Heima er bezt - 01.02.1957, Qupperneq 8
Merv Lincoln, Ástralíu (157), hleypur fremstur í nœstsiöustu
beygjunni í 1500 m hlaupinu, en er farinn að preytast og
hópurinn er að fara fram úr honum með Brian Hewson, Eng-
landi (162), Klaus Richtzenhain, Þýzkal. (154), og John Landy
Astraliu (lengst til vinstri) í for.ustunni. Neville Scott, Nýja-
Sjál., sést milli peirra Lincolns og Hewsons, lan Boyd, Engl.,
er að mestu i hvarfi bak við Lincoln, Murray Halberg, Nýja-
Sjál., er nr 166, Ron Delany, Irlandi (sigurvegarinn), sést á
milli Lincolns og Halbergs, Laszlo Tabor, Ungverjal., er á
eftir Halberg, og Gunnar Nielsen, Danmörku, er hcegra
megin við hann.
eins og áður segir, sé ekki aðalatriði leikanna, þykir
það jafnan mikið keppikefli, ekki sízt fyrir smáþjóðir,
að hljóta slíkan heiður.
Þegar núverandi Ólympíunefnd var skipuð, vorið
1954, munu flestir, sem sæti tóku í henni, hafa búizt
við að þátttaka íslendinga að þessu sinni myndi ein-
skorðast við þátttöku í vetrarleikunum, sem haldast
áttu í Cortina á Ítalíu. Vegna hinnar miklu fjarlægðar,
bjuggust víst fæstir nefndarmanna við, að hægt yrði
að senda keppendur á sumarleikina, alla leið til Astra-
líu. Samt fór það svo, að Ólympíunefndin samþykkti
snemma á síðastl. sumri, að senda þátttakendur á Mel-
bourneleikina, að því tilskildu, að einhverjir íþrótta-
menn yrðu hæfir til keppni. Lágmarksskilyrði höfðu
verið sett af nágrannaþjóðunum fyrir því að koma til
greina, og voru samskonar eða mjög svipuð lágmarks-
skilyrði sett hér á landi. Náðu þrír menn þessum lág-
marksskilyrðum, en Ólympíunefnd hafði ekki fé til að
senda nema þrjá menn, og kaus heldur að senda tvo
keppendur og fararstjóra, heldur en þrjá keppendur án
fararstjóra, þar sem slíkt braut í bág við venjur og
siði Ólympíuleikanna og nefndin ekki átti neinn full-
trúa með í förinni, ef seinni kosturinn var tekinn. Voru
því tveir valdir, sem líklegastir 'þóttu til árangurs í
hinni hörðu keppni, en Ólympíunefnd skipaði mig sem
fararstjóra leiðangursins. Eins og kunnugt er, voru það
þeir Hilmar Þorbjörnsson og Vilhjálmur Einarsson,
sem völdust til keppninnar, en Valbjörn Þorláksson var
þriðji íþróttamaðurinn, sem kom ti! greina, en varð að
sitja heima að þessu sinni.
Vegna hins óheppilega árstíma til útiæfinga hér á
landi, voru þeir Hilmar og Vilhjálmur sendir til Sví-
þjóðar til æfinga síðasta hálfa mánuðinn, áður en lagt
yrði upp í hina löngu, sameiginlegu för allra Norður-
landa þjóðanna til Melbourne, fóru þeir til Stokk-
hólms 20. okt. Ólympíunefnd Svíþjóðar hafði góðfús-
lega lofað Ólympíunefnd Islands að láta þessa kepp-
endur okkar njóta sömu æfingaskilyrða og Ólympíu-
keppendur Svía, og dvöldu þeir á Bosön, æfingaheimili
sænska íþróttasambandsins, við ágæt skilyrði, til 6.
nóvember.
Ég hafði ætlað mér að fara utan þann 4. nóv. og
hitta þá Hilmar og Vilhjálm í Stokkhólmi þann 6., en
vegna óvenju slæmra flugskilyrða komst ég ekki af stað
fyrr en að morgni 7. nóv., en kl. 6 morguninn eftir
átti flugvélin, sem flutti okkur til Melbourne, að fara
frá Stokkhólmi. Engin bein flugferð var héðan til
Stokkhólms; varð ég því að taka flugferð til Kaup-
mannahafnar, og svo aðra flugvél til Stokkhólms. Mun-
aði svo mjóu þarna, að ég kom til Kaupmannahafnar
kl. 7,15 e. h., en flugvélin til Stokkhólms fór kl. 8, og
hafði þó seinkað um nærri hálftíma af einhverjum or-
sökum. Ég var því kominn á fund þeirra Hilmars og
Vilhjálms kl. rösldega 10 um kvöldið. Var okkur sagt,
að við yrðum vaktir kl. 4 morguninn eftir.
Morguninn eftir vorum við komnir út á Bromma
flugvöll kl. 5, ásamt öðrum fulltrúum Norðurlandanna,
sem fara áttu með þessari flugvél til jVIelboume. Hét
flugdreki þessi „Guttorm Viking“ og var ein hinna
stærstu flugvéla SAS-flugfélagsins — tók 74 farþega,
flaug með 500—600 km hraða, tók 5600 gallon af benzíni
í geyma, sem voru í vængjunum og vó um 74 smálestir
fullhlaðin. Var hverri þjóð skipað til sætis út af fyrir
sig; fremstir voru Danir og Norðmenn, þá Svíar og
íslendingar, en Finnar í aftasta skilrúmi vélarinnar. Ég
var nú orðinn svo vanur fluginu, eftir að hafa verið
allan daginn áður á flugi, að ég tók því fremur með
tilhlökkun en kvíða, þótt við ættum brátt að leggja
upp í lengsta og hættulegasta áfanga leiðarinnar, sem
mér hafði þó ekki hugnazt vel að áður. Klukkan 12 mín.
yfir 6 hóf flugvélin sig á loft, til styzta „hopps“ ferðar-
innar, Luleá í Norður-Svíþjóð. Þar skyldu benzín-
geymar vélarinnar fylltir fyrir hið langa flug þvert
yfir Pólarhafið. Þessa leið var flogið ofan svo sam-
felldrar skýjahulu, að ekkert sást niður, alla leið. í Luleá
var okkur vel fagnað og öllum boðið til árdegisverðar
(Smörgásbord) af foringjum setuliðsins í borginni —
þarna er setuliðsstöð landamæraherliðs — í snyrtilegu
samkomuhúsi nokkuð frá flugvellinum. Var þama rík-
52 Heima er bezt