Heima er bezt - 01.09.1955, Side 4

Heima er bezt - 01.09.1955, Side 4
260 Heima er bezt Nr. 9 rjómi. Tók Árni vasklega til mat- ar og sammála vorum við Jón um það, að litlu mundi honum hafa verið hentara en Sneglu- Halla forðum að sitja til borðs með Haraldi konungi Sigurðs- syni. Eftir klukkustundartöf var ekið af stað austur. — Skammt fyrir austan Ölfusá, hægra meg- in vegarins, sáum vér mannvirki mikið, sem vér áttum erfitt með að gera oss grein fyrir hvað væri. Var nú bílstjórinn spurður og sagði hann, að þetta væri grind í heyhlöðu einni, furðumikilli, sem Gunnar alþingismaður Sig- urðsson frá Selalæk væri að láta byggja. Mundi hún taka 3—4 þúsund hesta og kosta um 20 þúsund krónur. Væri það ætlun Gunnars að kaupa hey í hlöðu þessa og hafa hana fyrir forða- búr handa Reykvíkingum og sveitunum austan fjalls, ef hart yrði 1 ári. Undruðumst vér mjög fram- takssemi og stórhug Gunnars, en þó enn meir, að hann skyldi hafa fengið bankana til þess að lána fé til slíks þarfafyrirtækis. — Seinna var oss sagt, að Gunn- ar hefði misst trú á fyrirtækið vegna þess, hversu fúsir bank- arnir hefðu verið að lána féð. Áfram var haldið yfir Flóann og var allbjörgulegt yfir að líta. Stóð vatn víða uppi, en grænt grasið orðið allhátt, þó að snemma væri á tíma. En hér og þar um víðáttumikla flatneskj- una blöstu við bændabýlin, hvít með rauðum þökum, og túnin fagurgræn. Ekið var yfir Þj órsárbrú. Aust- an hennar er Þjórsártún, þar sem Ólafur læknir Ólafsson býr. Mjög er þar prýðilegt heim að líta. Eru þar húsabyggingar miklar, en ekki gnæfa þau við himinn eins og einhverjir skýja- kljúfar. En framan við þær er fagur trjá- og blómagarður með haglega hlöðnum grasstöllum. Væru sveitabýlin hlýlegri og meir aðlaðandi, en þau nú eru, ef jafnfagurt væri umhverfis þau eins og er í Þjórsártúni. Þegar yfir Þjórsá kemur taka við Holtin austur að Ytri-Rangá. Er þar landslag fremur ljótt, en fjallasýn er fögur og jarðir munu vera þar allgóðar. Austan Ytri-Rangár koma Rangárvellir austur að Eystri Rangá. Er þar víða mjög fagurt, fjallasýn mik- il, en sléttlendi, grasi vaxnar grundir og móar, þar sem sand- urinn hefur ekki unnið á, en ömurlegt er að sjá hina miklu landauðn, sem orðið hefur í þessari fögru sveit og sagnauð- ugu. Er sandauðnin í Rangár- vallasýslu jafnvel enn átakan- legri en auðnirnar í Skaftafells- sýslu, vegna þess að eyðingin er þar sífellt að verki eins og seig- drepandi tæring, en í Skafta- fellssýslu fer hún yfir eins og kólera með vissu millibili. ■— „En sú kemur tíð, að sárin foldar gróa.“ Á Rangárvöllum eru jarðir margar góðar, enda eru þar stórbændur, en ekki er þar nú jafn viðburðaríkt og þá er Njála gerðist. Hefur verið bjart yfir Rangárvöllum í tíð Oddaverja, einkum þó Jóns Loftssonar, sem sennilega hefur verið mestur höfðingi á fslandi að fornu og nýju, sakir vitsmuna, skapgerð- ar og mannkosta, enda átti hann til góðra að telja, sonar- sonur Sæmundar fróða, en móðirin norsk konungsdóttir. Er og líka þess að minnast, að hjá Jóni Loftssyni ólst Snorri Sturluson upp, sá maðurinn, sem frægastur hefur orðið allra fslendinga, og er líklega sá eini, sem heimsfrægð hefur hlotið. Mun mjög í vafa mega draga, hvort Snorri hefði orðið sá rit- snillingur, sem hann var, ef hann hefði alizt upp hjá ójafn- aðarmanninum föður sínum — Hvamm-Sturlu. Oddi er alllangt neðan við veginn, svo að ekki höfðum vér tíma til þess að koma heim á þetta fornfræga höfðingjasetur. Nokkru austar, norðan vegar- ins, er Stórólfshvoll, þar sem þeir feðgar, Stórólfur og Ormur bjuggu. Ormur hafði það meðal annars sér til ágætis að vera sá fyrsti, er sléttaði tún á íslandi, þótt með all nýstárlegu móti væri. Nú býr Helgi læknir Jón- asson á Stórólfshvoli, vel met- inn læknir og vinsæll. Sýnist það liggja í landi á Stórólfshvoli, að þar búi sterkir menn, því að Helgi er maður afrenndur. Voru þeir sterkastir menn í skóla á sinni tíð, Bjöm Sigurbjarnarson, sem nú starfar við útibúið á Selfossi, Helgi Ing- varsson læknir á Vífilsstöðum og Helgi Jónasson. Var þó hald manna, að Helgi Jónasson væri þeirra sterkastur. Var hann In- spector plateorum og hafði staf mikinn og gildan í hendi. Þótti ekki árennilegt að eiga náttstað undir vopni því, en Helgi fór vel með vald sitt og afl. Var nú haldið inn Fljótshlíð- ina. Er það mjög fögur sveit vafin grasi og mjög þéttbýl. Verður hún því fegurri sem innar dregur. Má vera, að það sé rétt hjá skýrendum Njálu, að Gunnar hafi ekki horfið aft- ur sökum þess hve fögur honum þótti Hlíðin, heldur hafi hann ekki viljað vægja fyrir féndum sínum né yfirgefa konuha fögru en kaldlyndu. En enginn þarf þó að ætla, að Gunnari hafi verið sársaukalaust að yf- irgefa þessa fögru sveit, sem án efa hefur verið miklu fegurri þá en nú, öll skógi skrýdd. Er komið var á veginn móts við Teig, var staðnæmst. Hafði foringi fararinnar, Jón Kjart- ansson, svo ráð fyrir gert, að þar væri til taks Óskar Sæ- mundsson frá Garðsauka með hesta til þess að flytja oss yfir Þverá og Markarfljót, austur að Seljalandi, og svo þaðan í bíl til Víkur. Höfðum vér haft fregnir af að einhvers staðar á þessum slóðum biði oss Magnús sýslumaður Torfason og mundi hann ætla að verða samferða austur. Gekk Jón heim að bæn- um, en vér Árni stöldruðum við. Að vörmu spori sáum vér hvar Jón kom og í för með honum mikill maður vexti, nær sem tröll væri, albrynjaður gulum vaxfötum. Fannst mér mjög til um stærð og vænleika þessa manns, en Árni glotti og lét sér heldur fátt um finnast. Er þeir komu nær, kenndum vér, að sá hinn mikli maður var forseti sameinaðs þings, Magn- ús Torfason. Gengum vér nú til móts við þá og ypptum húfum vorum, en forsetinn tók hjartan- lega I hönd vora og minntist við oss eins og vér værum hans

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.