Heima er bezt - 01.02.1955, Síða 15

Heima er bezt - 01.02.1955, Síða 15
Nr. 2 Heima er bezt 47 Harrastaða — Skjóni í daglegu tali var, og er jafn- vel ennþá, talað um skynlausar skepnur. En slíkt er við nánari athugun mesta öfugmæli. Þeir, sem umgangast skepnur og veita þeim einhverja athygli, verða af reynslu sinni og samskiptum við þær, oft og tíðum að játa hið gagnstæða. Margir hestar og hundar hafa bjargað húsbændum sínum frá bráðum bana, með vitsmunum sínum og ratvísi í hríðarbyljum og náttmyrkri, þegar mennina sjálfa þraut. Vísindin hafa sannað, að dýr- in skynja það, sem menn fá ekki skynjað. Og ef satt skal segja, þá vita menn ekki, hvað mikið vit leynist með dýrunum. Til eru margar sagnir af af- burða vithestum, og til þeirra má hiklaust telja Harrastaða- Skjóna, því svo var hann kallað- ur í daglegu tali, sem hér verð- ur, því miður lítið eitt, frá sagt, sökum þess, að þeir eru flestir eða allir dánir, sem mest gátu af honum sagt. Það mun hafa verið rétt fyrir síðustu aldamót, að Hildiþór Hjálmtýsson, þá bóndi á Harra- stöðum í Miðdölum, keypti rauð- skjóttan fola af Jóhannesi Ein- arssyni, bónda á Dunki í Hörðu- dal. Leopold, sonur Jóhannesar, nú til heimilis að Hringbraut 88, Reykjavík, hefur sagt mér að Skjóni hafi verið undan grárri hryssu, er faðir hans átti, og höfðu fleiri góðhestar undan henni, verið seldir í Miðdali. Ekki mun Skjóni hafa verið lengi í eigu Hildiþórs, þar til að hann fór að koma á bak honum, og var þá víst skammt þess að bíða, að hann yrði aðal reiðhest- ur Hildiþórs. Töluverður skeiðhestur hefur Skjóni verið, og sumir segja að meiri hefði mátt verða, ef veru- leg rækt hefði verið lögð við það að temja hann til skeiðs. Málsmetandi menn í Miðdöl- um hafa sagt mér, að sá hafi verið háttur Skjóna, ef Hildiþór ætlaði yfir ófærar eða miklar ár, hvort heldur var heiman eða heim, að neita að fara út í þær. Og varð þá Hildiþór að hlýða og snúa við, hvort honum líkaði betur eða verr. Enda var það allra manna mál í Miðdölum, og er enn þeirra, sem nú lifa og eitthvað hafa heyrt Skjóna get- ið, að hann hafi oft og tíðum bjargað lífi Hildiþórs. Ef það kom fyrir, að Hildiþór datt af honum, hvort heldur það var viljandi eða óviljandi, þá stóð klárinn ávallt yfir honum eða beit þar í kring. Eitt dæmi um rólyndi Skjóna var það, að þótt Hildiþór kveikti í pípu sinni fast við eyra hans, þá gerði hann enga athugasemd við það. Maður nokkur skýr og glögg- ur í Dölum, sagði svo frá: Að eitt sinn, sem oftar hefði Hildi- þór komið til sín, og var þá eitt- hvað hreyfur af víni. En þegar hann ætlaði aftur af stað og steig í ístaðið, til þess að komast á bak, lagðist Skjóni á bæði kné, auðsjáanlega til þess, að Hildi- þór ætti auðveldara með að kom- ast í hnakkinn. Hildiþór var frekar lítill mað- ur, en Skjóni var talinn með hærri hestum. Svo hafa sumir frá því sagt, að ekki hafi það verið óalgengt að Skjóni gengi þar til er þýft eða mishæðótt væri, þegar Hildi- þór ætlaði að stíga á bak, og mun það aðallega hafa átt sér stað, þegar Hildiþór var við skál. í myrkri og hríð mun ratvísi Skjóna aldrei hafa brugðizt. Karl Ólafsson, sonur Ólafs sem lengi bjó í Stóra-Skógi, Mið- dölum, segist einu sinni hafa riðið Harrastaða-Skjóna yfir Miðá. Hann var þá unglingur, en Skjóni orðinn roskinn. Áin var alrennd yfir, en ís ó- nýtur, og hélt ekki hestum. Ekki hefði Skjóni hoppað með fram- fæturna upp á ísskörina, eins og flestir hestar gjöra, heldur lagt þær með hægð á ísinn, og beðið rólegur meðan ísinn seig niður undan honum og þannig braut hann yfir ána. Eitt sinn, sem oftar, var Hildi- þór staddur á Hörðubóli, hjá systur sinni, Sigurrós Hjálmtýs- dóttur og Guðmundi Jónssyni. Hildiþór hafði þá staðið við lengi dags, en Miðá var þá í vexti, og sá Guðmundur að hún mundi þegar ófær orðin. Litlu síðar býst Hildiþór til heimferðar. Guðmundur biður hann þá að fara hvergi og vera rólegur hjá þeim í nótt, því Miðá sé ófær. Hildiþór var ekki á því að sam- þykkja það, og fyrr en Guðmund varði var hann horfinn. Guð- mundi brá mjög og reið þegar á eftir honum. En þegar hann kom að Miðá, sá hann hvar Hildiþór sat á Skjóna, fram á eyrinni við vaðið. Skjóni neitaði að fara lengra, þótt á heimleið væri. Það mun hafa verið haust eitt, skömmu eftir síðustu aldamót, að Hildiþór reið vestur í Stykkis- hólm. Ekki er annars getið en Hildiþór hafi þá verið einhesta, eins og fyrr, þótt í langferð færi. En svo ber það við nokkrum dögum síðar, er komið var á fætur á Dunki í Hörðudal, að fólkið sá rauðskjóttan hest á beit, með reiðveri, þar rétt við túnið. Þóttist það þekkja þar Harrastaða-Skjóna, en virtist þó kynlegt að hann skyldi þar mannlaus vera. Var þá brugðið fljótt við og gengið til hans að sjá hverju slíkt sætti. Lá þá Hildiþór þar sofandi í grasinu, og fastur í í- staðinu, en Skjóni var hinn ro- legasti að bíta þar í móunum í kring um hann. (Framh. d bls.61)

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.