Heima er bezt - 01.09.1955, Síða 25
Nr. 9
Heima er bezt
281
Guðlaugur Sigurðsson:
Stífla í Fljó
Nú liggja hinar sléttu og víð1
áttumiklu engjar í Stíflu undir
vatni af völdum Skeiðsfossvirkj-
unarinnar. Vatnsflöturinn nem-
ur nú örskammt neðan við bæ-
inn Knappstaði. Vestan við tak-
mörk þessi liggur breið spilda
upp að rótum fjallshlíðarinnar
ofan við Gautsstaði og fram *
að mynni Tungudals. Á þessu
svæði liggja 3 stöðuvötn með
engjahólmum á milli þeirra og
árinnar, norðan frá stífluhólum
og fram á milli Gautastaða og
Þorgautsstaða, inn af framsta
vatninu, (Gautastaðavatni) eru
viðáttumiklar engjar fram undir
Tunguá. Nokkru innar blasir
Tungudalur við, breiður og tign-
arlegur.
Fegursta útsýni yfir Stíflu, er
af innri brún Stífluhóla (Bröttu-
brekku) og frá Þrasastöðum,
fremsta bænum að austan. Það-
an sér niður Stífluna.
æfingu, en duglegir voru þeir,
og var leikurinn gæddur miklu
fjöri. Honum lauk með sigri
Seyðfirðinga. Að honum loknum
var hinum rússnesku keppend-
um boðið til kaffidrykkju með
sigurvegurunum.
Þá er Rússarnir höfðu hlotið
sinn dóm, lét Faxaborgin úr
höfn og hélt út á miðin. Út af
Loðmundarfirði hitti hún norskt
síldveiðaskip innan landhelg-
islinunnar. Norðmennirnir voru
að bæta net. Skipstjórinn hlaut
stranga áminningu, og þóttist
hann auðsjáanlega góðu bættur
að þurfa ekki að fara í höfn og
sæta þar sektardómi.
Þá er síldarvertíð lauk, fór
Faxaborgin sunnan um land til
Reykjavíkur. Út af Ingólfshöfða
tók hún í landhelgi skozkan
togara og fór með hann til Vest-
mannaeyja. Þar var hann
dæmdur í háa sekt.
Þannig lauk löggæzlustörfum
Faxaborgarinnar undir stjórn
Þórarins skipherra Björnssonar.
í Stíflu voru 15 bæir, nú að-
eins 8 bæir.
1. Húnstaðir, nyrsti bærinn að
austan og rýrasta jörðin í Stíflu.
Lagðist í eyði 1934. Jón Jóa-
klimssdn var þar síðasti ábú-
andi. Tún og engjar eru nú að
mestu undir vatni. Það litla sem
nú er eftir, er nytjað frá
Knappsstöðum.
2. Knappsstaðir. Landnáms-
jörð. „Þórður knappur hét mað-
ur, sænskur, sonur Bjarna at
Haugi, annar hét Nafar-Helgi.
Þeir fóru samskipa til íslands og
komu viði í Haganes." „Þórður
nam land upp frá Stíflu til
Tunguár og bjó á Knappsstöð-
um“ (Landnáma). „Maður er
nefndur Þórhallur knappur.
Hann bjó á Knappsstöðum í
Fljótum.“ Hann var göfugrar
ættar, og blótaði skurðgoð oð
heiðnum sið, skyndilega hneigð-
ist hann til kristni, fyrir áhrif
draummanns, er réð honum að
taka skírn og byggja kirkiu í
stað hofs. Hann lét því byggja
fyrstu kirkju á Knappsstöðum að
ráði draummannsins. Hún er
sögð elzta kirkja í Fljótum.
(Heimild Þórhalls þáttur
knapps). Kirkja hefur verið þar
síðan.
Þorvarður er nefndur fyrsti
prestur á Knappsstöðum fyrir
1121. En séra Páll Tómasson var
síðasti prestur þar, frá 1843—
1881. Var þá Knappsstaðapresta-
kall lagt niður, og sóknin lögð
til Barðs. (Prestatal og prófasta
á íslandi).
Knappsstaðir misstu nærri allt
engi og hálft túnið undir vatn.
Þar býr nú Hallgrímur Bogason.
3. Melbreið, missti allt að
helmingi engja undir vatn. Þar
býr nú Hannes Hannesson
barnakennari.
4. Nefsstaðakot, var sameinað
Nefsstöðum 1915, og er nú ekki
til sem sjálfstæð jörð, síðasti á-
búandi þar var Jón Bergsson.
5. Nefsstaðir, áður 2 jarðir, nú
sameinaðar í eina. Á 17. og 18.
t um
öld bjó þar eitt af rímnaskáld-
um Fljótamanna, Hjálmar Er-
lendsson, fæddur um 1626. Um
hann segir meðal annars í ísl.
Æfiskr. III: „Bjó á Nefsstöðum
í Fljótum, 77 ára 1703. Fékkst
við lækningar og var hagleiks-
maður. Eftir hann eru kvæði í
Lbs. og rímur af Jósep Assen-
ath.“
Nefsstaðir misstu undir vatn
dálitla sneið af engjum meðfram
ánni og hólma vestan árinnar.
Þar býr nú Steinn Jónsson.
6. Lundur, missti ekkert undir
vatn. Þar býr nú Guðmundur
Sigurðsson.
7. Deplar fóru í eyði 1943. Síð-
asti ábúandi þar var Þorvaldur
Guðmundsson frá Þrasastöðum.
Deplar misstu ekkert af landi
undir vatn, eru nú nytjaðir frá
Þrasastöðum.
8. Þrasastaðir, fremsti bærinn
að austan. Það er nú mesta jörð-
in í Stíflu, að henni liggja víð-
áttumikil afréttarlönd. Varð
ekki fyrir tjóni af völdum
Skeiðfossvirkjunarinnar. Þar
býr nú Hartmann Guðmundsson.
9. Mjóafell, fremsta jörðin að
vestan, góð heyskaparjörð, eins
og flestar jarðir vóru í Stíflu,
að henni liggja mikil afréttar-
lönd vestan Stífluár. Þar býr nú
Jón Gunnlaugsson.
10. Hamar, annar bær að vest-
an talið framanfrá, Fór í eyði
1924. Jón Sigmundsson var síð-
asti ábúandi þar. Hamar missti
undir vatn breiða ræmu af
engjum nyrst. Jörðin er nytjuð
frá Nefsstöðum.
11. Hringur, missti allar engj-
ar undir vatn og túnið nema
lítinn kraga kringum bæinn,
fór í eyði 1946. Steinn Jónsson
var eigandi og ábúandi jarðar-
innar. Hringur er nú sameinað-
ur Tungu.
12. Háakot, fór í eyði 1927. Þar
bjó síðast Sigurjón Jónsson frá
Mjóafelli. Háakot missti allar
engjar undir vatn, en ekkert af
túni. Það er nú sameinað Tungu.