Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2000, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.12.2000, Blaðsíða 17
hætta á að lenda í klónum á þeim. Sú er þó ekki raunin því þau eru innan afmark- aðra þjóðgarða. Einn slíkan heimsóttum við í upphafi ferðarinnar í Nairóbí, eins °g fyrr segir. I þetta skipti tókum við nokkra daga í það að skoða annan, stærri og þekktari. Hann heitir Masaí Mara. Vorum við þar frá mánudegi til miðvikudags. Við ókum um garðinn á sér- stökum bílum sem eru með opnanlegu þaki þannig að hægt er að standa upp- réttur í þeim og skoóa dýrin í mikilli ná- lægð. Við sáum öll helstu dýrin sem Kenýa hefur af að státa, Ijónið, hlébarð- ann, flóðhestinn, krókódílinn, sebrahest- inn o.fl. Það var mjög gaman að sjá þessi dýr, sem að maóur hefur einungis skoðað myndir af fram til þessa. A nóttunni sváf- um við í tjöldum í búóum sem menn af Masaí-þjóðflokknum gættu. Þeir vernd- uðu okkur og þaó var mjög sérstök tilfinn- ing að sofa þarna, vitandi að allt í kring- um okkur voru villt og hættuleg dýr sem sum voru á höttunum eftir gómsætri bráð. En þetta var mikió ævintýri og hefói alls ekki mátt missa sín í þessari ferð. Mombasa Seinni part miðvikudags vorum við aftur komin til Nairóbí og snemma morgun- inn eftir flugum við til Mombasa sem var síðasti áfangastaóur okkar. Þar dvöld- um við í rúma viku á góðu hóteli í fallegu umhverfi við hvíta og hreina strönd Ind- landshafsins. Athyglisvert var að sjá þann mikla mun sem er á lífsgæðum fólks. A hótelunum vorum við ásamt öðrum ferðamönnunum í miklum vellystingum en hinir innfæddu þurfa víða að lifa við mikla fátækt og skort. Þegar maður er í slíkum aðstæðum veltir maður því fyrir sér hvað sé sanngjarnt í þessum efnum og um leið lærir maður að meta allt þaó sem maður hefur mun betur. Á hótelinu var kirkja (St. Stephen's church) sem við heimsóttum á sunnudeginum. Einnig vorum við beó- in um að sjá um brauðsbrotningu á fimmtudeginum þar á eftir. Þá sungum við fýrir fólkið og Einar prédikaði orðið. Fólkið tók okkur vel og var hið ánægð- asta meó heimsókn okkar. í Mombasa heimsóttum við einnig frægt virki (Fort Jesus) sem Þortúgalir byggðu en á dög- um þrælaverslunar var það einmitt mikið notað til viðskipta á þrælum. Aðfaranótt föstudagsins 25. ágúst héldum við síðan af stað heim. Dvöl okkar í Kenýu var senn á enda og við tók á ný mikið ferðalag. Við flugum um sömu áfangastaði og á ferð okkar út til Kenýu og vorum komin snemma á laug- ardagsmorgni aftur á íslenska grundu. Starf kristniboóans Islensku kristniboðarnir eru núna fjórir talsins í Kenýu. Það eru hjónin Ragnar Gunnarsson og Hrönn Sigurðardóttir og einstaklingarnir Leifur Sigurðsson og Kristín Bjarnadóttir. Einnig eru margir norskir kristniboðar þar að störfum. Starf kristniboðans er margþætt og hann þarf aó snúast í ýmsu. Fyrst og fremst er hann að boða heiðinni þjóð þann fagnaðar- boðskap sem Biblían talar um. Fátæktin og neyóin er mikil og það hefur að sjálf- sögðu bein áhrif á fólkið sem þarna býr. Marga þyrstir eftir lausn, einhverjum sem getur bjargað og frelsað. Því fellur boó- skapurinn um Jesú Krist í góðan jarðveg. Á ferð okkar um Þókot mættum við manni sem var mjög daufur á svipinn og ég segi við Olöfu Inger, sem þekkir vel til