Bjarmi - 01.07.1998, Side 25
ákvæði, öll lög eða tilmæli séu í heiðri
höfð. „Ef auga þitt hneykslar þig, þá rif
það út,“ segir Jesús á einum stað. Ég
veit ekki til þess að nokkur kristinn
söfnuður iðki þetta. Á öðrum stað eru
tilmæli bréfritarans þessi: „Konur þegi á
safnaðarsamkomum.“ Orð af þessu tagi,
þessi hefð kristinnar frumkirkju, varð
til þess að við þurftum að bíða fram yflr
miðja 20. öld til þess að konur fengju
viðurkenningu köllunar sinnar og leyfð-
ist að taka prestvigslu. Ég er hræddur
um að ef við tækjum biblíutextana, sem
ritaðir eru gegn þjónustu kvenna bók-
staflega, þá nytum við ekki þjónustu
kvenpresta og djákna í kirkju okkar í
dag. Ég bendi á að rómversk og ort-
hódox kristni fer bókstaflega eftir þess-
um (en ekki endilega öðrum) tilmælum
heilagrar ritningar og vígir ekki konur
til preststarfa. Þeirra tap. Ég nefni þetta
til þess að benda á fáránleika spuming-
arinnar. Það vita allir, sem lesa þennan
texta Rómveijabréfsins, að Páll hrúgaði
saman nokkram löstum, sem viðgeng-
ust í átrúnaði og samfélagi rómverskra
samtíðamanna sinna, og benti á hvemig
það samrýmdist ekki kristinni trú (og
reyndar hefðbundnum rómverskum
gildum!). Af hveiju eigum við þá að taka
samkynhneigðina út úr? Fjallar textinn
ekki íyrst og fremst um andlegt gjald-
þrot fjölgyðistrúar, launhelga og heim-
speki, sem hafnaði opinberun Guðs í
Kristi (sbr. flest Pálsbréfln)? Fjallar text-
inn ekki um afleiðingar þessa? Hafnar
hann ekki fyrst og fremst vændi sem
viðgekkst í hofum heiðinna þar sem
frjósemisguðir og -gyðjur vora dýrkuð?
Er umfjöllunin um samkynhneigðina
ekki árás á „grísku veikina" svokölluðu
sem ruddi sér rúm í Róm? Hún var
mjög andstæð lífsgildum hinna fornu
Rómveija og fól m.a. í sér að velstæðir,
miðaldra karlmenn gátu „tekið að sér“
óharðnaða unglingspilta og haft þá íyrir
kynferðisleg leikföng. Auk þess bendi ég
á að hroki er í þessum Rómverja-
bréfstexta nefndur til dauðasynda og
gort og hrekkvísi auk annarra lasta. Á
kirkjan þá að meina gorturum og
hrekkjalómum að giftast?
Ég leyfi mér að efast um það, að Páll
hafl þurft að takast á við það sem við í
dag stöndum frammi íyrir, fjölmennum
hópi manna og kvenna sem af einlægni
vill gefast maka sínum sem er af sama
kyni. Þetta, að samkynhneigðir geti kom-
ið „úr skápnum" og átt sér lifsföranaut af
sama kyni án þess að eiga á hættu jafn
ofsafengin og almenn samfélagsleg of-
næmisviðbrögð og fyrir hálfri kynslóð, er
nýtt í samféiagi okkar Vesturlandabúa.
Og nú er komið að kirkjum Vesturlanda
að taka afstöðu til þessa. Við kirkjunnar
fólk getum haldið áfram að bera fyrir
okkur bókstaf Biblíunnar til þess að flrra
okkur ffá því að horfast í augu við ijót-
leik fordóma okkar. Enda sagði Lúther
að guðfræðin sé eins og vaxnef sem
menn móta eins og þeir vilja. Mér flnnst
staða umræðunnar og þáttur biblíuvís-
inda í henni einkennast af því að við leit-
um okkur fjarvistasönnunar. En ég
fagna því að fikjublöðin era að visna. Að
svo miklu leyti sem Páll fordæmir jafnt
ótrúmennsku gagn- sem samkyn-
hneigðra er svar mitt við spumingu þinni
já. Að svo miklu ieyti sem textinn á að
sanna ósamrýmanleika samkynhneigðar
per se og Bibiíunnar, segi ég nei.
