Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2000, Blaðsíða 30

Bjarmi - 01.12.2000, Blaðsíða 30
reyndu að hræóa okkur. Aðrir tóku okk- ur vel. Við dreifðum um 4500 bækling- um. Margir hættu við aó fara inn og þaó var undantekning ef við báðum ekki fyrir fólki fyrir utan þessa staði. Einn maður fékk bækling, fór inn og var þar um það bil fimm mínútur, kom svo út aftur og bað um fyrirbæn. Aftan á bæklingnum voru símanúmer. Margir hringdu og báðu um fyrirbæn. Sumir hringdu af misskilningi, en uppsetningin á síma- númerunum gat minnt á klámlínurnar. Margir þeirra þáðu fyrirbæn. Við vísuð- um fólki einnig í ráðgjöf í framhaldinu. Hvað er framundan hjá Mönnum með markmið? — Vió mynduðum stjórn í haust og hún er þverkirkjuleg, menn úr fjórum söfnuðum. Markmið okkar er að byggja upp karlmenn, vekja með þeim þrá aó verða andlegir leiðtogar og ófeimnir vió að vera kristnir. Nógu sterkir til aö vera alltaf kristnir, ekki bara þegar þeir eru á samkomu. Við viljum hvetja kirkjur til að koma á karlastarfi og vekja menn upp. Við erum með þverkirkjuleg mót einu sinni á ári og þverkirkjulegan morgun- verð á um það bil tveggja mánaða fresti. Þá hittast nokkrir smáhópar á þriðjudög- um og fimmtudögum, og þaö eru hádeg- isbænastundir á hverjum föstudegi. Það er ýmislegt sem mig langar til aó sjá gerast. Mig langar til að einhverjir væru tilbúnir að takast á við umdeild málefni í þjóðfélaginu. Þar ber kannski hæst þá klámöldu sem veður yfir land okkar og þjóð. Þegar talaó er um klám koma oft upp í hugann þeir klámstaðir sem fullorðið fólk sækir. En þessi klám- alda ristir mikið dýpra. Kynlífsfræðsla í skólum landsins hefst á svipuðum tíma og fermingarfræðslan. Eg hef séð mynd- band „Kynlíf, leiðarvísir fyrir unglinga" sem sýnt er í mörgum grunnskólum. Það er teiknimynd sem kennir og hvetur til sjálfsfróunar, sjálfsafmeyjunar og kynlífs meðal unglinga. Öllum finnst þetta aga- legt en enginn þorir að gera neitt í málinu. Sú sýn sem Cuó gaf mér kemur úrjó- hannesarguðspjalli 17:20-21: „Ég bið ekki einungis fyrir þessum, heldur og fyrir þeim, sem á mig trúa fyrir orð þeirra, að allir séu þeir eitt, eins og þú, faóir, ert í mér og ég í þér, svo séu þeir einnig í okk- ur, til þess aó heimurinn trúi, að þú hafir sent mig.“ Jesús baó þessa bæn og hann er enn aó bíða eftir bænasvari. Þetta þýðir ekki aó þaó eigi aó setja allar kirkjur undir einn hatt, heldur að þaó sé eining, sam- starf, aó menn skjóti ekki hverjir á aðra. Ég trúi því að Menn með markmió eigi að taka þjónustu sáttargjöróarinnar al- varlega og leyfa Guði að nota sig til aó byggja brýr á milli hópa sem ekki vilja tala saman, sagði Karl að lokum. Fjölbreytt útgáfa hjá Skálholtsútgáfunni Skálholtsútgáfan, útgáfufélag þjóókirkjunnar, gefur út nokkrar bækur nú fyrir jólin. Einn dagur þúsund ár er barna- og unglingabók eftir Elínu Jóhannsdóttur og Brian Pilkington. Þetta er ævintýri um nútímastrákinn Snorra sem finnur leið til að feróast fram og aftur um tímann. Hann eignast vinkonu, Eddu, frá árinu 1000. Saman lenda þau í ótrúlegum ævintýrum. Bænabók karla er skrifuð af 45 íslenskum karlmönnum úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Henni er ætlað að veita innsýn í bænalíf karlmanna og vera leiðbeining og hvatning til bænaiðkunar. Helgi Þorgils Friójónsson, myndlistarmaður, myndskreytir. Akall úr djúpinu - um inntak og iðkun kristinnar íhugunar er þýdd bók eftir Wilfrid Stinissen. A hraðfara öld nútímans þrá margir kyrrð og frið og aó eignast djúpa reynslu af Guði. Þessi bók fjallar um margar hliðar kristinnar íhugunar og djúphygli. Jón Rafn Jóhannesson þýddi. Englar hér, englar þar, englar allsstaðar er bók meó sögum af englum. I þessari bók eru englar hver öðrum ólíkir. Eitt eiga þeir þó sameiginlegt, að vera sendiboðar Guðs. Höfundur bókarinnar er Bob Hartmann, Hreinn Hákonarson þýddi en myndskreytingar eru eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur, myndlistarmann. Fjórtán jólasögur eru valdar og þýddar af Hreini S. Hákonarsyni. Hver saga í bókinni dregur fram nýjar og gamlar hlióar á jólum, gleði þeirra og alvöru. Sögurnar veita innsýn í heim barna og unglinga og vekja upp ýmsar spurningar. Lítið kver um kristna trú er eftir Karl Sigurbjörnsson, biskup Islands. I þessu litla kveri leitast hann við aó varpa Ijósi á meginatriði kristinnar trúar. Viófangsefni eru meðal annars Faðir vorið, trúarjátningin og ýmsar hátíðir kirkjuársins. Leyndardómur trúarinnar - bók um altarissakramentió er eftir Jakob Agúst Hjálmarsson prest við Dómkirkjuna í Reykjavík. Gerð ergrein fyrir kvöldmáltíðarsakramentinu á aðgengilegan hátt, bakgrunni þess og samhengi. Við tvö - um hjónaband og sambúð er eftir Benedikt Jóhannsson sálfræðing. Hann ritar afmiklum næmleika og á nútímalegan hátt um samskipti sambúðarfólks og bendir á leióir til aó standa vörð um hjónabandið og heimilislífið. Jesús og börnin og Jesús kyrrir storminn eru haróspjaldabækur fyriryngstu börnin, lítríkar og hrífandi. Loks má nefna að safndiskur meó lofgjörðartónlist sem nefnist Drottinn er minn hirðir er nýkominn út. Flytjandi er Þorvaldur Halldórsson ásamt hljóðfæraleikurum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.