Heima er bezt - 01.02.1957, Síða 14

Heima er bezt - 01.02.1957, Síða 14
á árangri svo áberandi, að þetta getur ekki skýrt hann til fullnustu. Skýringarinnar er lengra að leita. Einn ágætasti þjálfari Svía, A. W. Kreigsman, er lézt 1947 — hann þjálfaði m. a. Jón Kaldal — lét oftar en einu sinni í Ijós þá skoðun, að beztu íþróttamennimir væru ekki af ættum borgarbúa, heldur miklu fremur komnir af fólki, sem lengi hefði lifað heilbrigðu úti- lífi við strit og erfiði og unnið sér daglegt brauð í sveita síns andlits. Hann byggði þessa skoðun á víð- tækri reynslu og eftirtekt í æfistarfi sínu. Þegar þess er gætt, að flestir íslendingar eru niðjar hraustra for- feðra, er lifðu einföldu og hollu útilífi fram til síðustu kynslóða og urðu að berjast fyrir tilvera sinni í hrjóstr- ugu landi gegn stórbrotnum og fjandsamlegum nátt- úruöflum, kynslóð fram af kynslóð, er óskiljanlegt ann- að en að þær aðstæður hafi haft sín áhrif á þjóðina og skapað henni baráttuþrótt, jafnframt því sem veikl- aðri hluti hennar laut í lægra haldi og leið undir lok. Það hefur að vísu verið dregið í efa af vísindunum, að áunnir eiginleikar einstaklingsins gætu orðið arf- gengir, en þegar kynslóð fram af kynslóð þróar með sér sömu eiginleika af því að þeir eru nauðsynlegir til- veru hennar, er næsta ótrúlegt annað en að þróunin gangi að erfðum. Enda hefur slík þróun komið í Ijós meðal sumra náttúruþjóða, eins og til dæmis hjá há- fjalla-Indíánum í Andesfjöllunum, sem hafa mildu stærri brjóstkassa en menn almennt. Vegna hins súr- efnissnauða háfjallalofts er þetta lífsskilyrði, til þess að líkaminn fái nægilegt súrefni. Eins hafa Ástralíu- blámenn þróað með sér sérhæfileika, er gera þá færari um að afla sér lífsviðurværis í hinum miklu hrjóstrum þarlendis. Þeir eru svo slóðvissir, að enginn hvítur mað- ur kemst í námunda við þá í að rekja spor ýmissa dýra. Þessi sérhæfni þeirra er svo yfirskilvitleg, að óhugsan- legt er að hún sé eingöngu áunnin. Náttúra landsins hefur þróað þennan hæfileika hjá kynstofninum og gert hann arfgengan, af því að hann var nauðsynlegur vegna tilveru einstaklinga og stofnsins í heild. Mætti nefna fleiri dæmi þessu til stuðnings. Hinn frægi brezki lífeðlisfræðingur Julian H. Huxley, er heimsótti ísland 1949, lét brezk blöð hafa það eftir sér eftir heimkomuna, að hann teldi landfræðilega legu íslands slíka, að það væri á takmörkum hins byggi- lega heims, að því er snerti möguleika til sköpunar og viðhalds nútíma-menningarlífs. Hann lét um leið í ljós aðdáun á því, hve mikill menningarbragur væri á lífi íslendinga. Þegar þess er gætt, að þjóðin bjó öldum saman við miklu andstæðari náttúruöfl en þau er vís- indamaðurinn kynntist við komu sína hingað og það ennfremur athugað, að þjóðin hafði enga tæknilega menntun fram að allra síðustu tímum og þekkti aðeins hin frumstæðustu tæki til að létta strit sitt, er það ber- sýnilegt, að einstaklingurinn, kynslóð fram af kynslóð, átti tilveru sína og lífsafkomu að mestu undir hreysti sinni og líkamsatgervi. Enda voru afl og hreysti mest dáðu eiginleikar hvers manns. Þessar aðstæður sköp- uðu hrausta og harðfenga, þolna og þrekmikla þjóð, menn sem kunnu að leggja að sér, ef því var að skipta. Þegar 60 m eru eftir i úrslitakepþninni í 800 m hlaupinu, fer Tom Courtney, U.S.A. (til vinstri) að þokast fram úr Derek Johnson, Engl., en um leið er Audun Boysen, Noregi, (til heegri), að fara fram úr Arnie Sowell, U.S.A. Og er það ekki innsta eðli þróunarlögmálsins, hin dá- samlegasta opinberun skaparans í hverri lifandi vcru, að þeir eiginleikar, sem nauðsynlegastir eru til viðhalds. stofnsins þróast óendanlega hjá einstaklingnum, innan þeirra takmarka, sem tegundinni er áskapað, meðan hútt er til og þarf þeirra við? íslenzkir íþróttamenn búa enn að þeim eiginleikum, sem hin harða lífsbarátta fyrri kynslóða hefur mótað í stofninn. Hvað endist sá arfur lengi? Það er önnur saga. Vilhjálmur vann sitt glæsilega afrek af því að hann var sannur niðji íslands og íslenzkrar náttúru. Með þrístökkskeppninni var þátttöku íslendinga { Ólympíuleikunum lokið. Er óhætt að segja, að hún hafi gengið giftusamlegá að þessu sinni, því eins og Norð- menn, vinir okkar og frændur sögðu, mun þess vart dæmi í sögu Ólympíuleikanna, að helmingur flokks nokkurs lands hafi unnið silfurverðlaun leikanna! Heimför okkar frá Melbourne hófst sunnud. 2. des. kl. 4 e. h. Við vorum fyrsta þjóðin, sem fór alfarin úr Ólympíuþorpinu. Flugum við fyrst þvert norðvestur yfir Ástralíu til Darwin á norðurströndinni. Þaðan til Bangkok í Tailandi (Síam). Þaðan til Karachi í Pakist- an. Þaðan til Abadan í Iran. Þaðan til Piræus, Róm, Kaupmannahafnar og Stokkhólms, og komum þangað að kvöldi 5. des. (Þeir Hilmar og Vilhjálmur fóru til Stokkhólms; ég varð eftir í Kaupmannahöfn, og komu þeir þangað aftur tveim dögum síðar). Heim til Reykja- víkur fórum við í boði Flugfélags íslands með „Sól- faxa“, sunnudaginn 9. des., og fengum hinar ágætustu móttökur. Mun Ólympíufarar þessarar lengi minnzt, bæði fyrir það að þetta er í fyrsta sinn, sem íslendingur vinnur Ólympíuverðlaun, svo og fyrir það, hve langt var farið. Og hins frækilega stökks Vilhjálms mun eins lengi minnzt í íþróttasögu íslendinga og stökks Skarphéð- ins á Markarfljóti eða Flosa yfir Flosagjá forðum daga. 58 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.