Heima er bezt - 01.09.1955, Side 12
268
Heima er bezt
Nr. 9
Guðmundur Árnason:
FRÁ B
IRNI I LONI
Endurminningar
Hinn 8. des. sl. andaðist Björn
Guðmundsson í Lóni í Keldu-
hverfi. Var hann frændi minn og
uppeldisbróðir.
Mig setti hljóðan. Minningarn-
ar margar og sterkar, ljúfar og
sárar, undarlegt sambland af
sorg og gleði, tóku hug minn
fanginn.
í hans félagsskap — með
honum — átti ég í æsku, og á
unglingsárunum, nær því allar
mínar skemmtilegustu og beztu
stundir, frá því ég fyrst man
eftir mér. En einnig margar erf-
iðar stundir. Litlir sveinstaular
vöppuðum við saman ofan að
Lónunum, yndislegasta leikvang-
inum — Paradís bernskuáranna
— þar sem alltaf var að finna ný
undur, ný verkefni, nýja
skemmtun og gleði. Saman háð-
um við orustuna við „Essið“ og
unnum jafnsnemma sigur á því.
Verðlaunin fyrir sigurinn með-
tókum við á þann hátt, að við
vorum bundnir í sama söðulinn,
og vinnukona var látin teyma
hestinn undir okkur yfir Tungu-
heiði til Húsavíkur í okkar fyrstu
kaupstaðarferð.
Saman vorum við, er við tók-
umst á hendur fyrsta sjálfstæða
nytjastarfið: að vaka yfir vell-
inum og verja hann ágangi bú-
fjár. Saman röltum við á eftir
Lónsánum á kvöldin, er okkur
10—11 ára gömlum hafði verið
falið það ábyrgðarmikla og erf-
iða starf að sitja yfir þeim á
nóttum, langt frammi í heiði.
Sameiginlegur kvíði gagntók
okkur, þessi lítt þroskuðu börn,
þegar þokan, ískyggileg og ógn-
andi, tók að leggja landið undir
sig og huldi allt sínum gráa feldi,
svo að við óttuðumst, að við
myndum tapa af ánum úr hjá-
setunni. Saman kúrðum við í
hnipri, blautir og skjálfandi,
hvar sem eitthvert skjól var að
fá, á milli þess sem við gengum
í kringum ærnar, þegar norðan-
Björn Guðmundsson.
áttin með súld eða regni sat að
völdum. En við nutum líka í heið-
arkyrrðinni, með sameiginlegri
hrifningu og gleði, dásamlegrar
fegurðar hinna björtu, lygnu og
hlýju sumarnátta, þegar eldrauð
sólin, laus við hafsbrún, þokað-
ist austur yfir Öxarfj arðarfló-
ann, spegilsléttan, og gæddi
himin, hauður og haf ósegjan-
legu litskrúði.
Saman vorum við að jafnaði
að margs konar veiðum á sjó og
landi og nutum sameiginlegrar
veiðigleði. Og við vorum líka
saman í erfiðum og hættulegum
flutningaferðum á sjó á drekk-
hlöðnum litlum árabátum, og í
illviðrum og byljum við fjárleit-
ir eða gæzlu sauðfjár.
Báðir áttum við þess kost að
fá meiri fræðslu og fara í presta-
skólann. En hugur okkar stóð
ekki til þess að takast það starf
á hendur, heldur miklu fremur
til veiðiskapar og sjómennsku.
Saman lögðum við því af stað í
hríðarveðri um hávetur með
fatapinkla á baki yfir Tungu-
heiði, áleiðis til ísafjarðar, þar
sem við höfðum ráðið okkur á
litla fiskiskútu til að fullnægja
skilyrðum fyrir inntöku í stýri-
mannaskólann. í sex vikur vor-
um við á leiðinni þangað. Fyrsta
áfangann gangandi. Þar næst á
gufuskipi. Síðan á litlu fiskiskipi
frá Akureyri til Aðalvíkur í ís
og ótíð. Þá gangandi. Svo á hval-
veiðabát. Og loks á árabát síð-
asta spölinn. Af ýmsum ástæðum
hurfum við báðir frá því að gera
sjómennskuna að aðallífsstarfi
okkar og héldum heim um haust-
ið. Átján daga tók það að kom-
ast á leiðarenda, og vorum við
þó á stóru gufuskipi til Húsavík-
ur.
Ýmislegt sem við eignuðumst
smátt og smátt, var sameign,
sumt frá barnæsku og þar til
leiðir skildu, er ég á þrítugsaldri
hvarf úr föðurhúsum. Saman
vorum við fermdir, og samtímis
sátum við á brúðhjónabekknum.
Og yfir öllum minningunum um
samvistir okkar Björns í Lóni og
samskipti síðar er bjart og fag-
urt. Þar fellur enginn skuggi á
frá hans hlið. Því miður get ég
ekki sagt hið sama að því er mig
snertir. Meðan vit og sjálfstjórn
hafði ekki náð að þroskast nægi-
lega hjá mér, hætti mér við að
vilj a neyta hins óhappasæla rétt-
ar hins sterkari, ef á milli bar,
svo að sitt sýndist hvorum. En
mjög sjaldan mun þó hafa skor-
ist svo í odda okkar á milli, að
til alvarlegra árekstra kæmi.
Mun það hafa verið vegna hinn-
ar miklu geðprýði og lipurðar
frænda míns, sem hann varð-