Heima er bezt - 01.09.1955, Blaðsíða 17
Nr. 9
273
lands aftur. Hann dó í Ameríku
háaldraður. En eftir þetta átti
Ófeigur aldrei í neinu stímabrakji
við sveitarstjórnina, enda hætti
hann búskap nokkrum árum síð-
ar.
Jón bjó myndarbúi á Bíldsfelli
þó að það væri með nokkrum
öðrum hætti en hjá Ögmundi
föður hans. Jón lagði litla stund
á jarðabætur, en hélt vel við
því, sem búið var að gera, en
bætti litlu víð. En aftur lagði
hann meira í húsabætur, heldur
en áður hafði verið gert. Hann
byggði upp allan bæinn og
breytti húsaskipun. Áður var þar
gamaldags bær. — Hornbygging.
— En Jón byggði húsaröð, lét
stafna húsanna snúa fram á
hlaðið. Hann byggði loftbaðstofu
með stofu undir loftinu í fram-
enda, stóra skemmu og smiðju-
hús. Þilin voru þrjú, sem sneru
fram á hlaðið, og bæjardyra-
þilið hið fjórða. Á Bíldsfelli þótti
vel húsaður bær hjá Jóni. En
bærinn í Tungu hjá Ólafi þótti
taka honum fram að snyrtibrag
öllum. Jón byggði einnig öll úti-
hús rúmbetri en þau voru áður.
Sauðahús byggði hann að stofni
yfir 100 sauði hjá fjárborginni,
sem faðir hans lét byggja. Fjár-
borgina notaði hann fyrir fjár-
rétt, einkum á vorin, þegar sauð-
irnir voru rúnir, og fyrir lamb-
ærnar meðan stíað var. Þeim
hjónum búnaðist vel, svo aið
eftir 14 ára búskap var Jón bú-
inn að kaupa mestalla jörðina
af systkinum sínum, og skuld-
aði hvergi. Það var vorhugur,
sem kallað er, í sumum bændum
á síðari hluta 19. aldar, þó að
hann væri ekki eins almennur
og nú um miðia 20 öld. Einkum
kom það fram í jarðabótum og
bættum húsabyggingum. Nokkr-
ir bændur í nágrenni við Bilds-
fell höfðu t.d. byggt geymsluhús
úr timbri, bæði í Grímsnesi og
Grafningi. Árið 1880 ræðst Jón
í að bvggia gevmsluhús úr steini,
því að hann hugði það mundi
endast betur en timburhús.
Grjót er nóg ít fiallinu fyrir ofan
bæinn, og tiltölulega hægt að
koma því heim að bænum.
Dregur hann svo heim grjót um
veturinn. Um vorið fær hann
sér steinsmið til þess að höggva
til grjótið og stjórna verkinu.
Heima er bezt
Sjálfur ætlaði hann að hlaða og
vinna að byggingunni með sín-
um mönnum. Hús þetta setti
hann í bæjarröðina, þar sem
gamla skemman stóð. Brátt kom
það í ljós, að bygging þessi var
erfiðari í framkvæmd en Jón
hafði haldið að hún yrði. Sér-
staklega urðu aðdrættir á sandi
og kalki meiri og erfiðari en
hann hafði gert sér grein fyrir.
Sandurinn var ekki langt í
burtu, en nógu langt til þess að
mikill tími fór í að reiða hann
á klökkum, ógreiðfæran veg. —
Þá þekktust ekki hestvagnar.
Allt varð að reiða á klökkum. —
Sandurinn var reiddur í skrín-
um. Kalkið og timbrið í þakið
sótti hann til Hafnarfjarðar.
Sement var þá ekki farið að
nota til húsabyggingar. Kalkið
var flutt óleskjað og mátti því
ekki blotna í flutningum. Flutn-
ingarnir urðu því svo miklir, að
hestamir gáfust upp, þar sem
þeir fengu aldrei einu sinni eins
dags hvíld. Þá varð hann að fá
hesta að láni. En það gekk ekki
vel að fá þá. Flestir höfðu nóg
við sína hesta að gera um vor-
tímann, því að þá standa yfir
aðdrættir til búanna. En margir
nágrannar hans fluttu fyrir
hann 1 hestburð af kalki. Bygg-
ing þessi stóð yfir allt sumarið,
en komst þó upp fyrir vetur.
