Heima er bezt - 01.02.1957, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.02.1957, Blaðsíða 30
var eftir það nefndur Axarfjarðarhreppur, og er svo enn þá. Um fólkið, sem byggir Hólsfjöll, mætti margt gott segja. Það þarf karlmannlegt þrek og öræfaást til að heyja lífsbaráttuná í slíkri fjallabyggð. En fagurt og heilnæmt er þarna á sumrum og þurrviðrasamt á öllum tímum árs. — Þurrlent er í þessari fjallabyggð og kjarn- góð grös. Sauðfé er fallegt og afurðagott, og kjötið er óvenjulega bragðgott, eins og áður er sagt. Þótt byggðin sé afskekkt á vetrum, þá er þarna þjóðbraut um miðja sveit á sumrum. Er mikill fjöldi bíla og ferðamanna, sem fara um Hólsfjallabyggð að sumarlagi, og liggur þá leiðin ýmist um Axarfjörð eða Mývatnssveit. Brúin á Jökulsá hjá Grímsstöðum var mikil sam- göngubót og stytti mikið þjóðleiðina til Austurlands. Þessi þáttur er ætlaður æskulýð til lesturs. Við meg- um því ekki gleyma því, að á Hólsfjöllum eru líka börn °g uppvaxandi æskumenn. Skólaskyld voru í fyrra sex börn á Hólsfjöllum og fjögur í Möðrudal. Kennir sami kennari á Hólsfjöllum og í Möðrudal, þrjá mánuði á hvorum stað. Er mikill munur á uppeldisskilyrðum á Hólsfjöllum og t. d. í Reykjavík. í Reykjavík eru börn 9 mánuði eða 33—34 vikur í skóla, en á Hólsfjöllum tæpar 12 vikur. í Reykjavík er þröngt um æskulýðinn og lokkandi ævintýr og freistingar á hverju götuhorni. A Hólsfjöllum eru viðfangsefnin óþrjótandi, og öll börn vinna að heill og gagni heimilanna, og sambúðin við húsdýrin þroskar þeirra beztu eiginleika. En vitan- lega fara þessi börn margs á mis, sem börn í þéttbýli skemmta sér við, og má segja, að fjölbýli og strjálbýli hafi hvort sína kosti og galla, en aldrei verður ofmetið hið frjálsa líf æskumanna í fjallabyggðum íslands.. „Og væri ég blómstur, þá veit það mín trú, að vildi ég, fjallablóm, lifa sem þú,“ segir Hannes Hafstein. Stefán Jónsson. Heilabrot eftir Zoplionias Pétursson SAGAN UM BOLTANN. „Hvernig stendur á því, að boltinn boppar?“ sagði Páll. „Veistu það ekki, að ef gúmí lendir á hörðum fleti, þá hrekkur það til baka með sama afli, og það hitti flötinn,11 svaraði Pétur. „Nú, en hann hoppar ekki nema dálítinn hluta af leiðinni,“ svaraði Páll. „Það gerir mótstaða loftsins,“ svaraði Pétur. Þeir komu sér nú saman um að rannsaka þetta nánar, og létu holtann falla 40 metra. Hann hrökk til baka 20 metra, og hélt áfram að hoppa þannig, að hann hrökk alltaf helming leiðarinnar til baka hvert sinn, unz hann nam staðar. Hvað ætli hann hafi farið marga metra samtals? FIMM FERNINGAR VERÐA AÐ FJÓRUM FERNINGUM. ir - - • —~— — 1“— i 1 i w • 1 1 Hér höfum við 16 eldspýtur, og mynda þær fimm ferninga. Nú eigum við að flytja tvær, og aðeins tvær, en ekki snerta hinar, og fá þannig 4 ferninga. FERÐAMENNIRNIR Á GRÆNLANDI. Saga þessi er nokkuð gömul, því slíkar rannsóknar- ferðir og þessi eru nú lagðar niður. Nú hefur tæknin tekið við í öllum rannsóknum þar sem annarsstaðar. — Eitt sinn fóru fjórir menn í þeim tilgangi að athuga sérstakan stað inni á ísbreiðunni. Utbúnaði þeirra var þannig háttað, að hver maður gat aðeins borið nesti til 5 daga, og þeir gátu ekki sparað neitt við sig í mat. Nú stóð til að minnsta kosti einn þeirra kæmist eins langt inn á ísinn og hægt væri, en hann varð líka að hafa lágmarksnesti til matar á heimleiðinni. Þeir höguðu því förinni þannig, að sá fyrsta snéri fljótlega við, og hafði lágmarksnesti til að ná heim. Noklcru síðar fór sá næsti heim — og með sama móti, og loks sá þriðji, en fjórði rannsóknarm. hélt ófram seinasta áfangann, en varð svo að snúa við til að geta haft nesti fyrir heim- förina. Hve margar dagleiðir tókst þeim, sem lengst fór, að ná inn á ísinn? Daniel Arnfinnsson: KVÖLD Líður blær um laufgræn engi, lindin hlær við sólareldi, huldumær á hörpustrengi hljóma slær á björtu kveldi. 74 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.