Heima er bezt - 01.02.1955, Qupperneq 9

Heima er bezt - 01.02.1955, Qupperneq 9
Nr. 2 Heima er bezt 41 SKÍÐASTAÐIR I GLERÁRDAL. Glerárdalur er 16 km. langur dalur suövestur frá KrtekUngahlið, og er nokkur hluti dalsins i batjarlandi Akureyrar. Austan að honum liggja Súlur og Kerling, en aö vest- anverðu Hliðarfjall. Svipmikið landslag er i dalnurn. Þar er skiðaland gott, og eru þar nokkrir skálar fyrir skiðafólk. Er liklegt, að fjölfarið sé inn á Glerárdal um hessar mundir. skyldi. Við sátum því allir eftir með skotin í rifflunum, því að dýrin hurfu ofan í dæld hinum megin við ölduhrygginn og sá- ust ekki aftur, fyrr en þau voru komin svo langt, að tilgangs- laust var að skjóta á eftir þeim, nema þá aðeins til að herða á þeim. Það fór eins og fyrri daginn, að Jón hitti ekki, en nú hafði hann þó ætlað sér svo sannar- lega að setja met og taka 2 eða 3 dýr með kúlu sinni, hvað sem okkur hinum liði. Við litum til hans með fyrirlitningu fyrir þetta frumhlaup hans og höfð- um skömm á honum þann dag allan að minnsta kosti. Dýrin stefndu nú í sveig uppí Snæfellið, en við tókum beina stefnu á eftir, yfir þveran fló- ann, hver sem betur gat. En fló- inn var blautur og grasmikill, svo okkur sóttist seint yfir hann. Við Sigurður bróðir minn urðum fljótastir uppí fellið og tókum að skjóta á eftir dýrunum, og vorum við búnir að skjóta 3, er hinir komu. Dýrin settu nú upp með gili í miðju Snæfellinu og héldu nokkuð hátt uppeftir, en svo komu þau aftur niður með sama gili og yfir það fyrir neðan okk- ur og tóku stefnuna inn og upp og innfyrir Snæfellið, og skildi þar með okkur. Ég fór að skoða þetta gil, sem dýrin stöðvuðust við og sneru síðan frá. Það var djúpt og sum- • staðar svo, að dimmt var niðri í því og alls ekki hægt að kom- ast yfir það, nema með því að stökkva, og virtist mér, að það hefðu dýrin átt að geta, þótt þau gerðu það ekki. Þarna var móberg í fellinu, og furðaði mig samt á, að smálækur skyldi vinna það svona djúpt niður, og var hann þó þurr nema í leys- ingum og rigningum. Þá var nú eftir að ná einum stórum tarfi særðum. Hann setti í ána og ætlaði sér yfir og inná Eyjabakka. Ég skaut hann á 100 föðmum úti í ánni, og lá hann þar í grunnu vatni. Ekki þótti okkur áin álitleg, en illt að skilja dýrið þarna eftir. Lagði ég til, að við væðum út til hans, því ekki áræddum við að leggja hest í ána vegna sandbleytu. Lögðum við nú allir útí ána með kaðal á milli okkar; var ég fyrstur, og svo hver af öðrum, og komumst, alla leið að bola, tók ég í hornin, og drógum við hann síðan á eftir okkur til lands, og gekk þetta prýðilega. Fengum við góðan botn í ánni alla leið. Við fengum 10 dýr um dag- inn, og fengu krummar að hirða innan úr þeim öllum, og hafði Jóni því ratast satt á munn, að krummi vissi nefi sínu lengra, enda réðst hann nú ekki aftur á tjald okkar eða farangur. Við fórum svo að gera dýrunum gott og tína þau saman, og héldum síðan útí Laugarkofa daginn eftir. Rétt hjá kofanum er volg laug, sem hann dregur nafn af, og var sagt, að Fljótsdælingar, kon- ur jafnt sem karlar, hefðu fyrr- um riðið þangað á sumrum til lauga og haft gaman af, enda er stutt þangað úr dalnum, veg- urinn greiðfær og mjög fallegt, þegar komið er innundir Snæ- fellið, og þá sennilega oft geng- ið uppá það, eða þá skemmra eða lengra uppí hlíðar þess, því þaðan er útsýni mjög tilkomu- mikið, og því betra sem ofar dregur, og mun enginn hafa séð eftir þvi að hafa komist sem hæst, og allra sízt upp á hátopp þess. XII. Vetrarveiði á fjöllum. Það var einn vetur í svo mikl- um snjó, að sjaldan kom meiri þar eystra, að mig langaði til að skyggnast um dalinn eftir hrein- dýrum. Ég lagði af stað á skið- um og bjóst við að koma aftur eftir 4—5 klukkustundir. Slétt- lent er inn Geitdalinn og fljót- gengið í sæmilegu skíðafæri. Mér miðaði vel áfram inn dalinn, og þegar ég kom inn í Miðártang- ann, sem er tæplega tveggja stunda gangur að heiman, sá ég för eftir 2 dýr, sem lágu þar austur yfir ána og uppí Lágu- brún, sem kölluð er. Þessi för voru ekki ný, en þó ekki eldri en það, að ég bjóst við að sjá dýrin inná Múlanum. Mér gekk seint upp fjallið, sem þó er bæði stutt og ekki bratt, en ég varð að skríða upp

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.