Heima er bezt - 01.02.1955, Side 4

Heima er bezt - 01.02.1955, Side 4
36 Heima er bezt Nr. 2 sleginn um erindislokin og feim- inn. Inni í herbergi bankastjórn- arinnar var bankastjórinn, og annar gæzlustj órinn, Kristj án Jónsson. Hann hafði ég séð áð- ur, en ekki bankastjórann. Ég stundi upp erindinu og lagði skilríki mín fram. Kristján Jónsson leit yfir skjölin og sagði að þeir þyrftu að athuga þau til morguns, en lét orð falla um það, að fjárhæðin væri býsna há. Ég skildi 'þá, að þetta mætti ekki standa í vegi fyrir úrlausn og sagði, að ég færi ekki fram á nema kr. 2000,00. Fór ég síðan heim og beið átekta þar til morguninn eftir. Þegar ég kom í bankann aftur, voru þar sömu menn. Kristján Jónsson varð fyrir svörum og sagði, að bankinn mundi lána nefnda fjárhæð, ef ég gæti fengið einhvern mann í Reykjavík til að undirrita á- byrgðarlánið og skuldabréfið, ef bankinn gæti tekið hann gild- an. Ég spurði þá, hvort þeir vantreystu ábyrgðarmönnunum eystra. Kristján sagði að svo væri ekki, en bankinn vildi ekki eiga það á hættu að þurfa ef til vill að lögsækja menn svo langt í burtu. Hann yrði að geta gengið að manni nær sér. Þetta væri varúðarráðstöfun bankans. Nú leizt mér ekki á blikuna. Ég var aðeins mál- kunnugur einum einasta manni í Reykjavík, sem bankinn mundi taka gildan. Það var Sigfús Ey- mundsson, en mjög ólíklegt var að hann mundi takast ábyrgð á hendur fyrir mig. Ég spurði þá að því, hvort þeir mundu taka hann gildan og kváðu þeir svo vera. , í fullkomu ráðaleysi fór ég til Sigfúsar og sagði honum alla málavexti, án þess þó að biðja hann um að skrifa á skjölin. En hann sagðist ekki geta skrifað á skjölin fyrir mig, því að hann væri orðinn svo flæktur í á- byrgðum, að hann hefði miklar áhyggjur af því. Ég sýndi hon- um fram á, að ábyrgðarmenn- irnir eystra væru fyllilega á- byrgir fyrir miklu hærri fjár- hæðum, en þessum tveim þús- undum króna. En þá sagði hann sem satt var, að bankinn myndi fyrst ganga að sér. Því gat ég ekki mótmælt. Fór ég þá fram á við hann, að hann skrifaði undir ábyrgðarskjalið: „Sigfús Eymundsson til vara“. Þá yrði fyrst gengið að hinum ábyrgðar- mönnunum, en seinast að hon- um, og þetta væri engin hætta fyrir hann. Hann kvað þetta satt vera, en þetta væri alveg þýðingarlaust. Bankinn tæki þetta ekki gilt. Ég væri engu nær, þó hann léti þetta eftir mér. Ég sat þó fast við minn keip og lagði nú ríka áherzlu á það, að hann gerði mér þessa úrlausn, enda þótt það bæri engan árangur. Það varð þá úr, að hann skrifaði á ábyrgðar- skjalið: „Sigfús Eymundsson til vara.“ Ekki get ég skýrt frá því, hvernig á því stóð, að nú fannst mér birta til og vonin glæðast um það, að þetta mundi duga. Og daginn eftir fór ég í bankann vonglaðari og djarfari en áður. Það var ennþá Kristján Jóns- son, sem ég átti tal við um lán- tökuna. Hann rak strax augun í þetta „til vara“ og sagði að þetta væri ekki lögleg eða hrein ábyrgð. Um þetta áttum við svo tal saman í mesta bróðerni æði langa stund. Seinast sneri hann sér að Tryggva og segir: „Ef Sigfús skrifar undir skulda- bréfið hreinlega, ásamt Bjarna, þá held ég að engin hætta sé á því að veita lánið.“ Banka- stjórinn skrifaði þá á ábyrgðar- skjalið: „Lán veitist kr. 2000,00“ og afhenti mér skjölin til af- greiðslunnar, eða gjaldkerans. Ekki fór það fram hjá Kristj- áni Jónssyni, hve glaður ég varð og kvaddi hann mig brosandi. Nú hélt ég rakleitt inn í af- greiðsluna og afhenti gjaldkera lánsskjölin. Hann afgreiddi mig þó ekki strax, er hann hafði fengið skjölin í hendur sínar, en afgreiddi ýmsa aðra fyrst, sem komu þó seinna en ég. Ég kunni þessu illa, en stillti mig þó og beið rólegur eftir því, að gjaldkeranum, Halldóri Jóns- syni, þóknaðist að afgreiða mig. Að lokum brast þolinmæði mín og ég sneri mér til hans, kvaðst vera búinn að bíða hér lengi eftir afgreiðslu og óskaði þess, að hann afgreiddi mig nú. Hann svaraði mjög kurteislega, bað mig að afsaka dráttinn, en sagði að hann sprytti af því, að farið hefði verið með skuldabréf- ið til Sigfúsar Eymundssonar, sem væri lasinn og hann hefði skrifað á það „Sigfús Eymunds- son til vara“. En þá hefði bankastjórnin, er hún sá það, bannað sér að borga út þessar tvö þúsund krónur. Ég sagði þá við gjaldkerann, að mér skildist að lánið væri veitt, samkvæmt undirskrift bankastjórans á lánsskjölin. Hann kvaðst líta svo á það líka og jafnframt bauð hann mér að geyma skjölin til morguns. Ég þakkaði honum boðið, en vildi heldur hafa þau með mér. Kálið var þó ekki sopið þó í ausuna væri komið. En nú fannst mér skemmtilegasti þáttur þess- arar lántöku vera að byrja, hvernig sem henni kynni að ljúka. Næsta morgun var ég sá fyrsti, ,sem settist á stól í bið- gangi bankans. Þegar ég kom inn til bankastjórnarinnar, lét ég ekkert á því bera, að ég vissi neitt um það, að bankastjórnin hefði bannað að borga mér láns- féð. Hinsvegar fór ég kurteis- lega fram á það, að banka- stjórnin veitti mér aðstoð til þess, að gjaldkerinn greiddi mér lánið, en hann hefði neitað mér mér um það í gær. Þá brosti Kristján Jónsson og sagði að Sigfús hefði algerlega neitað að skrifa á skuldabréfið, nema ,„til vara“, en það væri hæpin á- byrgð. „Fullkomin þó að lokum“ skaut ég inn í, „en allar ábyrgð- ir væru til vara, ef lántakand- inn brygðist.“ Gæzlustjórin sagði þá, að nokkuð væri hæft í þessu, en hvað sem annars væri um það að segja, þá mundi ég nú fá lánsféð greitt, þegar ég kæmi núna í afgreiðsluna. Varð ég þessum málalokum feginn og sendi féð í pósti austur, svo ég þyrfti ekki um það að ugga. Þó það komi ekki þessu máli við, var þetta lán eitt af þeim, sem talið var tapað bankanum, er rannsókn var gerð á fjár- reiðum hans, en lántakandi greiddi bankanum það að fullu. Ég var léttur í spori, þegar ég leitaði að ferðafélaga mínum til að segja honum frá því, að ferð

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.