Heima er bezt - 01.02.1957, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.02.1957, Blaðsíða 2
A skíáum Nú stendur yfir landsganga skíðamanna á íslandi. Það er skemmtileg nýbreytni, sem með henni er hafin. Nýbreytni, sem í senn gæti orðið þjóðinni allri til gagns og gleði og ef til vill markað tímamót í sögu íslenzkra íþrótta. Auknar skíðaferðir ættu að gera æskuna hraust- ari og bjartsýnni en áður og kenna henni að mæta ís- lenzkum vetri með djarfhug og jafnvel fögnuði. Mér eru minnisstæðar tvær myndir af ferðamönnum frá bernskuárum mínum, þegar snjóalög voru mikil, sem títt var á tveimur fyrstu áratugum þessarar aldar. Ann- arsvegar voru þeir, sem lausfóta gengu, og það voru langtum flestir. Þeir voru örþreyttir, oft eftir skamma dagleið, höfðu þeir brotizt um í ófærðinni, miðað seint, en drýgt mikið erfiði. Aðalumtalsefnið var ófærðin og umbrotin. Hins vegar voru svo hinir fáu, sem fóru á skíðum. Heizt voru það langferðamenn, komnir frá útkjálkabyggðum, t. d. norðan úr Fljótum. Þeir höfðu haft dagleiðir langar, en kvörtuðu þó lítt um ófærð eða þreytu. Ólík sjón var að sjá þá hverfa frá garði, fóru þeir líkt og örskot og hurfu sjónum á skömmum tíma, meðan lausfóta maðurinn þumlungaðist áfram, svo að varla varð séð að honum miðaði úr stað. Þótt ekki sé liðinn lengri tími en um fjórir tugir ára síðan þessar minningar voru raunveruleiki, hefir furðumargt breyzt í þessum efnum til batnaðar. Þá var fjöldi bæja a. m. k hér við Eyjafjörð, þar sem annað hvort voru engin skíði til eða aðeins ein, oft gömul og léleg, og kunnáttan í meðferð þeirra að sama skapi, og búnaður þeirra hinn lakasti. Þegar snjóalög gerði, voru sveitabæirnir einangraðir hver frá öðrum, og oft mátti það kallast þrekraun að bregða sér bæjarleið, og var ekki gert nema í brýnni nauðsyn. Sagt var þá, að Fljótamenn og Ólafsfirðingar kynnu manna bezt á skíðum hér norðanlands. Mun mikið hafa verið hæft í því, að í snjóasveitunum þar og annars staðar, hafi nauð- synin knúið menn, til þess að halda við og iðka hina þörfu íþrótt, skíðafarið. En sem betur fer eru tímarnir nú breyttir. Vafa- laust er, að aldrei hafa jafnmargir íslendingar verið skíðafærir og nú. Ekki er það þó hin stranga lífsbar- átta í harðbýlu landi, sem knúið hefir þessa breyt- ingu fram, heldur hin almenna vakning í íþróttum og líkamsmennt, sem orðið hefir í landinu á síðustu ára- tugum. Höfum vér þar fylgt góðu fordæmi annarra þjóða. En þótt mikið hafi unnizt, verður hinu ekki neitað, að enn eigum vér langt í land að ná því marki í skíða- íþróttinni, sem æskilegt væri, og þjóðinni í senn sæmd og nauðsyn. Ég á þar ekki við, að vér eignumst þá skíðagarpa, sem nálgast gætu heimsmet, eða stæðu í fremstu röðum íþróttagarpa á alþjóðavettvangi, þótt slíkt væri vissulega ánægjulegt og þjóðarsómi. Annað er þó miklu nauðsynlegra, og það er, að skíðaíþróttin yrði eign alþjóðar, svo að kalla mætti, að hver og einn, ungur og aldinn, iðkaði hana þegar færi gæfist, sér til ánægju og heilsubótar. Engum, sem dvelst að vetrarlagi í Osló eða einhverj- um öðrum norskum bæ, fær dulizt, hve rík ítök skíða- íþróttin á í hugum Norðmanna, og hve iðkun hennar er snar þáttur í þjóðlífinu. Um hverja helgi og á hverj- um frídegi má heita að borgirnar tæmist. Allir, sem vettlingi geta valdið, þyrpast út úr bæjunum, út í skíðalandið og una þar myrkranna milli. Þar má sjá hára öldunga og litla strákpatta, erfiðisme'nn og hisp- ursmevjar hlið við hlið. f skíðalandinu er hvorki til stéttamunur né aldurs, allir keppa að því einu að njóta færis og veðurs og ánægjunnar af að bruna á skíðun- um og láta mjöllina rjúka um sig. Vafalaust dreymir unglingana þar fram eftir árum um það að verða meist- arar á Holmenkollen, þegar þeim vex fiskur um hrygg. En menn leggja ekki skíðaíþróttina á hilluna, þótt slík- ir draumar séu löngu foknir út í veður og vind. En vér vitum líka fullvel, að þessi skíðaáhugi er ekki ýkja- gamall meðal frænda vorra í Noregi. Sennilega eru einhverjir brautryðjendanna í þeim efnum enn á lífi. En Norðmenn voru svo heppnir, að þegar þeir hófust handa um endurvakningu skíðaíþróttarinnar, áttu þeir mann eins og Friðþjóf Nansen, sem með hinni fræki- legu göngu sinni yfir Grænlandsjökul sannaði alheimi, hversu hagnýt skíðaíþróttin var. Slíkt fordæmi er ómet- anlegt og öllum til eftirbreytni. En gildi skíðaíþróttarinnar er ekki aðeins hagnýtt, þótt mikils sé um það vert. Uppeldisgildi hennar er ef til vill það, sem mest er um vert. Hún skapar mann- inum sjálfstraust, eykur viðbragðsflýti hans og líkam- lega færni. Og hún hefir þann meginkost að hún getur verið almenningseign, en ekki íþrótt hinna fáu útvöldu. Jafnvel þótt árin færist yfir, þurfa menn ekki að leggja hana til hliðar, þótt ekki sé þá reynt við hinar meiri þrautir. Hver maður getur fundið skíðaleik við sitt hæfi. Þar geta gamlir og ungir mætst. Þeir gömlu yngst af samskiptunum við þá ungu, og hinir lært af fordæmi þeirra eldri. Og umfram allt, skíðaferðir auka mönn- 46 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.