Heima er bezt - 01.09.1955, Page 2

Heima er bezt - 01.09.1955, Page 2
258 Heima er bezt Nr. 9 Þ j óðIe g t h e i m i I i s r i t _ 1 -v HEIMA ER BEZT . Heimilisblað með myndum . Kemur út mánaðar- lega . Áskriftaejald kr. 67.00 . Útg-efandi: Bókaútgáfan Norðri . Heimilisfang blaðsins: Pósthólf 101 Reykjavík • Prentsm. Edda h.f. Abyrgðarmaður: Albert J. Finnbogason . Ritstjóri: Jón Bjbrnsson . Efnisyfirlit Bls. 259 Gömul Ferðasaga, eftir Magnús Magnússon, ritstjóra. — 261 V.-Skaftafellssýsla fyrir Skaftáreld. — 268 Frá Birni í Lóni, eftir Guðmund Arnason. — 272 Bíldsfell og bændur þar, eftir Kolbein Guðmundsson. — 275 Á verði um gullkistuna, eftir Guðmund Gíslason Hagalín. — 281 Stífla í Fljótum, eftir Guðlaug Sigurðsson. — 284 Úr heimi vísindanna. Myndasaga, skrítlur o. m. fl. er í heftinu. Forsíðumyndin Nú fara göngurnar að hefjast, frá fornu fari einhver skemmtilegasti tími ársins fyrir börnin og unglingana. í þetta skipti hefur göngunum víða verið frestað, vegna hinnar óhagkvæmu tíðar í sumar, sem án efa leiðir til hinna mestu vandræða í ýmsum sveitum sunnanlands. Er því ekki við því að búast, að menn hlakki eins til gangnanna þar sem svona er ástatt, eins og þegar allt leikur í lyndi og hlöðurnar eru fullar af kjarngóðu og ilm- andi heyi. Eigi að síður eru göngurnar hressandi tilbreyt- ing frá önnum sumarsins og sannarleg hátíð, þegar vel viðrar. En mikill vandi hvílir á herðum margra bændanna í þetta skipti. Margir neyðast til að skerða bústofn sinn að þessu sinni, og allir ættu að skilja, hvílíkur skaði það er bóndanum, því að það getur tekið ár að bæta úr afleiðingum eins votviðrasumars. En fyrirsvarsmenn þessara mála ræða nú vandamálin í blöðum og útvarpi og skal því ekki farið um það fleiri orðum hér. — Það hvílir alltaf einhver rómantískur blær yfir göngunum. — Sennilega eru göngurnar sá þáttur búskaparins, sem kemst hjá vélvæðingu nú- tímans, því vart er hugsandi, að menn smali fénu Úr „háttalykli" Lofts Guttormssonar Orðskviðaháttur. í fyrstu fríðar ástir, fagurt sprund saman bundum; tekst ef tveir vilja; skyldum við skrautfold aldrei skilja að okkrum vilja; ei er gaman nema gott sé; dyggð hefur beint ei brugðið blíð snót við mig síðan; maður er manns gaman; víf skal því aldur og æfi ítur drengur muna lengi; unir auga meðan á sér. Annar orðskviöaháttur. Gott er af góðum að njóta, góð er hönd bætandi, nýtum skal nærri sitja, náinn stendur oft hjá vandi, satt er; sá hefur er hættir, hver, er þorir, nær kjeri, sök bítur, login lítið, löngum man það getur ungur. Munnvarp. Þola má eg þetta, þrjár eru hastastar: frændur og fé láta ellegar fljóð missa, skjótt skal kjör kjósa, því kostir eru ójafnir, fyrr vil eg fljóðið spenna en fé eður vini öðlast. heim af afréttinum i bílum eða flugvélum. — Nei, nú söðla menn gæðingana og búa sig út með nesti og nýja skó til nokkurra daga dvalar inni á öræf- um íslands. Og enn sem fyrr munu einkum ungl- ingarnir, sem fara í fyrsta skipti í göngur, telja dagana, þangað til riðið er úr hlaðinu heima, til fyrsta náttstaðarins í óbyggðunum. Nýir ævintýra- heimar opnast þeim, sem í fyrsta skiptið njóta hrikafegurðar öræfanna og reyna sig við að elta ljónstyggt féð og koma því til byggða. Og þegar til byggða er komið, er eftir að draga féð í sundur í réttunum. Réttardagurinn er öllum minnisstæður, sem hafa átt heima í sveitum landsins, enda er hann sannkallaður hátíðisdagur. Hvernig sem allt er, er það einlæg ósk ungra sem gamalla, að haust- sólin megi skína frá heiðum himni á réttardaginn, svo að „allir, sem vettlingi geta valdið" geti mætt við réttirnar og skemmt sér vel. Forsíðumyndin er af Ölfusréttum, tekin af Þor- valdi Ágústssyni.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.