Heima er bezt - 01.02.1955, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.02.1955, Blaðsíða 17
48 Þegar litið er á forsögu mann- anna, kemst maður ekki hjá því að taka eftir einni áþreifanlegri staðreynd, þeirri, að í sögnum og ævintýrum flestra þjóða er fjöldi frásagna um risa. Fornsaga fs- raelsmanna greinir frá því, að frumbyggjar Kanaanslands hafi verið risar, gríska goðafræðin segir frá Aloidum og Kyklópum, og sagnir Tartara, Slava og Finna, Kelta og Germana segja frá risavöxnum kynflokkum. í margar aldir hafa vísinda- menn og aðrir fræðarar afgreitt allar slíkar frásagnir með því, að þær væru aðeins ávöxtur ímynd- unaraflsins, og því ekkert annað en ævintýri. Golíat og Davíð séu aðeins persónugerfingar nátt- úruaflanna. Telja þeir einnig sagnirnar um uppruna mann- kynsins, sem skráður er í Biblí- unni og öðrum fornum ritum, langlífi hinna fyrstu manna og svo framvegis, sem einskonar dæmisögur. Með þessar skýring- ar hafa menn gert sig ánægða til þessa dags, enda hafa þær virzt sennilegar, og sízt þannig, að farið yrði að hrófla við þeim. En nú hefur það nýlega gerzt, að lærdómsmaður einn í París, Denis Saurat að nafni, hefur sýnt þá dirfsku, að gera sig að athlægi margra hinna eldri vís- indamanna, með því að koma fram á sjónarsviðið með spán- nýjar kenningar um þessi efni. Hann hefur fullyrt, að hinar eldgömlu sagnir um risa beri að taka bókstaflega. Með öðrum orðum: Til hafi verið raunveru- legir risar; hinar fyrstu mann- eskjur hafi raunverulega orðið til skyndilega, eins og Biblían segir, og Metúsalem hefur raun- verulega orðið 969 ára gamall. „Atlantis eða ríki risaþjóðar- innar“, nefnist rit eitt, sem ný- lega kom út í París og er eftir hinn 64 ára gamla vísindamann, Saurat, en í riti þessu færir hann vísindalegar líkur fyrir þessari kenningu sinni. Hann styðst að- allega við rústirnar af borginni Tiahuanaco í Suður-Ameríku, en þær eru í Andesfjöllum í 4000 m. hæð yfir sjávarmál, í nágrenni Titicacavatnsins. Tiahuanaco- rústirnar eru nýlega fundnar, og margar spurningar skjóta upp höfðinu í sambandi við þær. Heima er bezt Nr. 2 Nr. 2 Heima er bezt Risar og Risalönd Eru ævintýrin um risa sönn ? — Merkileg kenning visindamanns. — Stórkostlegar jarðbyltingar. Borgin hefur nefnilega — eftir öllu, sem fram hefur komið, að dæma — verið stór hafnarborg. Óslitinn garður með sjávar- minjum tekur yfir 700 km. vega- lengdir frá norðri til suðurs í 4000 m. hæð á þessum kafla Andes- fjallanna. Titicacavatnið er mjög salt, en það er aðeins skiljanlegt með því að gera ráð fyrir, að það sé leifar af hafinu, sem orðið hafi eftir, þegar sjávarborðið breytt- ist. Enginn jarðfræðingur hefur getað gefið skýringu á því, að hafið skyldi vera 4000 m. hærra fyrir um það bil 300.000 árum. Fornfræðingar hafa einnig fyllzt undrun er þeir hafa rannsakað þessa fyrrverandi hafnarborg. Þeir standa þarna allt í einu frammi fyrir leifum af 250.000 ára gamalli menningu, sem þeir hafa enga hugmynd um. Og enn- þá ein staðreynd fyllti vísinda- mennina undrun og furðu. Það lítur nefnilega út fyrir, að yfirborð hafsins hafi á þeim