Heima er bezt - 01.09.1955, Side 29

Heima er bezt - 01.09.1955, Side 29
Nr. 9 Heima er bezt 285 asta ár — hvort sem snjór er eða ekki — teygir hún gulan kollinn upp úr moldinni í febrú- armánuði. Það er í mesta máta einkennilegt háttalag! Skýringin er sú, að jurt þessi á heimkynni sitt á sléttum írans, en þar fellur aldrei snjór. Þegar jurt þessi var flutt til Englands fyrir tvö hundruð árum, og það sýndi sig, að hún gat þrifist þar, gleymdi hún ekki að koma upp á venju- legum tíma, í febrúar, og alls staðar þar sem hún er, heldur hún uppteknum hætti. í hundr- að ára „man“ eranthisplantan blómgunartíma sinn og heldur fast við hann, án tillits til þess, hvort landið er þakið snæ. Önnur einkennileg jurt er dúfuorkidéan frá Austur-Indí- um. Hún vex á trjám þar suður frá. Jurt þessi blómstrar aðeins einn dag — um morguninn hef- ur hún opnað krónu sína og sýnt hvítu blómin sín, en um kvöldið lokast hún og visnar. Planta þessi líkist ofurlítilli hvítri dúfu, sem hefur setzt á tré og hefur fengið nafn af þessu. En hið und- arlega er, að allar plöntur af þessari tegund springa út sama daginn.Nú væri kannske unnt að skýra þetta fyrirbrigði með veðurfarinu, sami raki og hita- stig, sama birta o.s.frv. fékk jurt- irnar til að haga sér eins alls staðar, en þær springa út á sama tíma, þótt þær séu settar í gróð- urhús á allt öðrum breiddargráð- um en heimkynni þeirra er. Eng- um dettur í hug að fullyrða, að tvö gróðurhús geti verið ná- kvæmlega eins í öllum smáatrið- um, eða að plönturnar geti haft samband sín á milli. Þær hegða sér nákvæmlega eins og þær gera í Colombó hvar á jörðinni sem er. Er þetta vanafesta? Eða minni? Eða blátt áfram heimska, að minnsta kosti hjá eranthis- blóminu? Það er óráðin gáta. m. Þriðji múrinn. Það hefur oft verið ritað um hinn svonefnda „hljóðmúr" og það, sem gerist, þegar flugvél kemst upp í meiri hraða en hraða hljóðsins. Einnig hefur verið rit- að um „hitamúrinn", sem flug- vélin „rekst á“ þegar hún flýgur Saga um IVIark Twain Hinn heimsfrægi ameríski kímnisagnahöfundur, Mark Twain, varð sjaldan ráðalaus, eins og eftirfarandi saga sýnir: Eitt sinn, eftir að kosningar voru um garð gengnar og demó- krataflokkurinn hafði hlotið meirihluta, var búizt við manna- skiptum í opinberri þjónustu, eins og venja er í Bandaríkjun- svo hratt, að núningurinn við loftið hitar vélina. En auk þess- ara hindrana er sú þriðja og þýð- ingarmesta, sem við í gleði okk- ar yfir hraðanum, megum sízt gleyma. Það eru þau takmörk, sem heili okkar setur og kemur í veg fyrir að við getum stjórnað vélunum nógu fljótt og öruggt. Þegar hraðinn er orðinn mjög mikill, skeður það, að maðurinn getur ekki reitt sig á sjón sína. Hinn ægilegi hraði vélarinnar þjappar loftinu saman í bylgj- ur fyrir framan vélina og við það myndast einskonar „loftlinsur,“ þar sem ljósið brotnar á annan hátt en venjulega — en það ger- ir það að verkum, að hluturinn þarf ekki að vera þar sem hann sýnist. Þetta er auðskilið. Sama gerist þegar maður stingur staf niður í pytt eða blý- anti í skál með vatni. Auk þess hefur aðlöðunarhæfi- leiki mannsins sín takmörk. Við erum vön að telja sekúnduna sekúndu, en að hvaða gagni kem- ur það í þrýstiloftsflugvél? Segj- um svo að vélin fari 1450 km. á klukkustund. Það þýðir með öðr- u morðum, að vélin hafi flogið ca. 400 m. á sekúndu. Komi önn- ur vél á móti henni, með sama hraða, þýðir það, að flugmaður- inn verður að sjá hana í eins km. fjarlægð til þess að geta komizt hjá árekstri. Ef hann vill breyta um stefnu vélarinnar krefst það tíma. Eða þá að svo fer, sem vel getur komið fyrir, að honum hafi ekki tekist að á- kveða stað vélarinnar vegna loft- bylgjanna, sem brjóta ljósgeisl- ana eins og í brennigleri. Þrátt fyrir öll þessi vandamál er haldið áfram að fljúga með þessum hraða, og hraðinn eykst ár frá ári. En það kostar líka fórnir 1 mannslifum. um, þegar skipt er um forseta. Vinur Mark Twains, Frank Ma- son að nafni, fylgdi repúblik- anska flokknum og var settur af fyrrverandi forseta í ræðis- mannsembættið í Frankfurt í Þýzkalandi.Nú taldi hann víst að Mason yrði vikið úr stöðu sinni, svo að demókratar gætu komið manni úr sínum flokki að. Mark Twain tók þá það ráð að skrifa dóttur Clevelands forseta eftir- farandi bréf: „Kæra Ruth, — Ég heyri hin- um flokkslausu til, og það er fastur ásetningur minn að leita aldrei hjálpar hjá þeim, sem sitja að völdum. En á hinn bóg- inn getur það ekki verið skakkt af mér, að skýra þér frá miklum órétti, sem bráðum á að fremja“. Síðan gerði Mark Twain ná- kvæma grein fyrir máli vinar síns og endaði svo bréfið á þessa leið: „Þegar þú talar við forset- ann næst, myndir þú kannske nefna þetta mál við hann.“ Nokkrum dögum síðar fékk Mark Twain bréf frá forsetan- um sjálfum. Það var svona: „Ruth dóttir mín hefur beðið mig að þakka yður fyrir hið vin- gjarnlega bréf yðar, sem hún sýndi mér til þess að kynna mér ósk yðar. Ég get lofað yður því, að hr. Frank Mason verður áfram ræðismaður í Frankfurt". Það var raunar mjög nauðsyn- legt að forsetinn svaraði sjálfur fyrir hönd dóttur sinnar — því að þegar hún fékk bréfið, var hún rúmlega ársgömul. — P. M. Þessi börn! Drengurinn okkar er skáti og átti að fara í útilegu í fyrsta sinn, og ég vildi vera viss um að fá bréf frá honum úr skátabúð- unum. Ég lét hann því hafa bréf- spjald fyrir hvern dag, með frí- merkjum og nöfnum og heimil- isfangi og sagði svo: „Hið eina, sem þú þarft að gera, er að skrifa: Mér líður vel. — Axel“. „Æ, mamma", svaraði Axel, „getur þú ekki sjálf skrifað: „Mér líður vel“ á bréfspjöldin? Ef mér líður ekki vel, get ég hæg- lega strikað yfir það“.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.