Heima er bezt - 01.02.1955, Qupperneq 5

Heima er bezt - 01.02.1955, Qupperneq 5
Nr. 2 Heima er bezt 37 mín suður hefði heppnast. Hann samgladdist mér að vísu, en sagði að nú væri komið að jól- um og engin ferð félli austur fyrr en um nýár. Gat hann þess, að það væri ekki sæmandi „stórútgerðarmönnum“ og „at- hafnamönnum“„ sem nytu álits og hylli bankans og hefðu þar „stórviðskipti“„ að sitja þurr- brjósta með fýlusvip um jólin. Kvaðst hann vera búinn að gera samning um „heildsöluverð" á Heiðrúnardropum til jólanna og nú væri ekki annað eftir en sækja „glaðninginn" og borga hann um leið. Þá var hátt verð á peningum en lágt verð á á- fengi. Kvað hann 5 krónur frá hvorum mundi fara langt með að hrökkva fyrir „vökvun“ fram yfir jólin. Um þetta gat ég ekki neitað honum, þó farareyr- ir væri af mjög skornum skammti, og „nestið“ til jól- anna meira en óþarflega mikið. Um jólin var ég í boði hjá frænda mínum, Jóni Stefáns- syni skósmið, er þá bjó á Skólavörðustíg 45, og sá ekki ferðafélaga minn fyrr en á ann- an í jólum. Voru þá drykkjar- föngin þrotin. Ferðafélagi minn átti marga kunningja, sem voru „þyrstir" eins og hann komst að orði, en hann var veitull á drykkinn og kvað hann ekki sparandi. En úrræði og dugnaður virtist hvorutveggja óþrjótandi. Hann afsakaði, að allt „nestið“ var búið, en bað mig að koma með sér og þiggja hjá sér „morgunbitter“. Mig furðaði á því, hve öruggur hann var um það að geta veitt þetta, þar sem allar búðir og veitingastaðir var lokað. Ég fór því með honum og var talsvert forvitinn. Hann fór með mig ýmsar krókaleiðir um húsagarða og að bakdyrum á einhverju húsi, sem ég þekkti ekki. Þar gekk hann inn án þess að berja að dyrum og fékk þar það, sem hann bað um. Þessi bankalánsferð mín end- aði nokkuð einkennilega og ætla ég því að drepa á það, sem fyrir mig kom á heimleiðinni. Að kvöldi 31. desember fórum við um borð í þá „botnóttu" (Botníu). Þetta var rétt fyrir kl. 12_um kvöldið. Ferðafélagi minn var kátur og reifur eins og hann var vanur og hafði með dugnaði sínum annast um allt, er laut að undirbúningi ferðarinnar og út- vegaði okkur flutning út í skipið. Þegar um borð kom, var þar ein- kennilegt um að litast. Þar virt- ust flestir blindfullir, bæði far- þegar og skipshöfnin. Brytinn og þjónarnir voru „dauðir“ og engin leið að fá þar neina hress- ingu. Þeir höfðu verið að fagna hinu nýja ári, árinu 1907. Ferða- félaga mínum þóttu þetta óvið- kunnanlegar móttökur, þar sem ekki væri kominn tími til að hátta, en hinsvegar ómögulegt að fá neitt til að viðhalda léttu skapi. Ég sagði honum þá, að ég mundi fara að sofa. Hann hélt, að hann mundi láta það vera. Hann kvaðst verða að reka nefið glað- vakandi og hálfur í nýja árið og ráð mundi hann kunna til þess. Ég spurði hann hvaða ráð það væru. Hann sagði, að þau ráð væru ofur einföld. Það væri tals- verður hávaði í hásetaklefanum og þangað ætlaði hann í heim- sókn. Kvaðst hann mundi kynna sig sem stéttarfélaga og fóst- bróður hásetanna og kvarta um það, að engin hressing fengist um borð. Um ávöxtinn af