tíma alls ekki verið í samræmi við kúlulögun jarðarinnar, heldur hafi það verið eins og flái frá miðjarðarbaug og suður á bóg- inn. Ráðgátan frá Tiahuanaco leiddi hug próf. Saurats að öðr- um vísindamanni, sem hafði orð- ið að þola háð og spott vísind- anna fyrir kenningar sinar ára- tugum áður. Það var Vínar-eðlis- fræðingurinn Hans Hörbiger. Hörbiger sagði: Fyrir 13.000 árum hefur jörðin dregið núverandi tungl okkar til sín og gert það sér háð, en áður var tunglið lítil jarð- stjarna, sem gekk í kring um sólina eins og jörðin. Á hringrás sinni um jörðina færist tunglið smátt og smátt nær henni, og mun einn góðan veðurdag rek- ast á hana. Núverandi máni voi hafði þrjá fyrirrenn- ara, og hinn síðasti þeirra féll niður á jörðina fyrir 300.000 árum. í hinum flóknu út- reikningum sínum kemst Hörbiger að þeirri nið- urstöðu, að tunglið muni að lokum hvirflast kringum jörðina í 30.000 km. fjarlægð. Muni efni þess þá ekki lengur haldast sam- an, heldur losna og sundrast. Mynda þau svo hring umhverfis miðjarðarlínu jarðar, svipað og er í kringum Satúrnus, og loft- steinaregnið muni leggja stór svæði i algera auðn. Próf. Saurat hefur haft hlið- sjón af þessari kenningu, þegar ‘ hann rannsakaði hinar leyndar- dómsfullu rústir í Tiahuanaco. Samkvæmt því er hægðarleikur að leysa ráðgátu hafnarbæjar- ins, sem stendur 4000 m. hátt. Þegar þriðja tunglið hafði nálg- azt jörðina undir 100.000 km., gekk það — samkvæmt útreikn- ingum Hörbigers — nákvæmlega 37 sinnum umhverfis jörðina á 24 dögum. Vegna hins volduga aðdráttarafls tungls þessa, lyft- ist yfirborð hafsins og myndaði geysimikla bólu eða gúl við mið- baug, sem síðan smálækkaði, er norðar og sunnar dró. Bóla þessi hafi orðið 4000 m. á hæð við miðbaug. Hinn 700 km. langi garður sjávarminja í Andesfjöllunum hefst við Umayovatnið í Perú. Hann er 100 m. hærri en yfirborð Titicacavatnsins. „Hörbiger reiknaði út,“ skrif- ar Saraut, „að flóðgúll sá, er myndaðist á hafinu, hafi flætt yfir allt, að fimm eyjum undan- skildum, sem stóðu upp úr haf- inu, en þær voru Andesfjöllin við Titicacavatn, hálendi Mexíkós, Nýja Guinea, Tíbet og hálendi Abessiniu. Vér getum imyndað oss, að íbúar Tiahuanaco hafi haft skip, sem þeir gátu siglt_á um þokufullt hafið, og því hafi sama menning skapazt á þessum eyjum.“ Saurat fullyrðir, í sam- ræmi við skoðanir enska vísinda- mannsins H. S. Bellamy, að menn þeir, sem þá lifðu, hafi verið fjórir til fimm metrar á hæð, eða risar með öðrum orðum. Saurat heldur áfram hugleið- ingum sínum á þessa leið: Á tímabili hins fyrsta tungls lifðu risavaxin skordýr og risa- vaxinn jurtagróður. Leifar eftir siíkt jurta- og dýralíf hafa fund- izt í jarðlögum. Og Saurat rök- styður áfram: Þessar risaplöntur og risapöddur hafa aðeins getað orðið til á fyrsta tungltímabilinu, er tunglið tók að nálgast jörðina, en hið vaxandi aðdráttarafl tunglsins, er nálgaðist óðum, vann mjög gegn þyngdarafli jarðarinnar, svo að það varð að lokum aðeins lítill hluti þess, er verið hafði. í samræmi við það hafi þyngd allra lifandi vera orð- ið minni, en það hafi skapað þeim möguleika