá sig nm samlcynheigð og kirkjuna álefni samkynhneigðra hafa talsvert verið til um- ræðu í þjóðfélaginu á und- anförnum árum. Á þeim vettvangi hefur Bjarmi lagt sitthvað til málanna og nægir þar að benda á umfjöllun undirritaðs og Ragn- ars Gunnarssonar um málið í 2. tbl. 1996. Þar kom fram sú megináhersla að kynlíf samkynhneigðra samræmist ekki boðskap biblíunnar. í kjölfar laga um staðfesta samvist samkynhneigðra, sem samþykkt voru á Alþingi 1996, fór af stað umræða um það meðal presta þjóðkirkj- unnar hvort taka ætti upp sérstaka vígslu á samkynhneigðum pörum, eða í það minnsta einhverskonar fyrirbænar- eða blessunarathöfn. Á prestastefnu 1997 var ákveðið að fela helgisiðanefnd að kynna sér hvemig þessum málum er háttað í systurkirkjunum á hinum Norð- urlöndunum og skila greinargerð um málið á prestastefnu 1998, sem stóð um svipað leyti og þetta tölublað Bjarma fór í prentun. Ljóst er að prestar þjóðkirkj- unnar eru ekki á einu máli hvað vígslu samkynhneigðra snertir. Þótt það sé skoðun Bjarma að einhvers konar vígsla eða blessun á sambúð samkynhneigðra samræmist ekki heilagri ritningu var ákveðið að gefa lesendum blaðsins nasasjón af því hvað mögulega ræður þessari mismunandi afstöðu þeirra til málsins. Haft var samband við tvo þjóð- kirkjupresta sem hafa ákveðnar en ólíkar skoðanir á málinu en hafa þó ekki tengst almennri umræðu um það. Prestamir eru Carlos A. Ferrer, sóknarprestur á Kol- freyjustað, og Egill Hallgrímsson, sóknar- prestur í Skálholti. Lagðar voru fyrir þá sömu spumingar, en þær fylgja með text- anum hér á eftir. Svör prestanna em svo númemð samkvæmt spumingunum. 1. Á kirkjan að gefa samkynhneigð pör saman í hjónaband? 2. Ef ekki verður af því að um fullgilda vígslu verði að ræða, fyndist þér þá koma til greina að bjóða samkyn- hneigðum pörum formlega blessun eða fyrirbæn? 3. Finnast þér orð Páls postula í Róm. 1.18-32 vera í fullu gildi í umræðu nútímans um vígslu á samkyn- hneigðum pömm? 4. Em það í þínum huga mannréttindi að samkynhneigðir hljóti kirkjulega vígslu á samvist? 5. Ef svo kynni að fara að kirkjan tæki upp vígslu eða blessun á samvist samkynhneigðra, fyndist þér þá eðli- legt að slá vamagla með að hver og einn prestur hennar gæti hafnað því að framkvæma slíkar athafnir, byði samviskan henni/honum það? 6. Telur þú að það muni valda alvarlegum klofningi i kirkjunni ef hún tekur upp víglsu eða blessun fyrir samkynhneigð pör? CARLOS A. FERRER 1. Á kirkjan að gefa gagnkynhneigð pör saman i hjónaband? spyr ég á móti. Hjónabandið á að vera vettvangur elsku, þar sem við eigum að læra að elska aðra manneskju á sérstakan hátt. Hjónabandið á að vera vettvangur þroska, þar sem ávextir trúar okkar eiga að fá að dafna. Ég segi „á að vera" vegna þess að við emm ekki fullkomin og þurfum alla þá hjálp sem við getum fengið til þess að svo verði. Hjálpin er með ýmsu móti, siðferðileg, trúarleg, sálgæsla og samfélagsleg viðurkenning svo eitthvað sé nefnt. Hjón verða hjón vegna heits þeirra um að veita hvort öðm tryggð, elsku og virðingu i hverjum þeim kjörum sem Guð lætur þeim að höndum bera. Kirkjan tekur undir þetta með því að veita hjónaefnunum trúar- lega fullvissu um að það sem þau eru að gera sé í fullu samræmi við vilja Guðs. Öll viðleitni manna til þess að bæta sig, gefa af sér og elska er háð viljastyrk, siðferðisþreki og öðru sem er mismunandi frá manni til manns. Kirkj- an gerir sér grein fyrir því að viðleitni er ekki það sama og fullgerð. Fyrst kirkjan er tilbúin að taka viðleitni manna sem tilefni til þess að vígja hjón þá fæ ég ekki séð af hveiju hún á að láta staðar numið við einstaklinga af gagnstæðu kyni. Ég lít þannig á að ef tveir samkyn- hneigðir einstaklingar vilja elska og virða hvor annan/aðra eins og kirkjan hefur haldið að hjónaefnum um aldir þá á kirkjan líka að vígja. Annað er í mín- um huga tvöfeldni. 2. Já, það er það minnsta sem kirkj- an getur gert. Ég held ekki að hún eigi að loka dyrum sínum fyrir fólki sem leitar blessunar í góðri trú og einlægni hjartans. Það er hinsvegar óvist að þeim sem knýja á kirkjudyr finnist nóg að fá blessun þegar fulirar vígslu er vænst. Þeim gæti fundist kirkjan ósanngjörn að mismuna fólki og setja markið of lágt og útiloka þá frá gnægtaborði Guðs. 3. Við skulum gera okkur grein fýrir því að engin kirkja eða kirkjudeild les bókstaf Biblíunnar svo þröngt að öll

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.