Heima er bezt - 01.02.1957, Side 9

Heima er bezt - 01.02.1957, Side 9
Selning Ólympíuleikanna i Melbourne 1956. A enda hlaupabrautarinnar sést hlauparinn með Ólympíueldinn. mannlega framreitt, en menn voru nýbúnir að neyta árbíts í flugvélinni, svo að matnum voru ekki gerð eins góð skil og tilefni var til. Þarna voru nokkrir blaðamenn frá dagblöðum borgarinnar. Tóku þeir okk- ur tali, og er þeir komust að því að Ólympíukepp- endur íslands voru þarna, tóku þeir nokkrar ljósmynd- ir af okkur, sem líklega hafa birzt í dagblöðum Luleá- borgar. En sjálfsagt hefur engum þeirra komið til hug- ar, að í þessum litla hóp væri einn þeirra fáu Norður- landabúa, sem fyrir ætti að liggja að vinna eitt glæsi- legasta afrek Norðurlandabúa á Ólympuleikunum. Viðstaða í Luleá var rúmlega klukkustund, og fórum við þaðan klukkan 9,15 f. h. Nú tók við lengsti áfangi ferðarinnar, til Anchorage í Alaska. Á leiðinni bar það helzt til tíðinda, að við höfðum hausavíxl á birtu og dimmu — fengum nótt um miðjan dag og morgun að kvöldi dags — eftir sænskum tíma. Mestan hluta leiðar- innar sást ekkert niður til jarðar, ýmist fyrir skýja- þykkni undir okkur eða myrkri. Þó sást til hæstu fjalla, er við fórum yfir Svalbarða, um hádegisbilið eða dálítið síðar. Þá var tekið að rökkva, en aldimmt var orðið um klukkan tvö. Næst heimskautinu fórum við — í 100 km fjarlægð — kl. 4,15, var þá 39 st. frost. Flughæð var um 6 þús. m. — Inni í vélinni var hlýtt og bjart, og fólk skemmti sér við samtal, lestur og ýmiskonar spil. Við Vilhjálmur spiluðum „koju-l’hombre“ þarna. Heima er bezt 53

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.