til þess að vaxa að stærð, þar til þær urðu að hreinum og beinum risum. Sterkari áhrif geimgeisla hafi skapað stærri verur með stökk- breytingum. Saurat undirstrikar, að stökk- breytingar fyrir áhrif kosmiskra geisla, séu vel þekkt fyrirbrigði og viðurkennt af vísindamönn- um. Og við það, að tunglið nálg- aðist jörðina, hafi geislaverkun þessi margfaldazt. Þannig hafi þetta orðið: Hið fyrsta tungl hafi „skapað“ risaplöntur og risaskriðdýr, en tortímt þeim aftur að mestu leyti, er það rakst á jörðina. Annað tunglið hafi „skapað“ risaeðlurnar, eða Dinosáranna, og tortímt þeim aftur. Þriðja tunglið hafi „skapað Adam og Evu“ fyrir hérumbil 300.000 árum. „Manneskjan,“ heldur Saurat hefur orðið til fyrir verkan geimgeisla á erfðasellur einhverra, að líkindum útdauðra, dýra.“ Og að hinar fyrstu manneskjur hafi verið risar,hyggst Saurat gera sennilegt út frá líffræðilegum og fornfræðilegum rannsóknum. Hinar læknisfræði- legu sannanir fyrir risavexti hinna fyrstu marina, finnur pró- fessorinn fullnægj- andi, þar sem maður- inn er í dag langtum minna þroskaður er hann kemur inn í heiminn, en allar aðr- áfram, F.ftirlíking af Dinosaurus (eftir Hagenbeck). Risavöxturinn skapaðist af aöAráttaraft- tunglsins. 49 ar dýrategundir. Risavöxturinn hefur gert langlífi mögulegt. „Nákvæmlega eins og hið minnkandi aðdráttarafl jarð- arinnar var orsök hins risa- vaxna vaxtar,“ segir Saurat, „var hann einnig orsök til langlífis, þar sem hin sálræna starfsemi er eðlileg orsök skammlífis, en þetta er í nánu samræmi við lík- amsþunga, og líkami af svipaðri stærð, en minni þunga, verður miklu langlífari.“ Samkvæmt kenningum Saurats eru minni þjóðflokkarnir — samtímis risunum — til orðnir á svæðum langt frá hinum fimm eyjum, þar sem aðdráttarafls tunglsins gætti minna. Vegna minni líkamsvaxtar urðu þessir þjóðflokkar skammlífari og gátu ekki skapað slíka menningu sem risarnir. Fyrst, þegar hinir minni þjóð- flokkar komust í kynni við ris- ana, gátu hinir fyrrnefndu ekki hugsað sér annað, en að þar væru gúðirnir sjálfir komnir, og sumir þjóðflokkar gerðu þá að konungum. En í hinni tungls- lausu veröld hlutu risarnir brátt að úrkynjast vegna stærðar sinnar. Hinir síðustu þeirra urðu að illvígum mannætum, sem lífs- nauðsyn var fyrir hina minni þjóðflokka að útrýma, eins og sagan um Davíð og Golíat sýnir, en endurminningin um þessa viðureign fornaldarþjóða við ris- ana finnst í sögnum og ævintýr- um, en þar eru góðu risarnir orðnir að guðum, en mannæt- urnar að illum öndum. Helztu sannanirnar fyrir kenningu sinni telur Saurat þær, að á öllum hinum fimm eyj- um, er risar bjuggu áður, finnast þann dag í dag minjar um þá og menníngu þeirra. En þær eru þessar: 1. í Andesfjöllum: Rústirnar af Tiahuanaco. 2. í Mexíkó, þar sem nákvæm- ar sagnir eru til um tímabil risa- þjóða, 3. Við rætur háfjallasvæðis Abessiníu, þar sem ennþá eru til ættflokkar, negrar, sem eru meira en tveir metrar á hæð, en þá álítur Saurat vera leifar hins úrkynjaða risaþjóðflokks, þann- ig, að hann sé raunverulega til ennþá.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.