Heima er bezt - 01.09.1955, Qupperneq 3

Heima er bezt - 01.09.1955, Qupperneq 3
Nr. 9 Heima er bezt 259 GÖMUL FERÐASAGA Eftir Magnús Magnússon, ritstjóra Fjórðungur aldar er nú liðinn frá því að ferð sú var farin aust- ur í Skaftafellssýslu, er saga þessi greinir nokkuð frá. — Og síðan hefur margt breyzt. Þá voru engar brýr komnar á stórfljótin í Rangárvallasýslu og krækja varð upp í Fljótshlíð til að komast yfir Markarfljót. Og nú þurfa ekki ferðalangar að sel- flytja sig á einum hesti yfir Haf- ursá eins og við ferðafélagamir urðum að gera. Þá var hesturinn aðal flutnings- og farartæki Skaftfellingsins, en nú er það bíllinn og flugvélin. Og allmjög hefur líka skipt um fyrir sumum þeim er mest koma við sögu þessa. — Páll á Heiði fylgir nú ekki ferðamönnum yfir Mýrdalssand, heldur leiðbeinir ókunnum ferðalöngum um villi- gjarna stigu himinríkis. Magnús Torfason er nú ekki lengur sýslu- maður Árnesinga og forseti sam- einaðs þings, en situr nú við að semja sögu bændaflokksins ís- lenzka. Og Árni frá Múla syngur nú ekki Friðþjóf og Björn með Eétri Jónssyni, heldur þreytir afl og drykkju við Einherja í höllu Háva og syngur með Símoni frá Hól að leik loknum. Jón Kjartansson leiðbeinir nú ekki lengur íslenzkum kjósend- um með spaklegum greinum í ísafold, heldur gætir þess að Skaftfellingar fari ráðvandlega með strandað góss og reynir að kenna þeim að gera skarpan greinarmun á milli góðs og ills. Og engan gust leggur nú frá Magnúsi Magnússyni, sem gefur nú aðeins endrum og eins fram- liðnum kunningjum kost á því að drekka í gegn um sig. — Minnist ég þess, að eitt sinn kall- aði guðsmaður einn mikill til mín á Hverfisgötunni og sagði: Þú mátt ekki drekka eins mikið og þú gerir Magnús, þá verða andarnir, sem drekka í gegnum þig ofurölvi, þú átt að drekka þig hýran daglega, eins og ég geri, þá eru þeir alltaf sætkenndir. Lengri formáli skal svo ekki hafður, en þess eins getið, að fiiin 111111111111111111111111111111 iii ti iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii z c | Magnús Magnússon ritstjón stgir | r í grein þessari frá ferð austur í | : Skaftafellssýslu fyrir 26 árum. Má I 1 glöggt sjá mismuninn á samgöngum \ | þá og nú, og hve gagngerð breyting I jj hefur orðið á þessum tíma. Margir \ r þjóðkunnir menn koma við sögu \ \ Magnúsar, og gerir hann þeim skil I ; með góðlátlegri kímni, sem auð- jj | kenndi margar greinar hans, en | | „húmor" er eitt af því sem stjórn- \ í málamenn okkar og rithöfunda \ \ skortir einna mest. £ - iiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiui sagan er að mestu eins og hún var hripuð niður að leiðarlok- um, og því kann sumt að vera dálítið undarlegt í augum þeirra, sem enn eru ungir að árum. — Hefst nú frásögnin: Þegar grös fara að gróa á vor- in, langar þá, sem i Reykjavík búa, en fæddir voru og uppaldir í sveit, að komast burt úr götu- rykinu. Mynd af skínandi jöklum, dimmbláum fjöllum, lyngi og skógi vöxnum hlíðum og hálsum og tærum blikandi bergvatnsám og kyrrum vötnum bregður sí- fellt fyrir hugskotssjónir þeirra, og loks verður útþráin svo sterk, að þeim verður um megn að bæla hana niður. Það var þessi þrá til dala og fjalla sem ólgaði í mér þegar ég afréð það að kveldi þess 11. júni 1929 að fara með þeim Jóni Kjartanssyni ritstjóra Morgun- blaðsins og Árna frá Múla aust- ur í Vestur-Skaftafellssýslu að morgni. En þar ætluðu þeir að leiða saman hesta sina við Magn- ús Torfason sýslumann Ámes- inga og aðra framsóknarmenn. Atti ég að vera tilbúinn er bíll- inn kæmi að húsi mínu, Kaup- angi, um hádegi Þegar út að bílnum kemur sitja þeir Jón og Árni aftur í og fylla vel út I sætin, þótt þrem séu ætluð. Árni er 228 pund og hefur þó runnið nokkuð síðustu vikurnar. Bíllinn brunar af stað og brátt er Bjarnaborg að baki, þetta furðulega hús, sem hulinn vernd- arkraftur virtist hlífa frá því að fuðra upp á svistupndu. Eftir tæpa klukkustund var komið austur á Kambabrún, og þar var áð drykklanga stund. Blöstu við augum í norðaustri fjöllin í Árnessýslu, blá og vina- leg, en lengra í austri ægifríð Hekla, Seljalandsmúli og Eyja- fjallajökull, en úti við sjóndeild- arhringinn í suðri Vestmanna- eyjar tignarlegar og sæbrattar, eins og óslitinn, hnjúkóttur fjall- garður. — Minntist ég þá þess, sem Þórður læknir Sveinsson á Kleppi hafði einu sinni sagt mér, að framliðna menn langaði álíka mikið til jarðarinnar aftur, skömmu eftir dauða sinn, eins og sig hefði langað til lands, þeg- ar hann hafði dvalist í Eyjum nokkurn tíma. En eins og Eyj- arnar voru í þetta sinn í blik- andi morgundýrðinni, þætti mér með ólíkindum að nokkurn fýsti þaðan, svo fagrar og seiðandi voru þær. Haldið er niður Kamba og yf- ir Ölfusið. Augum rennt að Hjalla þar sem Skafti Þórodds- son bjó, einn af vitrustu og mestu stjórnmálamönnum, sem ísland hefur átt. Áð er við Tryggvaskála, því að Árni hafði orðið naumt fyrir og neytt lítils áður en hleypt var úr hlaði. Hafði hann símað í Skálann og beðið að hafa mat framreiddan um tvö leitið. Var brátt á borð borin nautaketssteik, skyr og

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.