Heima er bezt - 01.02.1955, Side 21

Heima er bezt - 01.02.1955, Side 21
Nr. 2 Heima er bezt 53 Mrti um hádegi. Var þá tekin pólhæð og sagt, hvað gengið hefði sólarhringinn frá því við fórum á stað, var það 202 ensk- ar mílur. Laugardaginn þann 12. var hæg vestan gola, svo að segl urðu ekki brúkuð, en talsverð undirkvika var norðaustan og æðimikill sláttur á skipinu. Þykkt var loft, svo að ekki sá sól, nema lítið eitt um hádaginn. Seint um daginn gekk vindur- inn meir til norðurs, svo að nokkuð varð notað af seglum, minnkaði þá undirsjórinn og gekk vel. Flestir komu upp á dekk um daginn, nema fáeinir, sem veik- ' astir voru. Frá því kl. 12 á föstu- daginn var stefnan undan lang- odda, milli suðvesturs og vesturs, þangað til þann 12., að snúið var til stuttodda milli vesturs og suðvest- vesturs. Þennan sól- arhring hafði gengið 181 mílu. Sunnudaginn þann 13. bjart veður meiripart heiðríkt til há- loftsins, en nokkuð þykkur í kring, vindurinn norðan og brúkuð öll segl, sem voru 13 á skipinu. Var kvikan lítil um morguninn, en fyrir hádegi fór að þykkna loft, sem létti þó aft- ur til seinnipartinn. Hvessti þá á norðan og stækkaði sjórinn, svo að mörgum sjóveikum versn- aði, því að mikill sláttur var á skipinu. Éljadrög voru líka í norðrinu um kvöldið og mjög kaldur. Mikið rugg var á skipinu um nóttina, og gekk mönnum illa að sofa. Fæddi Guðrún Jóns- dóttir barn, kona Jóhannesar frá Kleifum á Árskógsströnd.1) Gekk það vel, og var hvoru- tveggja frískt eftir vonum. — Hafði gengið þennan sólarhring 174 mílur. Mánudaginn þann 14. þykkt loft um morguninn, en birti til sólar um hádegi. Vindurinn var hvass norðan, en dró heldur úr, þegar fram á daginn kom. Voru þá uppi 12 segl. Stefnan var norðan við vestur. Seinnipart dagsins gekk vindurinn til vest- urs svo að taka varð saman öll segí. Dró þá úrfellisþykkni á .1) Jóhannes var Sigurðsson, dugnaðar- maður mikill. Ljóðabréf frá til Eiríks Eiríkur minn, elskulegur, ekki er þetta gróðavegur, því traustan klár og kýrnar tvær felldi lítil fuglabyssa. — Fjögra vetra gömul hryssa allra þeirra fóður fær. Það er nú tryppi er tekur spretti, til er ekki á vorum hnetti hennar líki utan einn: Það er hún Stjarna, þrettán ára, og þó þú ríðir Hlíðar-Kára hann verður hjá henni seinn. Þar um máttu vera viss um að völ er ekki á betri hryssum, enda þarf ég þeirra með, einatt lán að endurnýja — ýmsar skuldakröfur flýja — eða kalla inn umboðsféð. Ég þarf líka oft að flakka út að Litla- og Stóra-Bakka, inn í Tungu og út að sjó. Til Vopnafjarðar læt ég lappa — lo'sa þar um alla tappa — þá í fyrstu fæ ég nóg. — Ljóðabréf þetta, sem hér birtist, veit ég ekki til að áður sé prentað, hvorki í hinni eldri útgáfu af Ijóðum Páls, eða þeirri jmgri — gefin út 1944. loft og byrgði sól. Var þá enn kalt. Hafði gengið þennan sólar- hring 98 mílur. Þriðjudaginn þann 15. Bjart veður, en þokuhnoðrar í kring framan af deginum og nokkuð slímþykkur í lofti, með vestan stormi, svo að ekki urðu notuð nema 4 segl og engin seinni- partinn. Sláttur var mikill á skipinu og óþægilegt að ganga nema að [halda] sér einhvers staðar við. Margir voru vesælir af sjóveiki og kvefi. Stefnan var í vestur, og gangurinn hafði ver- ið þann sólarhring 115 mílur. Miðvikudaginn þann 16. Bjart veður um morguninn með þoku- hnoðrum í kring, en mikill stormur var sunnan og vestan og stórsjór, svo að á dekk gekk Páli Ólafssyni í Eyjaseli Ég hef einnig sýnt Benedikt Gíslasyni frá Hofteigi bréf þetta og veit hann ekki til þess, að bréfið sé prentað áður. Benedikt kannast vel við Eirík í Eyja- seli, og segir að hann muni hafa dáið árið 1920. Litli og Stóri-Bakki, segir hann að séu stutt frá Hallfreðarstöðum, og í leið- inni, þegar farið sé til Vopnafjarðar. Enn fremur segir Benedikt, að Stjarna sú, sem getið er um í bréfinu, sé áreiðan- lega gamla Stjarna Páls, því hún hafi lif- að fram undir síðustu aldamót, eða verið felld á árunum 1895—7, og segist hann hafa séð leiði hennar. Stjarna er þá 13 ára, þegar bréfið er ort, og eru því miklar líkur til þess, að Páll hafi ort það á árunum 1887—90, enda eru ljóðabréf Páls, þau sem hafa ártöl og eru prentuð, ort á tímabilinu 1858—1892. Aldur Stjörnu hefði þá átt að vera 23 ár. Eg fann þetta bréf í bréfadóti hjá mér einhverntíma í fyrravetur, og eftir því sem mig minnir, mun ég hafa skrifað það upp af gömlum skrifuðum blöðum, fyrir mörg- um árum, þá átti ég heima vestur í Dölum. Ef einhverjir yrðu, sem litu svo á, að ekki væru nægar sannanir fyrir hendi um það, að Páll hefði ort bréf þetta, þá munu áreiðanlega allir, sem þekkja skáldið af ljóðum og ljóðabréfum, vitna, að andi og hrynjandi ljóðsins sverji sig svo í ætt, að ekki verði um deilt. Jóh. Asgeirsson. að framan. Tvö segl voru uppi á skipinu framan af deginum, en er leið á hann, gekk vindurinn í hávestur, svo að segl urðu ekki notuð. Kom þá líka þoka með hríðarhraglanda, svo að ekki sást nema lítið kringum skipið. Linaði þá nokkuð veðrið og gekk til norðurs, svo að nokkuð urðu notuð segl um nóttina. Stefnan var eins, en gangurinn hafði verið 133 mílur. Fimmtudaginn þann 17. Var þá þoka fyrst um morguninn með úrfellúkrepju annað slagið, en birti nokkuð, þegar fram á dag- inn kom, svo að seinni partinn sá lítið eitt til sólar. Vindurinn hægur um morguninn,__________&n hvessti, þegar á daginn leið, norðan. Tólf segl voru uppi allan

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.