þeirri kynningu kvaðst hann ekki efast. Hann hvarf, en ég fór að sofa. Ferðin austur gekk vel og án allra tíðinda, þar til við komum til Seyðisfjarðar. Snjór var þá mikill á jörðu og illkleift að fara yfir fjöll og heiðar sakir snjó- þyngsla. En fyrir okkur farþeg- unum lá ekkert annað en að fara fótgangandi og skíðalausir frá Seyðisfirði til Eskifjarðar.annað- hvort með fjörðum, yfir 3 fjall- vegi, eða yfir tvær heiðar, Fjarð- arheiði og Eskifjarðarheiði, sem var lengri leið. Hvorugur kostur- inn var góður og hraus okkur hugur við þessu. En þá fréttum við, að von væri á „Pervi“, litlu norsku gufuskipi, sem væri á leið frá Akureyri og ætti að koma við á Seyðisfirði og Eskifirði. Það glaðnaði heldur en ekki yfir okk- ur, og það var hlaupið með þessi gleðitíðindi á milli farþeganna, sem þurftu að komast til syðri fj arðanna. En rétt áður en skipið kom, mætti ég bæjarfógetanum á Seyðisfirði á götu, Jóh. Jóhann- essyni. Tilkynnir hann mér þá, að sýslumaðurinn í Suður-Múla- sýslu hafi beðið sig að tilkynna öllum farþegum, sem ætluðu að taka sér far með „Pervi“, að þeir yrðu settir í sóttkví, er þeir kæmu í land af skipinu, vegna skar- latssóttar, sem gengi á Akureyri, en þar hafði skipshöfnin á „Pervi“ haft samband við land. Nú syrti að. Gleðin um þægilega og fljóta heimferð gufaði upp á einu augnabliki. Þá var nú gripið til götufundar meðal farþeganna. Margt var talað eins og venjan er á öllum fundum, og sitt sýnd- ist hverjum. Hitt var aftur á móti sameiginlegt með öllum fundarmönnum, að vera hræddir við langa sóttkví og ferð á landi í botnlausri ófærð vegna snjó- þyngsla. Ég lagði lítið til þessara mála á götufundunum, en hinir fundarmennirnir vildu fyrir hvern mun vita um álit mitt. Ég sagði þeim þá, að þeir yrðu að bíða eftir ákvörðun minni, þar til ég hafði talað við norska skip- stjórann á „Pervi“, en skipið væri nú að koma inn fjörðinn. Skipið lagðist við bryggju. Öllum var bannað að fara um borð. Ég var kominn á bryggjuna á undan vörðunum og stóð neðst á henni. Þegar þeir komu, vildu þeir sýna vald sitt og skipuðu mér að fjarlægja mig. Ég sagði, að þeim kæmi þetta ekkert við, því ég mundi fara með skipinu, en þyrfti aðeins að tala við skip- stjórann, sem stæði þarna í brúnni. Þeir hikuðu við þessa á- kveðnu andstöðu. Hik þeirra not- aði ég strax, ávarpaði skipstjóra og spurði hann, hvort pappírar hans væru ekki hreinir, hvort hann gæti ekki tekið á móti far- þegum vegna skarlatssóttar. Hann hló og sagði að sínir papp- írar væru alveg hreinir og engin kvöð hefði verið lögð á skipið á Akureyri vegna skarlatssóttar eða neinna annara veikinda. Þess vegna gæti hver farþegi komið um borð til sin sem vildi. Þá á- kvað ég strax að fara með skipinu og eiga á hættu, hvernig skipað- ist um sóttkvína, er til Eskifjarð- ar kæmi. Ég fór því strax að sækja farangur minn og gekk um borð í skipið og rétt á eftir komu flestir hinna farþeganna, að undanteknum tveimur, er ekki vildu óhlýðnast valdboði sýslu- mannsins (annar var lögfræð-

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.