Heima er bezt - 01.09.1955, Side 7
Nr. 9
Heima er bezt
263
byggði bæ í Loðmundarhvammi
og kallaði Sólheima. Þá er Loð-
mundur var gamall bjó Þrasi í
Skógum; hann var og fjölkunn-
ugur. Það var einn dag, að
Þrasi sá um morgun vatnahlaup
mikið, hann veitti vatninu með
fjölkynngi austur fyrir Sól-
heima, en þræll Loðmundar sá
og kvað sjó falla norðan um
landið að þeim. Loðmundur var
þá blindur; hann bað þrælinn
að færa sér í dælikeri það, er
hann kallaði sjó, og er hann kom
aftur sagði Loðmundur: „Ekki
þykki mér þetta sjór. Síðan bað
hann þrælinn fylgja sér til
vatnsins „og sting stafbroddi
mínum í vatnið“. Hringur var á
stafnum, og hélt Loðmundur
tveim höndum á stafnum en
beit í hringinn, þá tóku vötnin
aftur að falla vestur fyrir Skóga.
Síðan veitti hvor þeirra vatninu
frá sér. Þar til er þeir fundust
við gljúfur nokkurt. Þá sættust
þeir á það, að áin skyldi þar
falla, sem skemmst væri til sjáv-
ar. Sú er nú kölluð Jökulsá og
skilur landsfjórðunga. í þeim
vatnagangi varð Sólheima-
sandur“.
Vér staðnæmdumst andartak
við brúna, og bar þá að mann á
rauðum hesti, sem fór mikinn.
Var maður þessi á móts við bíl-
inn, er hann rann fram hjá
Eystri-Skógum, sem er alllangt
vestur, en hafði nú dregið hann
uppi á þeim rauða, enda þött
ekið væri með 25—30 km. hraða
á klukkustund. Er maður þessi
steig af baki, þekktu þeir Jón
og Óskar, að þar var kominn
Þorlákur bóndi Björnsson í
Eyjarhólum, en sá bær stendur
hjá Eynni há, eða öðru nafni
Pétursey, sem er skammt austan
við Sólheimasand. Fannst oss
mikið til um reiðskjótann og
maðurinn all snöfurmannlegur,
þótt ekki væri hann mikill vexti.
Var hesturinn sveittur nokkuð,
en blés ekki nös. Sýslumaður
renndi girndaraugum til fáksins
og spurði hvort falur myndi, en
Þorlákur gerði þess engan kost,
jafnvel þótt jarðarverð væri
boðið. Þótti sýslumanni fast fyr-
ir, og sá, að eigi tjáði um að
leita. Sagði Þorlákur oss svo frá
gæðingi þessum, að hann væri
nú 8 vetra, hefði verið seldur
til Reykjavíkur 6 vetra, en orðið
þar fyrir árekstri af bíl og
hvekktist svo við það, að Þor-
lákur tók aftur við honum. Taldi
bóndi, að hestur þessi mundi
einna beztur austur þar og jafn-
vel þótt víðar væri leitað.
Var nú stigið aftur upp í bíl-
inn en Þorlákur sté á bak fær-
leik sínum. Hugðist nú Garðs-
auka-Óskar að láta ekki Ford
sinn verða undir í samkeppn-
inni, og setti á ferð allmikla, en
Þorlákur fló út í loftið, eins og
ör af harðspenntum boga, og
mátti hinn ameríski reiðskjóti
ekkert við hestinum, sem skap-
arinn, foreldrið og Þorlákur
höfðu skapað og gert að snill-
ingi.
Komst sá rauði brátt úr ör-
skotshelgi, þótt bíllinn rynni
hart og óx fjarlægðin æ unz
komið var austur undir Eyjar-
hóla. Þá steig Þorlákur af baki
og beið bílsins. Námum vér eigi
staðar en sáum að sá rauði var
ómóður og um það bar oss sam-
an, að hann hefði runnið 15—17
km. á hálfri klukkustund. Hefur
vart í manna minnum meira rið-
ið nokkur íslendingur.
