Bjarmi - 01.07.1998, Qupperneq 28
hefur sýnt sig að sálgæslan er að jafnaði
skammt undan. Við fáum oft til okkar
fólk sem hefur brotist út úr einhveijum
trúarhópi eða á við sálrænar truflanir að
stríða eftir veru í hreyfingum sem
kenndar eru við dýrðarguðfræði eða svo-
kallaðar trúarhreyflngar. í hinum ýmsu
starfsgreinum eða kirkjum er sú hætta
fyrir hendi að við blöndum saman
vafdboði og trúarlegu tungutaki. Ég reyni
þvi að hafa sálgæslutón í kennslunni.
Fyrir tíu árum spurði ég: Hverju trúir
þú? Og mér finnst það spennandi
spuming enn í dag en mér finnst nú allt
eins spennandi að spyrja: Hvers vegna
fer fólk að trúa eins og það trúir?
Hvernig er bakgrunnur þinn? Hefur þú
lært eitthvað um nýöldina?
Já, í raun hef ég gert það í mörg ár og
er það löng saga. Þegar ég lauk námi í
kristindómsfræði á safnaðarháskólanum í
Osló 1976 skrifaði ég lokaritgerð sem hét
Nýjar trúarhreyfingar í Noregi - greining á
Sameinuðu fjölskyldunni og Baháísam-
félaginu. Þá var nýöldin tiltölulega nýtt
fyrirbæri og ekki margir sem höfðu kynnt
sér hvað fólst i henni. Þess vegna urðum
við, sem höfðum unnið eitthvað með
málið, eftirsóttir til að halda fyrirlestra.
Þetta vatt síðan upp á sig og þar sem
maður verður að halda sér við, ef maður á
að geta gefið af sér, las ég mikið og reyndi
að auka við þekkingu mína.
Sértrúarhópar og nýöldin
Þegar við hugsum um þessa trúaröfga-
hópa bæði innan og utan kristindómsins,
hvað er það helst sem við, sem erum
kristin, þurfum að varast? Hvernig
getum við þekkt þessar öfgar?
Þá er e.t.v. best að gefa nokkur dæmi
um hvað öfgahópur er:
1. Trúfélag sem heldur þvi fram að það
eitt fari með hinn algjöra sannleika.
2. Trúfélag þar sem efasemdir eða
andmæli eru ekki liðin.
3. Trúfélag þar sem hluti kenningar-
innar er hulin, þeim sem standa
fyrir utan og jafnvel þeim sem eru
nýir. Þ.e. fólk kemst smátt og smátt
að leyndardómnum.
4. Trúfélag þar sem menn bregðast illa
við þegar einhver hættir. Það getur
t.d. verið eins og hjá Vottum Jehóva
sem segja að ef einhver slítur sam-
bandi við söfnuðinn megi enginn
hafa nein tengsl við hann.
5. Trúfélag sem oftast er stjórnað af
valdsmanni eða ráði sem hefur öll
völd.
Ekki þurfa öll þessi skilyrði að vera
uppfyllt til að við séum að tala um
öfgahóp. Þegar fólk kynnist hópi, sem
einkennist af einhveiju þessara fimm
atriða, þá ætti það að vera á verði. Það
sama á við um nýaldarhópa.
Ættum við sem kristin kirkja eða
samfélag að beijastgegn þessum hópum?
Ég tel að ef við eigum að beijast gegn
þessum hreyfingum verðum við að geta
greint á milli hreyfingarinnar og fólksins
sem tilheyrir þeim. Þegar Biblían talar um
að við eigum að prófa andana fjallar hún
um það að segja eitthvað um hvað er rétt
og hvað rangt í kenningum þessara
manna. En um leið verðum við að eiga
kærleika gagnvart þeim sem tilheyra
þessum hreyfingum. Það fólk er líka krist-
niboðsakur þvi það er leitandi fólk sem
vill finna tilgang lífsins. Það er því fólk
sem við í raun hefðum átt að ná í sjálf.
Óhefðbundnar lækningar
Þú hefur skrifað bók um óhefðbundnar
lækningar - guðfræðilegt sjónarmið á
þeim. Hvaðgeturþú sagt umþað mál?
Ástæða þess að ég skrifaði þá bók er
að hvar sem ég kom til að tala um
nýaldarkenningar komu fram spurn-
ingar um t.d. nálarstungur eða heilun
og fleira í þeim dúr. Ég hugsaði þvi sem
svo að eitthvað yrði að gerast til að
svara fólki. Og mér datt í hug að gera
það þó ég hefði ekki neinn læknisfræði-
legan bakgrunn. En ég leysti það
þannig að ég hafði með mér hóp lækna,
guðfræðinga og fleiri sem hjálpuðust að
við að hugsa upphátt um þessi mál.
Hvaða afstöðu getum við, sem kristið
fólk, tekið til þessa?
Hið almenna svar hlýtur að vera að
spyrja hvort einhverjar rannsóknir
styðji aðferðina. Stenst þetta læknis-
fræðilega? Eða: Ef það verkar -
hversvegna gerist það?
Ég vil þvi gefa það svar t.d. varðandi
nálarstunguaðferðina að ef það hefur
komið í ljós að nálarstunga er í lagi
aðferðarlega þá get ég ekki séð neitt á
móti því að segja já við sjálfri með-
ferðinni. En það er ekki sama hvaða
afstöðu maður hefur til skýringa Kinveija
á því hvers vegna það virkar. Hér getum
við notað tvö hugtök: Að gera náttúrulegt
og að skíra. Þau orð fela í sér að þú
dregur nálarstunguaðferðina út úr
sínum kinverska og taóistíska bakgrunni
og lítur á þetta sem náttúruíegan hlut. Ef
það kemur í ljós að meðferðin stenst og
virkar þá vil ég gefa henni kristna skím
ef svo má segja. Það felur í sér að þú lítur
á það sem hluta af skapandi kröftum
Guðs þar sem slikt á í raun heima.
í þvi sambandi getum við nefnt Hósea
2,8. Guð talar til ísraelsþjóðarinnar sem
hafði snúið baki við honum til að dýrka
hjáguðina. Þar segir: „Hún veit þá ekki
að það er ég sem hefi gefið henni komið
og vínbeijalöginn og olífuolíuna og veitt