4. Það eru mannréttindi að hver og
ein(n) fái að iðka trú sína eða trúleysi á
þann hátt sem honum eða henni er blás-
ið í bijóst. Náðarmeðul (skím og máltíð
Drottins) og aðrar athafnir, sem varða
áfanga í lífi kristinna manna og kvenna
era til þess að þroska og hjálpa og styðja
við trú okkar. Kirkja, sem meinar fyrir-
fram ákveðnum einstaklingum sem þó
teljast til skjólstæðinga hennar um þau
úrræði sem hún hefur til þess að bæta
líf, trú og sálarheill þeirra stendur ekki
undir nafni sem kirkja. Það era mann-
réttindi að fá að velja sér maka. Þótt
mannréttindayfirlýsing S.Þ. tali um fólk
af gagnstæðu kyni í þeim efnum bendi ég
á síðustu grein sömu yfirlýsingar sem
talar um að ekki megi nota hana til þess
að minnka réttindi manna. Það era því
mannréttindabrot að meina fólki af sama
kyni að stofna til hjúskapar og fjöl-
skyldu. Ég bendi á að mannréttindaá-
kvæði þau sem stjórnarskráin, mann-
réttindayfirlýsing Sameinuðu Þjóðanna
og Evrópuráðsins byggja á era innblásin
kristnum gildum. Við megum ekki kasta
rýrð á verk kristinna forfeðra okkar og
mæðra með þvi að láta þau „bara“ gilda
um einhveija útvalda. Já, kirkja, sem vill
taka við þvi erfðagóssi, sem mannrétt-
indin era, virðir óskir og trú þeirra sam-
kynhneigðu einstaklinga sem vilja efla
heit sín frammi fyrir augliti Guðs.
5. Þessi leið hefur verið farin í kristn-
um kirkjum, þegar þær hafa staðið
frammi fyrir því að meirihluti presta og
biskupa vilja vígja konur til prests- og
djáknaembætta, t.d. í ensku biskupa-
kirkjunni og í sumum lútherskum kirkj-
um Norðurlandanna. Hún hefur í sum-
um tilfellum leitt til þess að prestar á
öndverðum meiði í þeim efnum eiga varla
samfélag. Þetta er leið þeirra, sem af ein-
hveijum völdum geta ekki eða þora ekki
að skera úr um hlutina, sem flnnst mál-
efnið ekki varða innstu rök trúarinnar.
Ég vil benda á í þessu samhengi að þessi
leið hefur eingöngu að mér vitanlega ver-
ið farin til þess að gera vígslu kvenna
mögulega í kirkjum þar sem mikil eða
harðvítug andstaða er gegn henni. Á nú
að fara þessa leið til þess að „smygla“
vígslu eða blessun samkynhneigðra í
kirkju? Hvemig væri það ef til væri and-
staða við að veita flóttamönnum þjón-
ustu lútherskar kirkju og við vissum
ekkert ráð betra en að „blíðka“ andstæð-
inga þessa öðravísi en svona: „Þú mátt
meina þeim inngöngu í þína kirkju með-
an ég má þjóna þeim úr minni“? Auðvit-
að er þetta fáránlegt. Þetta er vond leið,
að leyfa sumum að blessa eða vígja með-
an tillit er tekið til samvisku annara, sem
ekki vilja vigja. Baráttan fyrir vígslu og
auknum mannréttindum kvenna varð
ekki að trúaratriði meðal vestrænna
kirkna og hún hefur liðið fyrir það. Það
er vont ef baráttan fyrir sjálfsögðum
mannréttindum og rétti til trúariðkunar
samkynhneigðra fær sömu útreið af völd-
um okkar, kirkjunnar. Sum málefni era
af því tagi að ekkert samviskufrelsi er
viðeigandi. Sem betur fer er það ekki á
valdi presta að dæma, hvort einstakling-
ar sem oft hafa gengið í gegnum hjóna-
skilnað, eigi rétt á kirkjulegu brúðkaupi
„eina ferðina enn“. Þau eiga þann rétt.
Vígsla samkynhneigðra á heldur ekki að
vera samviskuspurning. Hún á að vera
sjálfsögð þjónusta kirkju við fólk sem vill
þjóna Guði sínum og búa með maka sin-
um í heilögu hjónabandi.
6. Ég tel hvern klofning kristinna
manna brot á þeim anda sem Jesús
Kristur blæs okkur í bijóst þegar hann í
æðstaprestsbæninni svokölluðu bað um
að allir kristnir eiga að vera eitt um ald-