Heima er bezt - 01.02.1955, Side 18

Heima er bezt - 01.02.1955, Side 18
bO Heima er bezt Nr. 2 Hetjudáðir meðal dýranna 4. Margt í siðum og háttum frumbyggja Nýju Guineu. 5. í Tíbet, erfðakenningar lítt þekktar, sem benda eindregið í átt til risafólks og eru einn af leyndardómum þeim, sem munk- ar þar í landi vaka yfir. Jafnvel þótt kenningar próf. Saurats séu merkilegar og mik- ilvægt rannsóknarefni, eru þó þungvæg mótrök gegn þeim, sem hann nefnir að vísu í bók sinni, en víkur til hliðar, en aðalmót- báran er þessi: Hvernig stendur á því, að ekki ein einasta beinagrind af þess- um risum, hefur fundizt fram á þennan dag, þar sem þó hafa fundizt vel geymdar beinagrind- ur fornaldardýra? Svar Saurats er á þessa leið: Þýðingarmeira en beinafund- ir, sem raunar sanna lítið í flest- um tilfellum, er þó það, að and- stæðingar kenningarinnar munu ætíð fullyrða, að fyndist beina- grindur, þá væru þær af risa- vöxnum öpum, er líktust mönn- um, eins og bezt sást á því, að rétt á eftir að bók Saurats kom út, fannst einmitt ein slík beina- grind í Marokkó, en vísindamenn töldu hana vera af apa, án þess þó að leggja fram óyggjandi sannanir. „Fyrir nokkrum vikum,“ skrif- ar Saurat — en dagblöðin hafa ekki minnzt á það, „rakst La- fanachére kapteinn á birgðir af 500.000 ára gömlum verkfærum frá steinöld, en verkfærin eru svo stórgerð, að aðeins fjögra metra Hinn heimsfrægi franski vís- indamaður, Alexis Carrel, hef- ur einhverju sinni sagt, að allt mannkynið sé í raun og veru til vegna framgöngu nokkurra hetja. Svo að segja hver einasti einstaklingur í dag á líf sitt því að þakka, að forfeður hans hafa einhverntíma drýgt hetjudáðir, maður eða kona innan ættarinn- ar, sem á hættunnar stundu lagði meira i sölurnar, en hægt er með réttu að krefjast, eða sýndi þrautseigju, baráttuþrek og kjark. Og hið sama gildir, háir risar hefðu getað notað þau. Fyrstu tilkynningarinnar um þennan merkilega fund verður stuttlega getið í blöðum forn- fræðinga, en við það mun allur efi um tilveru risaþjóðflokka hverfa, því að verkfæri þessi eru ótvíræðasta sönnun sem til er.“ Hér verður að sjálfsögðu eng- inn dómur lagður á þetta mál. Þessi kenning hins franska pró- fessors er ein af ótalmörgum til- raunum vísindamanna til þess að ráða gátur lífsins á jörð vorri, en þó að mörgum þyki hann nokkuð djarfur í tilgátum sínum, þá er vert að minnast þess, að saga vísindanna er full af djarf- legum tilgátum, sem samtíðin taldi ekkert annað en heilabrot sérvitringa, ef ekki annað verra. hvað snertir dýr skógarins og merkurinnar. Alan Devoe segir í Minneapolis Sunday Tribune nokkrar sögur um dýr, sem hafa bjargað sjálf- um sér og öðrum á hættunnar stund, og sýnt þar nærri mann- lega hugsun. Hann segir svo frá: — Mér hefur aldrei dottið hetjuskapur í hug í sambandi við hið lata, halalanga þefdýr, sem læðist um skóginn. En dag nokk- urn sá ég stóran náunga, sem hafði verið svo óheppinn að fest- ast í gaddavír. Halinn var fast- ur, svo að höfuðið hékk niður skammt frá jörð. Dýrið var ör- þreytt, því að það hafði senni- lega hangið svona lengi. Ég ætl- aði að hjálpa því, en þá mundi ég eftir varnarmeðali þess, hin- um voðalega þef, sem það blæs úr sér, er það hræðist, svo að ég hikaði dálitla stund og hugsaði mig um. Þegar dýr er í óvæntri hættu, berst það venjulega um af öllum kröftum, eins og það hafi brjál- azt. En sönn hetja gerir einmitt það, sem er óvenjulegt. Þefdýrið sýndi þessa yfirburði hetjunnar, því að í stað þess að brjótast um og eyða þannig kröftum sínum, hékk það grafkyrrt langa stund, eins og það væri dautt, en eftir hvíldina reyndi það aftur af öll- um kröftum, og gat loks sveiflað sér það hátt, að það gat gripið um vírinn með framlöppunum. Er það hékk þannig, tók það að naga halann, þar sem vírinn var, auðsjáanlega í þeim tilgangi að losa sig, með því að bíta hann sundur. Dýrið nagaði í nokkrar sek- úndur i einu, svo hafði það ekki meiri krafta og hvíldist aftur um hríð. Eftir hvíldina tók það að naga aftur; það fór gætilega að öllu, eins og skurðlæknir, og tókst loks að framkvæma það, sem það hafði áformað. Það féll til jarðar með blæðandi hala og flýtti sér inn í skóginn. Var þetta búið áður en ég fékk tæki- færi til að búa mig út til að hjálpa dýrinu. Hetjuhugur er smitandi. Það Framh. d bls. 61.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.