Heima er bezt - 01.02.1955, Page 25
Nr. 2
Heima er bezt
57
var Coghill fljótur að leita sætta
með því að gefa honum aura, og
komið mun hafa fyrir, að gull-
peningar flytu með; var þá Helgi
fljótur að sættast, vissi, ,að eng-
in alvara fylgdi glensi hans og
gamanmálum.
Feimni Helga átti sér engin
takmörk. Hann mun hafa fund-
ið sárt til vanmáttar síns og lík-
amslýta. Þó heyrðist hann aldrei
kvarta yfir ævikjörum sínum,
hvað þá heldur að hann léti uppi,
að hann öfundaði þá, sem
hraustir voru. Hann viðurkenndi
feimni sína.
Einu sinni las ég fyrir hann
söguna af feimna stúdentinum, .
sprenghlægilega gamansögu,
þýdda. Hló hann dátt að henni,
og sagði, að sá hefði verið líkur
sér með heimóttarskapinn.
En þó að Helgi væri feiminn,
neytti hann aldrei svo matar, ef
faðir minn var heima, að hann
staulaðist ekki inn í húsið, þrifi
ofan húfuna, rétti honum hend-
ina og sagði: „Guð launi mat-
inn!“ En fljótur var hann að
snúa sér við og hraða sér fram
úr húsinu. Þetta var honum á-
reiðanlega erfið ferð. En þakk-
látssemin var svo ríkur þáttur í
eðli hans, að henni varð allt að
lúta.
Fyrir aldamótin var lítið flutt
inn af kornvöru og allt ómalað,
nema hveiti. Handkvarnir voru
þá á flestum bæjum. Mala þurfti
rúg í brauð, bankabygg í grauta
og lummur, sem þóttu hið mesta
sælgæti, enda ekki annað brauð
nema á stórhátíðum.
Flestir voru ófúsir að mala;
verkið var erfitt og seinlegt, og
þeir, sem gegndu útiverkum,
voru ófúsir að grípa í kvörnina á
kvöldum. Mölun þótti naumast
kvennaverk, enda höfðu konur
öðru að sinna, þar sem mikið var
um tóvinnu, eins og almennt
tíðkaðist fram að síðustu alda-
mótum.
Helgi gerði nú mölunina að
ævistarfi um marga áratugi,
gekk á milli bæja og malaði.
Sjálfsbjargarhvöt var honum í
blóð borin. Ekkert var honum
fjær skapi en liggja upp á öðrum.
Þetta var sú eina vinna, sem
hann orkaði, og hana rækti
hann með einstakri alúð. Þeg-
ar hann hafði lokið mölun á
hverjum bæ, var hann rokinn
af stað þangað, sem eitthvað
var til að mala; að slæpast,
verklaus, kom ekki til mála.
Þau ár, sem Ingólfur bróðir
hans bjó í Katadal með móður
sinni, taldi hann heimili sitt þar.
Móður sinni unni hann mjög, og
bar mikla virðingu fyrir bróður
sínum. Helzt dvaldi hann hjá
þeim á sumrin og þótti gaman
að vinna að heyverkum, en ork-
aði litlu vegna fötlunar sinnar.
En erfitt var Helga að eiga
þarna heima. Þetta var á leiðar-
enda, en ekki miðsvæðis, þaðan
sem sækja mætti til allra átta.
Katadalur er langur og þröng-
ur dalur í Vatnsnesfjalli, með
bröttum hlíðum báðum megin.
Austan við fjallið var Ægissíða,
þar sem foreldrar mínir áttu
heima. Helgi mun aldrei hafa
farið fjallið að vetrinum, því að
þá lagði harðfenni í hlíðarnar.
En á sumrin fór hann það iðu-
lega; fór ætíð snemma af stað.
