Heima er bezt - 01.09.1955, Side 24

Heima er bezt - 01.09.1955, Side 24
280 Heima er bezt Nr. 9 Stýrimaður gerði eins og fyrir hann var lagt, og vélstjórinn svaraði. „Það er víst allt í lagi með hann,“ sagði stýrimaður. Skipherranum létti. Hann vék sér skörulega að þeim rússneska og skipaði honum að hypja sig niður í salinn. Rússinn varð of- urlítið skoteygur, gaut augunum til skipshafnarskránna, en flýtti sér síðan niður til félaga sinna. Skipherra og stýrimaður bjuggust nú við frekari aðgerð- um af hendi Rússanna, en eftir þetta voru þeir hinir rólegustu, og veiðiskipin rússnesku héldu sig nærri varðskipinu. Klukkan tólf á miðnætti renndi flotinn inn á höfnina á Seyðisfirði. Það var blíðalogn og mjög heitt í veðri, hitinn hvorki meira né minna en tuttugu stig á Celsíus. Sjórinn var gljár og sléttur, og hin háu hrikafjöll spegluðu sig i dökkum og tindrandi fletinum. Faxaborgin lagðist þegar í stað að bryggju. Við hana síbyrti eitt af rússnesku skipunum, og síðan lögðust hin hlið við hlið, unz þarna voru fimm skip í röð. Úti á höfninni sindruðu fjöl- mörg ljós. Geislarnir merluðu skyggðan sjóinn. Það var sem upp á yfirborðið legði bjarma neðan úr dimmum djúpunum frá alljósuðum undirheimasölum. Þegar birti af degi, sýndi það sig, að sjötíu norsk og sænsk síldveiðaskip lágu þarna úti á höfninni. Strax og Faxaborgin og fylgi- nautar hennar voru lagstir við bryggju, fór skipherra upp í bryggjuhús og hringdi til sýslu- mannsins, tilkynnti honum töku skipanna og bað hann skipa vörð úr landi. Sýslumaðurinn var Hjálmar Vilhjálmsson, sem nú er skrifstofustjóri i félagsmála- ráðuneytinu. Hann brást vel við óskum skipherra, en illa gekk honum að fá menn til varðstöð- unnar. Það leið og beið, en loks kom lögregluþj ónninn, Björn Jónsson úr Firði, og með honum tveir menn, sem gefið höfðu kost á sér fyrir þrábeiðni sýslumanns. Svo gekk þá skipshöfnin á Faxa- borg til náða eftir unnið dags- verk og lét liði sýslumannsins það eftir að gæta Rússanna. Næsta dag var uppi fótur og fit á Seyðfirðingum. Kom margt manna út á bryggju að líta á Rússana og skip þeirra, og var auðheyrt, að mönnum þótti skipshöfnin á Faxaborg hafa reynzt allvel. Þá komu og bátar frá skipunum norsku og sænsku, og Svíar og Norðmenn spókuðu sig á bryggjunni, blönduðu geði við Seyðfirðinga og virtu engu síður fyrir sér kempurnar níu á Faxaborg, en hina knálegu rússnesku sjómenn. Það dróst í nokkra daga, að réttarhöldin hæfust. Var beðið eftir túlk frá Reykjavík og rússn- eskum sendimanni, sem veita skyldi löndum sínum fulltingi. Loksins kom Pétur Thorstein- son, nú sendiherra í Moskvu, sendur af íslenzku ríkisstjórn- inni, og með honum fulltrúi frá rússneska sendiráðinu. Rússarn- ir játuðu sök sína, og voru þrír af skipstjórunum dæmdir í fulla sekt, en einn, skipstjórinn á Burna, skyldi aðeins greiða lít— ilfjörlega upphæð fyrir hjálp sína við skipverja á Wolna. Skip- stjórarnir hétu: Mikael Lukin, Novoselof Lef, Spricen Vladimar og Ivanov Alexander. Það rættist allvel úr Rússunum þessa daga, sem þeir dvöldu á Seyðisfirði. Daginn eftir að þangað kom, gengu skipstjór- arnir á land og skoðuðu vand- lega síldarverksmiðjuna. í för með þeim voru fjórir menn, sem virtust hafa allmikil völd á skip- unum, en voru þó ekki stýri- menn. Var sagt, að þeir væru eins konar fulltrúar stjórnar- valdanna. Þennan dag urðu þeir á varðbátnum þess vísari, að ýmsir af Rússunum kunnu tals- vert hrafl íi ensku. Nokkrir af rússnesku sjómönnunum komu yfir í Faxaborg og tefldu skák við skipverja. Unnu Rússarnir hverja skák, og sama varð reynd- in næstu daga. Að kvöldi fyrsta dagsins, sem Rússarnir biðu réttarhaldanna, söfnuðust þeir saman á því skip- inu, sem næst lá Faxaborg. Höfðu þeir með sér mörg strengjahljóð- færi. Veður var hlýtt og stillt, og sátu Rússarnir á þiljum uppi. Léku þeir á hljóðfæri og sungu rússnesk lög. Safnaðist saman á bryggjunni fjöldi Seyðfirðinga, og Norðmenn og Svíar komu í land á mörgum bátum. Rómuðu allir söng og hljóðfæraslátt Rússanna. Nokkrir Norðmenn reru frá skipum sínum og námu staðar skammt frá landi, léku á harmoníkur og sungu við raust. Og jafnvel skipverjar á Faxaborg hrifust svo af söng og hljóðfæraslætti Rússanna, að þeir tóku að syngja um kvöld- dýrðina. „Nú blika við sólarlag sædjúpin köld,“ og „Sjáið hvar sólin nú hnígur,“ sungu þeir nokkrir saman, dreymnir á svip, en ekki mundi nein ástæða til að státa af söng þeirra. Björn Jónsson, lögregluþj ónn á Seyðisfirði, hefur mikinn á- huga á knattspyrnu. Hann getur mælt á þýzka tungu, en hana skildu fleiri af rússnesku sjó- mönnunum heldur en enskuna. Einn daginn kom Björn að máli við rússnesku skipstjórana og bauð upp í keppni í knattspymu. Skyldi úrval úr skipshöfnunum keppa við seyðfirzka knatt- spyrnumenn. Rússarnir báru saman ráð sín, og síðan sam- þykktu þeir að taka boðinu. Kvöldið eftir kom Björn á stórum vörubíl til að sækja knattspyrnuflokk Rússanna. En þá var heldur en ekki komið babb í bátinn. Nei, nei, Rússarn- ir vildu ekki keppa. Björn tók þetta óstinnt upp. Hann sagðist vera búinn að auglýsa kapp- leikinn, og seyðfirzku knatt- spyrnumennina kvað hann bíða reiðubúna til leiks. Væri það ekki venja á íslandi að ganga á gefin loforð, — þeir, sem það gerðu, væru taldir níðingar. Þennan dag hafði fulltrúi rússn- eska sendiráðsins komið til Seyðisfjarðar, og Björn varð þess vísari, að skipstjórarnir og hinir pólitísku eftirlitsmenn á skipunum, ráðfærðu sig við hann. Eftir stundarkorn var Birni sagt, að ákveðið hefði ver- ið að taka þátt í keppninni. Kappleikurinn var mjög svo fjölsóttur. Fregnir um, að til stæði keppni milli Rússa og seyðfirzkra knattspyrnumanna, hafði borizt út í skipin norsku og sænsku, og auk skipverja af varðbátnum, Rússa og Seyðfirð- inga, var fjöldi af Norðmönnum og Svíum saman kominn á íþróttavellinum. Rússana skorti

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.