aóstæóna, eitthvað á þá leið að það líti út fyrir að þessi maður sé mjög óham- ingjusamur. Hún segir þá við mig að hann eigi líklega ekki lifandi trú á Jesú því að þeir sem hana eigi séu mun glaóvær- ari. Þetta virtist vera raunin. Þeir sem höfðu tekið við boðskapnum um Jesú Krist geisluðu afgleði, maðurgat séð það á andlitum þeirra. Hinir sem aftur á móti áttu ekki trúna voru hreint ekki glaðir, enda aðstæður þeirra kannski ekkert til þess að gleðjast yfir. En eins og við vitum þá er ekki hægt aó neyða fólk til að taka trú enda eru kristniboðarnir ekkert að því. Starfið sem þeir vinna er m.a. þróunar- starf. Það felur í sér að þeir kenna hinum innfæddu ýmislegt sem bætir hag þeirra, s.s bætt hreinlæti og ýmis öryggisatriói sem auðvelt er aó temja sér en geta skipt sköpum. Samhliða þessu þróunarverk- efni boða þeir að sjálfsögðu trúna. Þeir eru söfnuðunum sem hafa myndast til halds og traust og annast m.a. þjálfun presta til starfa. Þeir sinna einnig ýmis konar kennslu, bæði á kristniboðsstöóv- unum og í kirkjum hinna innfæddu. Það hrjáir starfið dálítió núna aó hörgull er á innfæddum prestum. I stað þess að geta sinnt þróunarverkefninu og boðað sjálfa trúna sem skyldi, þurfa þeir mikið að sinna almennum preststörfum og annarri þjónustu í kirkjunum. Þeir þurfa því oft aó ferðast langar vegalengdir og flakka á milli kirknanna til að sinna þessu. Mark- mið þeirra nú er því að þjálfa fleiri inn- fædda presta og predikara og vonandi tekst þeim það í nánustu framtíó. Líf kristniboðans er afar sérstakt og frá- brugðið því sem við hér á íslandi eigum að venjast. Þegar þeir eru að hefja störf eru þeir ókunnugir öllu því sem þeir eru að fara takast á við, land og þjóð er fram- andi og því e.t.v. erfitt að byrja ferilinn. En smátt og smátt komast þeir inn í starf- ið, læra á þjóófélagið og menninguna og kynnast innfæddum. Kristniboðarnir eru dálítið einangraðir frá umheiminum. Þeir eru langt frá heimaslóðum, langt frá ætt- ingjum og vinum og samskipti við þá eru oft einungis í gegnum tölvupóst. Það er samt eflaust spennandi aó vera kristni- boði, aóstæður geta verið hættulegar og verkefnin krefjandi. Að vinna að svona hugsjónastarfi í landi sem Kenýa tekur án efa á en það er samt örugglega mjög gef- andi. Kristniboðarnir eru ómissandi þátt- ur í þessu þjóðfélagi sem er að þróast. Kristindómurinn er boðskapur kærleika og friðar og á því vel við aðstæður þjóð- flokkanna sem eru að reyna að sameinast í eina heild. Kristniboðsstarfið er því mjög gott, göfugt og uppbyggilegt og þaó mun leiða af sér mikla blessun yfir landið og þjóðina. Lokaorð Ferð Rafiki-hópsins um Kenýu í Afríku var í alla staði vel heppnuó og skemmti- leg ferð. Undirbúningur var mikill og góður en það er afar mikilvægt að svo sé. Hópurinn náði mjög vel saman og einingin innan hans var meó besta móti. Móttökur voru alstaóar með besta móti hjá hinum innfæddu og ekki síóur hjá kristniboðunum. Þeir tóku okkur opnum örmum og vildu allt fyrir okkur gera og vil ég nota tækifærið og þakka fyrir hönd Rafiki-hópsins kærlega fyrir hlýju og ást- úð. Islensku kristniboðarnir eiga sér- stakt þakklæti skilið. Kenýa í Afríku á án efa eftir að búa lengi í hugum okkar og hjörtum. 17

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.