Heima er bezt - 01.02.1955, Qupperneq 19

Heima er bezt - 01.02.1955, Qupperneq 19
Nr. 2 Heima er bezt 51 Lítið eitt af börnum Rögnvalds halta. - Frumbyggjalíf í Vesturheimi - Inngangur. Þótt höfundur þessara frá- sagna segi ekki frá miklum æv- intýrum, sem honum hefði þó verið í lófa lagið, er frásögnin um margt nákvæm og veitir skýringar við ýmsu, sem áður var óljóst. — Ekkert vafamál er, að höfundur frásagnarinnar er Jón bóndi Rögnvaldsson frá Hóli á Skaga. Hef ég borið sam- an rithönd á þessu handriti og rithönd Jóns á Marklands- manntalinu, sem er í Lands- bókasafni (Lbs. 2838 8vo.), og gengið úr skugga um það. Hand- rit þetta er i bundinni bók, er hefst á Rögnvaldar ævi, en síð- an taka við ættartölur Rögn- valds og ljóðabréf eftir hann, og loks þessi þáttur. Sama höndin er á allri bókinni. Jón nefnir þenna kafla: Lítiö eitt frá börn- um Rögnvalds, en fyrir ofan stendur: Viðbœtir 1881. Síðustu blöð þáttarins munu þó vera rituð árið 1882. Segja má, að hann sé því sem næst jafngam- all atburðum þeim, sem hann segir frá, að bersýnilegt er, að höfundurinn hefur stuðzt við minnisgreinar ,er hann hreinrit- aði hann. Svo nákvæm er lýs- ing hans oft, enda hefur höf- undurinn gert sér far um að kynna sér allt sem gerzt. Hann nefnir til dæmis lengd og breidd húsa þeirra, er hann fyrst kynnist vestra, og er þar bú- mannlega um fjallað. Ekki veit ég um eiganda þessa handrits, en vinur minn vestra fékk það ótilkvaddur að láni handa mér og kvað hann það ættargrip Hillmannsættarinnar. Þátturinn birtist hér orðrétt eftir frumritinu að öðru leyti en því, að ég hef fært stafsetningu til nútíðarmáls, hef þó stund- um látið gamlar orðmyndir halda sér óbreyttar. Orð innan hornklofa eru innskot sett af mér, þar sem orð hafa fallið niður í handriti höfundar. Skýringarnar neðanmáls eru eftir mig, ef ekki er annars get- ið, en við samningu þeirra hef ég stuðzt við kirkjubækur og auk þess Sögu ísiendinga í Vestur- heimi, svo og Tímarit Þjóðrækn- isfélagsins VII. árg. og almanök sama félags. Jón Rögnvaldssoti. Þeir, sem frekar vilja kynnast sögu Marklands-nýlendunnar, sem fór í auðn eftir nokkur ár, ættu að lesa um hana í 2. bindi Sögu íslendinga i Vesturheimi og Tímaritsheftinu, sem ég nefndi hér að framan. Auk þess er ýmsan fróðleik að finna í Si- ríki Hanssyni Jóhanns Magnús- ar Bjarnasonar. Er skemmtilegt að bera allt þetta saman. Kristmundur Bjarnason. Eins og áður er ritað, síðla í Ævi Rögnvaldar, hélt Jón sonur hans við bú á Hóli vorið 1872. Hafði hann þá búið 35 ár. Fyrsta árið var hann í húsmennsku í Hvammi hjá Birni presti Arn- órssyni, þar næst i fimm ár á tveim þriðju af Gaukstöðum, er fyrrverandi húsbóndi hans, Þor- lákur,1) byggði honum, en var sjálfur á einum þriðja, og svo 29 ár á Hóli. Fyrstu tvö árin bjó hann með ráðskonu, svo í sjö ár með fyrri konu sinni Guðrúnu2) og síðast í 26 ár með seinni konu sinni, Unu.3) Á þessum tíma hafði hann (auk heimilisstarfa) smíð- að milli tuttugu og þrjátíu báta, ýmist einn eða með öðrum, líka hafði hann gert við milli sex- tíu og sjötíu skip og báta — meira og minna og stækkað sum. Á fyrstu árum, sem hann var búandi á Gauksstöðum, var hann af sýslumanni lögskipaður út- tekta- og virðingamaður í Skef- ilsstaðahreppi og jafnfamt stefnuvottur í Hvamms kirkju- sókn. Og gegndi hann því fyrra, meðan hann var þar í sveit. Ár- ið 1862 var han kjörinn hrepp- stjóri í Skefilsstaðahreppi og var það í fjögur ár, auk þess sem hann bæði fyrir og eftir vann mikið að skriftum í hreppsins þarfir. Líka var hann árið 1866 settur af amtmanni fyrsti sáttamaður í Skaga sáttaumdæmi, og gegndi hann því í þrjú ár. Eftir að hann sleppti hreppstjórn var hann líka hreppsnefndarmaður, þar til hann fór á burt. Nokkrum árum fyrr var Guð- rún, dóttir hans, gift Guðmundi á Selá, syni Andrésar bónda,4) er þar hafði lengi búið og var hálfbróðir Guðrúnar fyrri konu Jóns á Hóli. Hafa þau átt saman fjögur börn, af hverjum tvö lifa, Guðrún og Jónína. Gísli, sonur Jóns, giftist veturinn 1873 og átti Þóru, dóttur Jóhanns sál[uga], sem bjó á Hrólfsstöðum í Blönduhlíð og var albrófcir Andrésar á Selá. Eiga þau sam- an einn son, sem heitir Jóhann Gísli. Vorið 1871 fór Guðbjörg, dóttir Jóns, frá foreldrum sínum I ') Gunnlaugsson. — / Jarða- og bú- endatali í Skagaíjarðarsýslu 1781—1949 (I. hefti) er þess ekki getið, að Þorlákur hafi haft hluta jarðarinnar. 2) Jónsdóttir. 3) Guðbrandsdóttir. 4) Jónsson.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.