Þegar Jón sá fram á hvað sér
mundi veitast erfitt að koma
húsinu upp, tók hann það ráð
að vanda það minna en hann
hafði ætlað sér í byrjun. Það
kom líka fram í endingunni.
Það stóð í 14 ár. Þá var það
komið að hruni, og var þá rifið.
En svo komu afleiðingarnar
fram á efnalegri afkomu Jóns.
Byggingin hafði í för með sér
tafir frá heyskapnum. Heyin
urðu með minnsta móti um
haustið. Heyfyrningar átti hann
þó nokkrar frá fyrra ári, svo
allt komst af næsta vetur. En
heyin gengu öll upp og urðu
tæplega nóg. Næsta sumar var
grasleysisár, og þá varð hann
heylaus, en varð þó ekki fyrir
miklum halla á fénaði. Eftir
þetta kom hann ekki fyrir sig
heyjum, gaf alltaf upp, og varð
stundum að fá hey hjá nágrönn-
um sínum á vorin. Eftir 1880
versnaði árferði bæði til lands
og sjávar, og afkoma fólks varð
erfiðari bæði við sjó og í sveit-
um. Tíðarfar versnaði, fiskafli
minnkaði og fiskur féll í verði.
Þetta með fleiru kom við fjár-
hag Jóns, ekki síður en annarra
og þó fremur en fjöldans. Jón
var athafnamaður og fjölhæfur.
Auk þess sem hann var duglegur
bóndi, var hann ágætur sjómað-
ur. Hann var t. d. lengi formað-
ur á Hliði á Álftanesi, á áttær-
ingi fyrir Kristján Jónsson,
Mattíassonar, sem þá var einn
af stærstu útvegsbændum þar.
Jón var duglegur formaður og
fiskaði vel og gat því valið úr
mönnum fyrir háseta. Voru
sveitungar hans hásetar hjá
honum, venjulega fjórir ár hvert.
Fleiri vildi hann helzt ekki hafa
úr sinni fámennu sveit, ef slys
bæri að höndum. Jón hafði því
talsverðan stuðning af sjónum
framan af búskaparárum sín-
um, enda sá það á afkomu hans
fjárhagslega á fyrstu 13 árum
búskapar hans, þvi að þá byggir
hann upp flest hús á Bíldsfelli
og kaupir af systkinum sínum
fjórum þeirra parta í Bildsfelli,
sjötta hluta erfði hann, en einn
erfingi vildi ekki selja sinn part.
Eins og fyr getur, þrengdist fjár-
hagur Jóns á síðari búskaparár-
um hans, en eignunum hélt
hann — fasteigninni og fénað-
inum — þar til hann seldi allt
og flutti til Ameríku 1887.
Jón hélt sömu háttum í bú-
skapnum og Ögmundur faðir
hans hafði haft, hvað áhöfn
snerti á jörðinni. Hann setti á
vetur um 100 sauði og álíka
margar ær, og um 80 lömb.
Þetta var talin full áhöfn á jörð-
ina. Kýrnar voru vanalega 6.
Heimilisfólkið var sjaldan færra
en 12, en á sumrin oft 1—2
fleira. Gestakoma var mikil á
Bíldsfelli í tíð Jóns Ögmunds-
sonar. Það var eins og allir ættu
erindi að Bíldsfelli, sem á ferð
voru um sveitina, og bar margt
til þess. Jón var hreppstjóri og
oddviti hreppsins, og höfðu
margir erindi til hans þess
vegna. Þar var orðlagt myndar-
heimili. Leituðu því langferða-
menn þangað til gistingar og
annarrar fyrirgreiðslu, bæði
innlendir og útlendir. Þar var
tekið vel á móti öllum sem að