Heima er bezt - 01.09.1955, Qupperneq 5
Nr. 9
Heima er bezt
261
V-Skaftafellssýsla fyrir Skaftáreld
beztu flokksmenn. Var hann
ljúfur og lítillátur og mátti í
engu marka á framkomu hans,
að hann væri sér þess meðvit-
andi að vera mestur mannvirð-
ingamaður á landi hér. Er slík
háttvísi einkenni tiginnar skap-
gerðar og stórmennum einum
tiltæk.
Kom nú Óskar með hestana og
voru þeir stærstu valdir undir
þá Árna og Magnús og sýndust
þeir þó merhryssi ein lítil, er
þeir voru stignir á bak, og virt-
ist svo á svip gæðinganna, sem
þá furðaði stórlega á, hver sá
undraþungi væri, sem á baki
þeirra hvíldi.
Var nú haldið af stað. Á milli
Teigs og Seljalands er alllöng
leið, aurar einir og sandar, sem
Þverá og Markarfljót hafa
myndað. Er eyðingin geysimikil,
sem þessi fljót hafa valdið, og
hún heldur sífellt áfram. —
Kom mér í hug, er ég leit yfir
þessa óravíðu sanda, að þótt
miklu varðaði að klæða landið
skógi, þá skipti það þó jafnvel
enn meira máli ef hægt yrði að
klæða fögrum gróðri alla sanda
og mela fósturjarðar vorrar.
Lítið vatn var í Markarfljóti
og gekk allt slysalaust yfir það.
Er að Seljalandi kom veitti
sýslumaður kaffi af mikilli
rausn, en siðan var stigið upp í
bíl Óskars, fornfálegan Ford-
skrjóð, sem reyndist þó betur en
ætla mátti. Ekið var austur með
Eyjafjöllunum. Var nokkuð farið
að skyggja og skúrir öðruhvoru,
en á heimleiðinni fengum við
fegursta veður og nutum þá
náttúrufegurðarinnar til fulls.
Eru Eyjafjöllin einhver unaðs-
legasta sveit á fslandi, þó
margar séu fagrar, en ekki er
fegurðin samt jafn stórfengleg,
sem sumsstaðar í Skaftafells-
sýslum. Bæjaröðin er þar víðast
hvar tvísett. Er önnur röðin
niður á sléttlendinu en hin með-
fram fjöllunum. Standa efri bæ-
irnir fast við fjallaræturnar og
víða í unaðsfögrum hvömmum
með bergrönum beggja vegna,
en fjöllin vaxin grænum töðu-
gresisgróðri upp fyrir miðjar
hlíðar, en þar fyrir ofan rísa þau
snarbrött, allavega lit og í ótal
myndum og heillandi fögur. Eru
Framh. á bls. 262.
Fá héruð á íslandi hafa orðið
fyrir jafn miklum breytingum
og Vestur-Skaftafellssýsla. Allir
þekkja Kötlu, sem oft hefur
gosið og valdið stórkostlegum
jökulhlaupum, sem fyrr á tím-
um lögðu blómlegar sveitir í
eyði. Sama máli gegnir um Ör-
æfajökul, þótt hann hafi ekki
gosið eins oft. En stórkostleg-
ustu náttúruumbrotin urðu árið
1783, þegar Lakagígir spúðu
eldi og eimyrju yfir sveitina.
Margir bæir urðu undir hraun-
flóðinu á vestari hluta Síðunn-
ar og nokkrir í Skaftártungu.
Flestir þessara bæja byggðust
aftur upp í hálendisröndinni,
en áður stóðu þeir á láglendinu
undir lágum brúnum. Þar liggur
nú Skaftáreldahraun fast að
hlíðarbrekkunum, þar sem
Skaftá hefur grafið sér þröngan
fa,rveg milli hrauns og hlíða.
Hraunið eyðilagði víðlend
slægjulönd og fallega skógar-
bletti, eins og Brandaland hjá
bænum Skál. Nokkuð er óljóst
um, hvernig landslag á þessum
slóðum hefur verið fyrir Skaft-
áreld, þó að hægt sé að gera
sér grein fyrir því í höfuðatrið-
um. Sœmundur Magnússon
Holm, sem var fæddur og upp-
alinn í Meðallandinu, en sú sveit
varð mjög fyrir barðinu á
hraunflóðinu, hefur lýst því að
nokkru í riti sínu um Skaftár-
eldinn: „Om jordbranden paa
Island í aaret 1783“, sem gefið
var út í Kaupmannahöfn og
seinna kom út á þýzku. Eftir
lýsingum Sæmundar og fleiri
heimildum, gerði Þorvaldur
Thoroddsen uppdrátt af Meðal-
landinu og vestari hluta Síð-
unnar, þeim sveitum, sem harð-
ast urðu úti. Eins og sjá má af
uppdrættinum, er rennsli ánna
nú mjög breytt frá því sem var
og lega bæjanna önnur. Nokkr-
ir, eins og Nes í Skaftártungu,
Hólmar í Meðallandi og kirkju-
staðurinn Hólmasel hafa ekki
byggzt aftur. — Uppdráttur sá,
er hér birtist, kom upphaflega í
danska landfræðitímaritinu og
aftur í hinni miklu eldfjalla-
sögu Þ. Th., sem birtist á þýzku
nokkrum árum eftir dauða hans.
Telur HEIMA er BEZT rétt að
birta uppdrátt þennan, þar sem
hann mun vera í fárra manna
höndum.