Heima er bezt - 01.02.1955, Side 26
58
Heima er bezt
Nr. 2
honum hafði hann hversdags-
klæðnað sinn og nærfatnað, og í
rauninni aleiguna.
Helgi var minnugur orða Jobs:
„Nakinn kom ég úr móðurlífi og
nakinn mun ég héðan fara, og
að lokum verður mér úthlutað
sex feta gröf, og hvers virði væri
mér þá veraldarauður.“
Staf hafði Helgi í hendi, vel
gerðan, með hnúð á endanum og
broddi að neðan. Auk þess bar
hann með sér mannbrodda á
vetrum.
Þegar leið á ævi hans, tók hann
mjög að hrörna og varð mjög
valtur á fótum; settist hann þá
um kyrrt hjá Guðmundi systur-
syni sínum og átti þar góða daga,
því að kona Guðmundar var öll-
um góð. Helgi varð bráðkvaddur
um 65 ára gamall.
Helgi var greindur að eðlisfari,
en þroskaðist lítt og var alltaf
barnalegur. Var það af ýmsum
ástæðum. Hann hafði mjög
slæma heyrn, svo að hann naut
ekki frétta né viðræðna. Tæki
hann sér bók í hönd, seig hið
þunga höfuð hans brátt niður á
bringuna og seig á hann svefn-
höfgi, svo að hann naut lítt bóka.
Lífsstarfið, mölunin, var ekki
vænleg til þroska, og hlédrægni
hans og feimni orkuðu lamandi
á sálarlíf hans.
En hann var góður maður og
vandaður og ólíkur ýmsum reik-
unarmönnum, sem uppi voru um
hans daga.
B. M.
Smælki
Reynslan hefur kennt mér, að
maður eigi alltaf að ráða öðrum
til að gera eitthvað í stað þess að
ráða honum frá því. Auðvitað er
sá möguleiki fyrir hendi, að hann
iðri eftir að hafa fylgt ráðlegg-
ingunni — en það er að minnsta
kosti alveg áreiðanlegt, að hann
mun sjá eftir því, ef hann hefur
látið það ógert. — F.P.A.
—o—
Fulltrúaþing eru undarlegar
stofnanir. Maður stendur upp og
heldur ræðu. Hann segir ekki
neitt. Og enginn hlustar á hvað
hann er að segja. En eftir ræð-
una eru allir ósammála. — L. L.
Mennskur maður
Smásaga eftir Sig. Hjartar.
Áslákur hét hann og var ætt-
aður einhverstaðar að norðan,
menn vissu ekki hvaðan. Hann
hafði komið í þorpið fyrir all-
mörgum árum og gerzt sjómað-
ur. Menn litu hann illu auga
og margar sagnir spunnust um
hann meðal fólksins. Sumir töldu
hann jafnvel ekki rétt gáðan,
töldu hann vitskertan.... Og
ekki bætti það úr, að hann hafði
fengið leigða gamla verbúð úti
i Nesi, sem staðið hafði auð í
mörg ár og menn töldu mesta
draugabæli.
Asiákur var litið gefinn fyrir
mannaferðir um nesið, enda kom
það sjaldan fyrir að nokkur
færi þar um.
Hann var lítt mannblendinn
og þekkti fáa, talaði við engan,
nema kaupmanninn, þá sjaidan
hann fór í þorpið.
Annars lifði hann þarna einn
og enginn skipti sér af honum.
hann fiskaði vel, og jafnvel bet-
ur en margir þar um sióðir, og
það var ekki laust við að sumir
öfunduðu hann af því.
Margir töldu hann göldróttan,
kváðu hann eiga samskipti við
drauga og forynjur og jafnvel
sjálfan kölska.
Þeir sögðu, að einhver hlyti að
krækja á hjá honum fiski, því
alltaf kom hann með fullan bát
að landi, þó aðrir fengju ekki
bein úr sjó, jafnvel þótt þeir
legðu línur sínar næstum sam-
hliða línum Ásláks....
Margir töldu hann geggjaðan,
þvi oft sást hann fara á sjó í
slæmu útliti og næstum mann-
drápsveðri. Þess vegna snið-
gengu menn hann æfinlega, ef
þeir urðu á vegi hans í þorpinu,
forðuðust hann, hræddust hann.
Áslákur vissi vel um álit fólks-
ins á sér, hann las það úr svip
þess, augnagotum og viðbrögð-
um er það mætti honum. En
honum var nokkurn veginn
sama. Hvað kom það honum
við? Mátti það ekki halda hvað
sem því sýndist? Og hann hló
oft að hinum fálmkenndu hreyf-
ingum fólksins, er það reyndi að
forðast hann á götunni eða í
verzluninni.
Jafnvel krakkarnir hræddust
hann, þeir hlupu og stukku
burtu, ef hann nálgaðist fjöruna
á skelinni sinni, hlupu eins hratt
og fæturnir gátu borið þau inn
í þorpið og jafnvel inn í hús.
Svo var það um haustið er
krypplingur nokkur, Hjalti að
nafni, réðist til Ásláks; hann var
ættaður þarna úr þorpinu og tal-
inn góður sjómaður. Bjó hann í
þorpinu ásamt móður sinni, er
var gömul ekkja, hafði hún misst
mann sinn í sjóinn fyrir mörg-
um árum, þá var krypplingurinn
kornungur, og höfðu þau síðan
búið saman.
Nú réðst krypplingurinn til Ás-
láks og menn spáðu illa fyrir
honum, sögðu að hann kæmi
aldrei lifandi af þessari vertíð,
kölski myndi hirða hann ásamt
Ásláki....
En krypplingurinn Hjalti glotti
bara sínu skakka, breiða glotti;
honum leizt öðruvísi á þennan
mann, Hann beinlínis. dáðist að
hugrekki hans og dæmalausri
þrautseigju við hinar trylltu
dætur Ægís gamla. Það var ekk-
ert í fari þessa Norðlendings,
sem kom krypplingnum til að
hræðast; þvert á móti þóttist
krypplingurinn öruggari í nær-
veru hans en nokkurs annars
manns. Maðurinn var einrænn
og ómannblendinn, það var hið
eina er menn vissu um hann.
Hitt voru bara getgátur, kerl-
ingasögur. Og haustið leið. Þeir
félagar, Áslákur og Hjalti, sóttu
sjóinn fast og fiskuðu vel.
Oft dáðist krypplingurinn að
þessum Norðlendingi, stórum,
sterklegum og veðurbörðum, með
festu og alvöru í hverjum and-
litsdrætti.
Hann gotraði augunum til Ás-
láks, þangað sem hann sat við
stýrisstöngina, og hin hviku,
vökulu augu hans fylgdust með
öldunum.
Enginn hafði stýrt betur í
báruna. — Og enginn hafði
stjórnað betur af þeim, sem
krypplingurinn hafði verið rneð.
Yfir hátiðarnar hvíldist Ás-