Var nú haldíð samkeppnis-
laust áfram austur að Hafursá.
Hún var ófær fyrir bíla, en Ósk-
ar hafði gert ráðstafanir til þess
að taíll kæmi til móts við oss frá
Vík. Maður kom ríðandi yfir ána
austan frá, og var nú sá einn
kostur, að selflytjast á hestin-
um yfir foraðið. Varð það nú
fangaráð vort að binda margra
faðma langan kaðal við beizlið,
svo að vér gætum dregið hestinn
aftur yfir til vor. Þá samdist
einnig svo um, að Árni skyldi
fara fyrstur yfir, þá sýslumaður
og svo hver af öðrum. Reið nú
Árni yfir og bar sig karlmann-
lega þótt straumurinn skylli
hátt á síðu. Var síðan hesturinn
dreginn yfir og sýslumaður
stiklaði í söðulinn. Mátti þá sjá
á svip þess brúna, að honum
þótti mikið á sig lagt.
Gekk þessi selflutningur slysa-
laust, unz klárinn var dreginn
yfir til hins síðasta. Hrasaði
hann þá fram af ójöfnu í ánni
nær því á sund, og sprengdi
gjörðina, en hnakkurinn losn-
aði. Hvekktist þá hesturinn,
hrakti hann niður ána og flækti
sig í kaðlinum og hnakkgjörð-
inni. Brá Óskar sér þá út í og
tók áin honum í mitti. Tókst
honum með snarræði miklu að
losa hestinn. Fannst oss, er á
horfðum, mikið til um vaskleik
hans.
Var nú haldið af stað í hinum
nýja bíl, sem var ferlíki hið
mesta, og valt svo, að jafnvel
sýslumaður og Árni héldust ekki
kyrrir í sætum sínum, en við
Jón ultum um eins og boltar.
Gekk samt allt slysalaust unz
komið var upp í sneiðingana á
svonefndri Gatnabrún, en þar er
bratti mikill og svimhátt niður
að líta. Allt í einu stöðvaðist
bíllinn, og var þá ekki annað
sýnna en hann mundi hrökklast
aftur eða velta á hlið niður
brekkuna.
Varð oss Árna litið niður og
virtist svo báðum, sem vér
mundum lítið sjá af Skaftafells-
sýslu, ef vér færum þenna útúr-
dúr. Varð það því fangaráð vort
að stíga út hið skjótasta, og
komu þeir Jón og sýslumaður
svo á eftir. Gekk sýslumaður
síðastur út og sá enginn á hon-
um ótta, og að engu fór hann
óðslega. En því trúði Árni oss
Jóni fyrir síðar, að það hefði
verið sér efst í huga, er hann
hafði skynjað lífsháskann, að
reyna að stilla svo til, að hann
yrði ofan á sýslumanni, er þeir
rynnu niður, ef vera mætti, að
hinn mikli búkur Magnúsar
gæti hlíft sér frá lemstrun og
jafnvel bráðum bana.
Svo fór að bíllinn sá að sér, er
ekillinn hafði gefið honum væn-
an slurk að drekka. Var komið
til Víkur kl. 1, en hálf tólf hafði
verið lagt af stað úr Reykjavík.
Höfðum vér þurft víða um að
litast og því ekki farið að neinu
óðslega.
Skildust nú leiðir. Æðsti mað-
ur Framsóknar náttaði sig hjá
Þórði Pálmasyni kaupfélags-
stjóra, Árni fór til Guðna læknis
Hjörleifssonar, en Jón og ég til
þeirra Halldórssona, Jóns og Ól-
afs í Suðurvík, en þeir eru upp-
eldisbræður Jóns, og fengum vér
þar hinar alúðlegustu móttökur.
Veður var hið fegursta er
risið var úr rekkju að morgni,
sólskin og logn, og þá er vina-