Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2000, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.12.2000, Blaðsíða 7
tónsköpunar. Samkvæmt heimsmynd Bachs var Guó sjálfsagóur skapari alls sem er og þar var tónlistin síst undan- skilin. Þess ber einnig að geta aó þótt Leopold fursti hafi verió kalvínisti var hann umburðarlyndur í trúmálum og í Köthen var að finna lúterska kirkju, þar sem Bach endurflutti af og til Weimar- kantötur sínar, og lúterskan skóla, sem börn hans hafa vafalaust sótt. Lífió lék því við Bach í Köthen. Eini skugginn sem féll á hamingjuna var að eiginkona hans lést árið 1720 og varð honum mikill harmdauði. Einu og hálfu ári síóar kvæntist hann öðru sinni, nú ungri sópransöngkonu við hirðina, Önnu Magdalenu Wilcke. Hún bar hon- um þrettán börn. Þess skal þó getið að aðeins tíu af tuttugu börnum Bachs komust á legg. I bréfi sem Bach skrifaði æskuvini sín- um árið 1730, sjö árum eftir að hann settist að lokum að í Leipzig, segist hann vel hafa getað hugsað sér að bera beinin í Köthen. Hann nefnir tvær ástæður fyrir því að hann sagði hirðtónlistarstjóra- starfinu lausu árið 1723. Annars vegar hafi synir hans verió hneigðir til lær- dóms, en í Köthen var enginn háskóli. Hins vegar hafi hin ómúsíkalska eigin- kona furstans haft afar slæm áhrif á tón- listarandann við hirðina. Hann minnist ekki á að í Leipzig fékk hann loks tæki- færi til að koma á „vel skipulagðri kirkju- tónlist Guði til dýrðar.“ Skyldi það vera vegna þess að þegar bréfið var skrifaó var Bach enn á ný á höttunum eftir nýrri stöðu, þar sem allt logaði í illdeilum milli hans og borgarráðsmanna? Hvern- ig svo sem þaó var, bjó Bach í Leipzig allt til æviloka, eins og áður kom fram.' Hann gegndi stöðu kantors við Tómasarskólann og um leið tónlistar- stjóra borgarinnar í rúman aldarfjórð- ung. A þessum tíma, sér í lagi þó fyrstu árin, samdi hann meiripart þeirra trúar- tónverka sem hljóma í kirkjum um allan heim fram á þennan dag: Á þriðja hund- raó kantötur (margar þeirra hafa því miður glatast), fimm passíur (aðeins tvær hafa varðveist), mótettur, messur °g óratóríur, auk margra sálmforleikja fyrir orgel. Tónverk Bachs, veraldleg sem trúarleg, höfða til fólks af öllu þjóðerni, hverrar trúar sem það er. Kristnir menn hljóta þó að hrósa sérstöku happi yfir því að geta gengið þar að stórkostlegri tónlist fyrir hvert hugsanlegt tækifæri í trúarlífi sínu. Eftir Bach liggja kantötur fyrir hvern sunnudag og hátíðisdag kirkjuárs- ins. Innihald þeirra tengist oftast um- fjöllunarefni dagsins á náinn hátt. Þær eru í raun prédikanir í orðum og tónum, þar sem tónlist Bachs skýrir textann og lýsir hann upp á óviðjafnanlegan hátt. Textahöfundar Bachs voru kannski ekki allir nein stórskáld, en þeir gjörþekktu Biblíuna og voru vel að sér í lúterskri guðfræði. Það sama má segja um Bach sjálfan. I bókasafni hans var að finna 83 bækur um trúarleg málefni, m.a. ritsafn Lúters í tveimur útgáfum. Kantötur Bachs eru ótæmandi brunn- ur fegurðar og lífskrafts. Fjöldi þeirra og margbreytileiki er slíkur að dauðlegum mönnum endist vart ævin til að kynnast þeim öllum til hlítar. Til viðbótar við þetta einstæða safn skildi Bach eftir sig meistaraverk sem túlka alla stærstu við- burði sem sagt er frá í guóspjöllunum: Oratóríur um fæðingu, upprisu og upp- stigningu Jesú og passíurnar tvær um píslarsöguna. Auk þess samdi hann nokkur verk við klassíska, latneska texta. Tvö þeirra, Magnificat og H-moll mess- an, taka öðrum tónsetningum við þessa texta fram. Sannfæringarkraftur allra þessara verka er svo yfirþyrmandi að ekki kemur á óvart að Bach skuli hafa verið nefndur fimmti guðspjallamaðurinn. Milli þess sem hann kljáóist við yfirboðara sína, stjórnaði misgóðum kórum og hljóm- sveitum, sá fýrir fjölskyldu sinni, ræktaði tengslin við ættingja og vini og kenndi fjölmörgum nemendum, tókst honum að koma á blað verkasafni sem er að öllu leyti einstakt í sögu tónlistar. Þetta verkasafn, eóa sá hluti þess sem blessun- arlega varðveittist, er nú öllum aðgengi- legur í ýmsum útgáfum á geisladiskum með frábærum tónlistarmönnum. Fögn- um því og notfærum okkur! Hvernig væri að byrja ájólaóratóríunni? Halldór Hauksson er útvarpsmaður. Cröf Bachs í Tómasarkirkjimni í viðhafnarbúningi í tilefni af hátíðarhöldunum síðastliðið sumar vegna 250. ártíðar tónskáldsins. Ljósmynd: Ragnheiður Bjarnadóttir 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.