Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2000, Blaðsíða 38

Bjarmi - 01.12.2000, Blaðsíða 38
Eftirlætis ritningarstaður Elfu B. Ágústsdóttur Fel Drottni vegu þína! Þegar ég var 13 ára gömul tók ég stærstu ákvöróun sem ég hef nokkurn tímann tekið. Ég var ósköp venjuleg stelpa og ég hafði verið í KFUK. Við vorum alltaf að gera eitthvað skemmtilegt, fara í leiki eða einhverjar feróir, syngja og svo enduðu allir fundir á því að við heyrðum einhverja frásögn úr Biblíunni. Þetta var frábært og þaó komu alltaf margar stelpur. Svo varð ég eldri og fór að fara í kirkjuna í I I I sem er starf fýrirtíu til tólfára krakka. Þarvar líka rosalega gaman og alltaf fullt af krökkum. Leikir og stuó og að venju enduðu allir fund- irnir á hugleiðingu út frá Guðs orði. Það voru eiginlega ekki hugleióingarnar sem mér fannst allra mest spennandi. Ég hlustaði alltaf á þær en ég var ekkert endilega aó spá mikið í af hverju við þurftum alltaf að vera að heyra um Guð. Ég hafði oft heyrt sömu sögurnar og var farin að kunna sumar þeirra. Ég varð enn eldri og loks komin á æskulýðsfélagsaldurinn þeg- ar ég var orðin 13 ára. Æskulýðsfélagió var fyrir stráka og stelpur á aldrinum 13-15 ára. Ég var líka komin í unglingadeildina í skól- anum og fannst ég vera orðin miklu eldri en árið áóur. Þó að ég væri orðin svona gömul fann ég samt ástæðu til að vera áfram í kirkjustarfinu. Æskulýðsfélagið var líka með alveg ótrúlega spennandi dagskrá. Það var alltaf verið að gera eitthvað skemmti- legt, fara í alls konar feróir og ferðalög. Þennan sama vetur og ég byrjaði í æskulýðsfélaginu hófst líka fermingarfræðslan. Ég átti sem sagt aó fermast um vorió. Ég hafði verið lengi í KFUK og kirkjustarfinu þannig að ég var nokkuð vel stödd þegar fermingar- fræðslan byrjaði. Ég vissi hver Jesús var, ég vissi að hann dó á krossinum fýrir mig og alla menn, en af hverju? Jú, hann dó á krossinum svo aó ég og við öll gætum átt eilíft líf. Ég byrjaði aó hugsa meira um þetta. Þetta var nefnilega dálítið merkilegt og þó aó ég hafi heyrt frásagnir úr Biblíunni frá því að ég var pínulítil var það eiginlega ekki fýrr en um ferminguna að ég fór að hugsa al- varlega um það hver Jesús væri, hvers vegna hann dó á krossinum og í framhaldi af því hvers vegna ég væri að fermast. Þegar ég var lítil tóku foreldrar mínir ákvörðun um að láta skíra mig. Ekki gat ég tekið ákvörðun um það sjálf nýfædd. En fermingin er staðfesting á skírninni og nú var ég oróin 13 ára og þar með var ég orðin fær um aö taka ákvaróanir mínar sjálf. I fermingarfræóslunni læróum við mikió um Jesú. Þar var fullt af krökkum sem höfðu lítið heyrt um Jesú og höfðu mjög takmark- aðan áhuga á því sem presturinn var aó segja. Margir höfðu ekki einu sinni hugmynd um af hverju þeirvoru að fermast. Þeir vissu að þeir fengju fullt af gjöfum og stóra veislu. En af hverju? Jú, það var svo sannarlega tilefni til að halda veislu, fermingarbarnið var að taka ákvörðun um að gerajesú Krist að leiðtoga lífs síns. En hvað er fólgið í því? Að leitast við eftir fremsta megni að fara eftirvilja Guðs. En hverer vilji Guós? Ég hugsaði migvel og lengi um hvort ég ætti að fermast. Mér fannst þetta ekki bara snúast um að segja „já“ við prestinn þegar hann spurói mig hvort ég vildi gera Jesú Krist að leiðtoga lífs míns. Þaó er auóvelt að segja „já“ en erfiðara að fara eftir því. Ég ákvað þaó aó ef ég ætlaði ekki að reyna eftir fremsta megni að fara eftir vilja Guðs þá gæti ég bara sleppt því að fermast. Ég hugsaði mig vel um og tók svo þá ákvörðun að ég ætlaói að segja „já“ og ég tók líka þá ákvörðun aó ég ætlaði ekki bara að hvísla því að prestinum, heldur segja þaó svo hátt að allir heyrðu. Þetta var stór dagur í mínu lífi. Ég hafði játað þaó frammi fýrir prestinum mínum, frammi fýrir öllum sem voru í kirkjunni og síðast en ekki síst frammi fýrir Guði að ég ætlaði að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs míns. Þetta var sú stærsta og besta ákvörð- un sem ég hef nokkurn tímann tekið. Fyrir ferminguna áttum við öll að velja okkur eitt vers úr Biblíunni sem við áttum að fara með í fermingunni. Ég fletti Biblíunni vel í gegn og rakst á orð sem standa í 37. Davíðssálmi, 5. versi: „Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fýrir sjá.“ Þetta eru frábær orð! Ég hugsaði með mér að ef ég fel mig og allt mitt líf í Guðs hendur og treysti honum þá mun hann leióa mig í gegnum lífió. Þetta eru frábær hvatningarorð fýrir alla. Ég held að það komi fýrir alla að þeir gleyma Guði einhvern tímann. Það kemur að minnsta kosti stundum fýrir mig að ég er að reyna að komast sjálf í gegnum ein- hverja erfiðleika og gleymi alveg að ég hef tekið á móti Jesú og að hann hefur lofaó því að leiða mig í gegnum lífið. Þá kemur þetta vers sem ég fór með í fermingunni oft upp í huga mér: „Fel Drottni vegu þína ogtreyst honum, hann mun vel fýrirsjá." Elfa B. Ágústsdóttir er nemi. 38

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.