Heima er bezt - 01.02.1955, Page 32

Heima er bezt - 01.02.1955, Page 32
64 Heima er bezt Nr. 2 Við ætlum þegar að leggja á flótta, en Björn biður okkur aðeins að Jæsa útidyrun- um. „Við látum eins og enginn sé heima," segir hann. Villi fer fram og læsir. Andartaki síðar er harið að dyrum. Björn Andrés biður Villa að sjá, hvernig gesturinn sé í hátt. „Ef til vill er hér aðeins um cinhvern vin minn að ræða," batir hann við. Villi gerir þctta og gefur svo- hljóðandi skýrslu: „Rauðhærður karl, freknóttur, í bláum fötum." ,,0, það er hann Magnús," scgir Björn Andrés. „Hann er alveg hættulaus. Farið þið hérna niður i kjallarann, svo skal ég skreið- ast á fætur og opna fyrir honum. Rádýrs- greyið getur verið hérna eftir. Eg la t ykkur svo vita, þegar Magnús er farinn.” Hleri er í eldhúsgolfinu, og er farið gegn- um opið niður í kjallarann, lítinn og sagga- fullan. Við laumumst með mestu gætni nið- ur stigann. En meðan þessu fer fram, heyr- urn við, að Björn Andrés skrciðist másandi að útidyrunum. Er við höldum hleranum uppi, svo að dálítil rifa verður, gettim við Villi séð, livað fram fer þarna niðri. Magnús, sem virðist vera mikill vinur Björns Andrésar, kemur undircins auga á Bamha og spyr nú félaga sinn spjörunum úr. Allt í einu lækkar hann röddina, lítur tor- tryggnislcga í kringum sig, og hvíslar ein- hverju að Birni Andrési, cn við heyrum ekki, hvað það er. Magnús gengur að rúminu, þar sem Björn Andrés liggur, og þeir fara að tala saman og er mikið niðri fyrir. Okkur fer að gruna margt, og þegar Magnúsi verður allt í einu litið á kjallarahlerann, skilur Villi, að leikið hefur vcrið á okkur. Villi lokar hleranum og segir: „Björn hefur Ijó trað öllu upp. Og nú er um að pcra að komast héðan ..." I sömu andrá hcvrum við þungt fótatak yfir okkur. Magn- ús lætur lokuna fyrir. \'ið erum fangar! En rifa er á hleranum og við getum séð mikið af því, sem fram fer uppi. Okkur til skelfingar sjáum við, að Magnús hregður bandi um hálsinn á Bamba og dregur hann á hurt með sér.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.