Heima er bezt - 01.09.1955, Page 10

Heima er bezt - 01.09.1955, Page 10
266 Heima er bezt Nr. 9 km. frá norðri til suðurs og álíka breiður þar sem hann er breið- astur, en 7—8 km. þar sem hann er mjóstur, en flatarmál hans allt um 612 ferkm. Nær hann alla leið til sævar að vestan, en að austan skilur Álftaver á milli hans og sjávar — ennþá. Svo má segja, að sandurinn sé með öllu gróðurlaus vestan til, en á honum austanverðum er nokkur gróður. Rísa tvö mó- bergsfjöll upp úr þessu sand- hafi. Hjörleifshöfði vestan til, og er þar einn bær, samnefnd- ur, og Hafursey eða Fjallið eina, sem mun vera nær því miðja vegu á sandinum. Sæluhús er þar, þokkalega um gengið, og má það merkilegt heita, þvf að þrátt fyrir hina margrómuðu menningu vora, má enginn hlut- ur eða kofi, sem daglegt eftirlit er ekki haft með, vera í friði. Svo mikil er skemmdarfýsnin og siðleysið. Þar sem vegurinn liggur yfir sandinn, mun hann vera 30—40 km. breiður. Liggur síminn skammt frá veginum. Sandurinn er sléttur og sæmilegur yfir- ferðar, en þegar hvasst er, getur hann orðið illfær vegna sand- roksins. Hér er hvorki stund né staður til þess að skrifa ýtarlega um hið stórfenglega Kötlugos 1918, en örlítið skal þó minnzt á þau undur, sem þá gerðust á þessum slóðum. Stuðst er við sögu sjón- arvotta og hina greinargóðu skýrslu Gísla sýslumanns Sveins- sonar um þessar trylltu hamfar- ir náttúrunnar. Hinn 12. okt. 1918, rúmlega einni stundu eftir hádegi, fundu Víkurbúar snarpa jarðskjálfta- kippi. Og ekki leið á löngu áð- ur en gufumekkir stórkostlegir sáust yfir Mýrdalsjökli, dynkir ferlegir heyrðust til fjalla og niður Mýrdalssand vestanverð- an valt fram jökul-flóðalda dökkmórauð á lit, sem bar við himin og steyptist til sævar beggja vegna Hjörleifshöfða. Var sem stríðan sjávarnið að heyra.“ (G. Sv.) ' Sendi sýslumaður þá menn á fjöll upp til þess að forvitnast um undur þessi. Fluttu þeir þau tíðindi, „að mökk furðulegan legði upp úr jöklinum.11 Lagði hann austur yfir Álftaversafrétt og yfir Skaftártungu, en mest- allur Mýrdalssandur væri sem hafsjór að sjá með fljótandi jök- ulhrönnum, sem hæstu hús væru.“ Eins og þá stóð var Álftaver 1 mestri hættu af jökulhlaupum, en Skaftártunga af öskufalli, en allt kvikt á sandinum var dauðadæmt. Víkurþorpi var einnig bráður háski búinn. Var þar skruggugangur og eldingar svo feiknlegar, að ekki var þor- andi að kveikja á rafljósum, og öllu símasambandi var slitið. Dag þennan var bjart veður að morgni, en gráleit þoka huldi þó Mýrdalsjökul og náði allt fram til Hafurseyjar. Réttar- dagur var, og safnmenn, 16 að tölu, voru dreifðir um allan Mýrdalssand austanverðan, hið efra. Um miðmunda heyrðu „leitarmenn nið mikinn í vestri og vissu eigi gerla í fyrstu, af hverju stafa myndi, en áttuðu sig þó fljótt. Móðan yfir Mýrdalsjökli dökknaði; „kolsvart þykkni steyptist til landsuðurs yfir loft- ið og fyrsta jökulflóðaldan geystist yfir sandinn. Er smal- arnir litu ógn þessa, yfirgáfu þeir fjárhópana, „setti hver á harðasprett og æptu hver til annars, að Katla væri að koma.“ Réttamenn riðu nú allt hvað af tók til bæja, en hlaupið var á hælum þeirra. — Stefndi það á bæinn Holt, braut á auga- bragði túngarðinn, en fólkið flúði. Gerðist þetta allt á fjórð- ungi stundar og jafnhliða þess- um feiknum skall yfir ísköld krapasletta með blautri sand- drífu, en látlaus reiðarslög fylgdu með ægilegum gaura- gangi. Um klukkan 8 að kvöldi var jörð öll orðin svört af sandi í Álftaveri, en nóttina alla gengu eldingar og þrumur, svo að allt lék á reiðiskjálfi. í Meðallandi kváðu við þrum- ur miklar um miðmundaleytið, aska féll og Kúðafljót óx stór- kostlega. Fólkið á Söndum flúði og komst nauðulega undan, en flóðið skall yfir alla sandhólma og eyddi öllu, er fyrir varð, kviku og líflausu, en bæinn sak- aði ekki. Ferlegt hlaup kom í Hólmsá í Skaftártungu og tók brúna áf henni, og er þó geysihátt frá ánni upp á brúna. Maður að nafni Jóhannes Pálsson var staddur vestan árinnar, er hann sá hlaupið fara að sér. Komst hann með naumindum yfir brúna, sem hlaupið braut að baki honum, en hundurinn, sem með honum var, fórst á brúnni. Steyptist jökulflóðið yfir jarð- irnar Hrísnes og Flögu, sem eru vestustu bæir í Skaftártungu, og olli stórkostlegum skemmd- um, en fólkið í Hrísnesi flýði bæinn. Á Síðu drundu þrumur og eld- ingar leiftruðu alla þessa nótt, og fylgdi þessum ósköpum myrk- ur mikið, en öskufall hófst að morgni. Ógnir þessar héldu svo að segja látlaust áfram frá 12. okt. til 4. nóv. Hlaupið sjálft stóð að vísu stutt, þrumur og eldingar gengu yfir allan þenna tíma og öskufallið var svo mikið, að oft sást ekki handa skil um há- bjartan daginn. Tjónið af þessu gosi varð ægi- legt, bæði beint og óbeint. Jarð- ir stórskemmdust í mestum hluta sýslunnar og sumar eyði- lögðust í bili með öllu, eða því sem næst. Fénaður fékk í sig ýmiskonar óáran og hrundi nið- ur. Talið er, að 40 hross hafi farizt í hlaupinu og mörg hundr- uð sauðfjár. Til marks um fim þau, er hlaupið bar fram af sandi, aur og grjóti, má geta þess, að Mýr- dalssandur lengdist fram um 1000 faðma og sandur er þar nú, sem fertugt dýpi var áður. En strandlengjan, sem flóðið flæddi yfir, er 1000 faðmar á lengd. En Skaftafellssýsla liggur móti suðri og sól og jarðvegurinn er frjór og heitur, og því hafa sárin gróið undrafljótt. Sumar jarð- irnar, sem lögðust algerlega í eyði, eru nú orðnar byggilegar aftur. — En óvætturin í norðr- inu er enn við lýði og enginn veit, hvenær biksvartur mökk- urinn hylur aftur allan Mýrdals- sand, og þungur niður eins og brimsúgur fer yfir sýsluna, þrumur og eldingar leika um

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.