Lengi var hann að staulast upp
sneiðinginn, sem skáskar snar-
bratta hlíðina, og þegar brún-
inni var náð, var mikill sigur
unninn. Svo smáþokaðist hann
yfir fjallið, sem var flatt og auð-
velt yfirferðar, að Þórsá, sem var
venjulega lítil spræna, og austur
á brúnina fyrir ofan Ægissíðu.
Sæist til hans, vorum við dreng-
irnir sendir á móti honum til
þess að auðvelda honum leiðina
niður brekkurnar.
Hjá okkur á Ægissíðu dvaldi
hann oft langdvölum. Þaðan
lagði hann svo leið sína austur í
Þing og Vatnsdal og kom við á
Stóru-Borg, þar sem hann fékk
hjálp yfir Víðidalsá; hún er
nokkuð vatnsmikil og var helzti
farartálmi á leið hans. Hjónin á
Stóru-Borg og börn þeirra tóku
honum vel, og þar kynntist hann
Coghill sauðakaupmanni, eins og
áður er sagt; stundaði hann eins
og fleiri Bretar laxveiði í ánni
með Pétri bónda, sem var hinn
mesti veiðimaður.
Mjög sneyddi Helgi hjá Víði-
dalnum, æskusveit sinni. Við
hana voru bundnar margar
beizkar endurminningar um ein-
stæðingsskap og umkomuleysi.
Annars var það eitt af sérkenn-
um Helga, að yrði hann fyrir á-
reitni á einhverjum bæ, kom
hann þar aldrei meir. Skipti
engu, þótt orðin væru húsbænda-
og hjúaskipti. Virtu margir hon-
um það til sérvizku. En enginn
veit, hvað með öðrum býr, einn
er hann sér of sefa.
Helgi var ákaflega langræk-
inn, gleymdi aldrei mótgerð. Þó
hataði hann engan mann. En
sál hans var sem opin kvika.
Hann sveið undan allri áreitni.
Gat líka engu af sér hrundið, og
það er kannske skýringin á lang-
rækni hans. Alger fyrirgefning
eða hefnd er sálinni nauðsyn, til
þess að vera í góðu jafnvægi.
Marga átti hann vinabæi í
Þingi og Vatnsdal. Börnin fögn-
uðu honum innilega, hlupu á
móti honum og leiddu hann í
bæinn, og brátt kvað við: „Góði
Helgi! Segðu okkur sögu.“ En
það varð að bíða rökkursins og
sunnudagsins nú skyldi tekið til
við mölunina að lokinni máltíð
eða annarri hressingu.
Kvarnirnar stóðu venjulega
frammi í eldhúsi eða bæjardyr-
um. í miklum frostum var gólf-
kuldinn ægilegur. Þó að Helgi
kepptist við mölunina, var hann
kaldur upp að hnjám.
Snemma varð hann brjóst-
veikur; þykir mér ekki ólíklegt,
að þar hafi nokkru um valdið
gólfkuldinn og mjölrykið, sem
hefur setzt í lungnapípurnar.
Helgi sótti mölunina fast, raul-
aði jafnan rímnalag fyrir munni
sér og kvarnarhljóðið var und-
irspilið.
Góðhjartaðar húsfreyjur köll-
uðu oft á hann og gáfu honum
kaffisopa og glóðarbakaða flat-
köku, vel smurða með sauða- eða
kúasmjöri. Tók hann því þakk-
samlega, og var vanaviðkvæði
hans: „Ég þigg allt, sem mér er
gott gert.“ Enginn var Helgi
matmaður, en kaffi drakk hann
mikið, ef hann átti þess kost.
Vegna starfs síns hafði hann
meira saman við konur að sælda
en karla. Samúð þeirra yljaði
honum. En þó að hann drægist
meir að konum en körlum, hafði
hann bælt svo niður kynhvatir
sínar, að þeirra varð aldrei vart í
návist kvenna. Hann taldi sig
slíkan vesaling, að sér bæri að
halda þeim algerlega í skefjum.
Þegar Helgi var í leiðangrum,
bar hann ætíð poka um öxl; í