Heima er bezt - 01.02.1957, Qupperneq 33

Heima er bezt - 01.02.1957, Qupperneq 33
en hún var svo hrædd við refsinguna, að hún hefði ját- að hverju, sem Jenný hefði stungið upp á, ef það gæti bjargað hennar ágæta mannorði. „Allt í lagi,“ sagði Jenný glaðlega. „Komdu nú.“ — Og Jenný, sjálfur sökudólgurinn, gekk á undan, kjark- mikil og hugrökk, en á eftir henni kom sjálft „engil- barnið“ skjálfandi frá hvirfli til ilja. Úti á ganginum var hópur af stúlkum að masa sam- an. Þær mynduðu hring um eina bekkjarsystur, einka- dóttur ríks kaupmanns. Hún hét Klara Berends. í þess- um hópi voru þær systur, Nanna og Lilja. „Hæ, Jóhanna, Jenný! Hafið þið heyrt það? Faðir Klöru ætlar að stofna til dansleiks í tilefni af silfur- brúðkaupi þeirra hjóna. Það er aðeins fyrir fullorðna, en við verðum þó boðnar 6 stúlkur úr okkar bekk. Þar á meðal þið báðar. — Hvernig lízt ykkur á? Þetta verð- ur eftir hálfan mánuð. Á föstudag verða boðskortin send út.“ Jóhanna var alls ekki í skapi til að njóta til fulls þess- ara gleðitíðinda, en þó fór hún strax að hugsa um, hvort hana klæddi betur ljósrautt eða hvítt í kjól. — En vesalings Jenný. — Hún þurfti víst ekki að gera sér glæstar vonir. — Á fimmtudaginn fengju þær einkunnir, á föstudag átti dansleikurinn að vera. — Þetta vand- ræðamál með heimadæmið lokaði öllum leiðum fyrir henni. — Frændi hennar yrði víst ekki í vandræðum með hegninguna, er hann frétti um dansleikinn. — Þar fengi hann hæfilega hegningu á sína kæru fósturdóttur. — En Jenný svaraði Lilju með blíðu brosi. — „En hve þetta verður gaman. — Komdu nú, Jóhanna.“ Nanna tók innilega í hönd þeirra beggja og bað Guð að „styðja þær á neyðarinnar tímum“, og litlu síðar stóðu þær við dyrnar á skrifstofu forstöðukonunnar. — Skrifstofan var svo þröng, að eins vel hefði mátt kalla hana holu eða krók. Húsgögnin komust þar ekki fyrir. Við gulleitt borð stóðu tveir stólar. Annar fyrir for- stöðukonuna, en hinn fyrir fórnarlambið, sem hún vildi yfirheyra. Stólarnir stóðu hver við, hliðina á öðrum. — Óþægilegt fyrir sökunautinn. — Jenný barði að dyrum. — Ef til vill full harkalega, til að sýna hugrekki sitt. — Jóhönnu var innanbrjósts eins og hún væri að fara til tannlæknis. — Það leið aðeins örstutt stund. — „Kom inna,“ var sagt fyrir innan. — Jóhanna tók upp vasaldút, sem Nanna hafði lánað henni í stað þess, sem hún reif. „Farðu á undan,“ sagði hún við Jennýju. Þær gengu inn. Ungfrú Prior sat við borðið og sneri baki að dyrun- um leit ekki upp. Reikningsheftin lágu í gluggakistunni. Jenný benti á þau og Jóhanna fór að skjálfa. Forstöðu- konan bauð þeim ekki sæti. Húsgögnin voru ekki ætluð fyrir tvo gesti. — Þær stallsystur stóðu og hölluðu sér upp að veggnum. — Lengi ríkti dauðaþögn í herberg- inu. — Jenný ætlaði að fara að líta á klukkuna, en missti þá úrið í gólfið. Það heyrðist smellur, en sem betur fór brotnaði ekki úrið. — Ungfrú Prior leit við og hleypti í brýnnar. Jóhanna byrjaði að gráta og fékk ekka, en Jenný varð að harka af sér til að skella ekki upp úr. — Að lokum stóð forstöðukonan á fætur og sneri sér að þeim sakfelldu. „Ég þarf víst ekki að segja ykkur, hvers vegna ég hef kallað á ykkur, var hennar fyrsta ávarp, og um leið leit hún á reikningsheftin í gluggakistunni, — „og' heldur ekki, að þið hafið brugðizt mér hræðilega. Ég hefði aldrei búizt við að slíkt kæmi fyrir í mínum skóla.“ Jenný ætlaði að fara að segja eitthvað. „Reyndu ekki að neita. Mér skjátlast ekki. Brot þitt batnar ekki við það,“ sagði ungfrú Prior með þjósti. En Jenný lét ekki stöðva sig. — „Ég ætla ekki að neita neinu,“ sagði hún. „Ég ætla aðeins að segja allt eins og það var. Mér dettur ekki í hug að skrökva neinu. — Nei, það geri ég ekki.“ „Flýt þér þá að leysa frá skjóðunni,“ sagði forstöðu- konan. Óg svo sagði Jenný frá, hratt og líflega, með hreimfagurri röddu, en nasavængir hennar titruðu og roði færðist um allt andlitið. „Ef þér ætlið að ávíta okkur, ungfrú, þá snertir það aðeins mig. Jóhanna er alveg saklaus. Ég hef afritað dæmi Jóhönnu, en um það vissi hún ekkert. Ég tók reikningsheftið hennar í borðinu hennar, afritaði dæmið og lét svo bókina á sinn stað. — Það er allt og sumt.“ Jenný hafði borið ótt á og ætíð horft beint framan í forstöðukonuna. En Jóhanna. Það var eins og herbergið hringsnerist með hana. — Þetta varð allt annað en hún hafði búizt við. Hún skildi vel sjálf tilfinningar sínar. Á öðru leytinu fannst henni að öllu væri bjargað. — Engin sök fyndist hjá henni fremur en áður, en á hinn bóginn fannst henni ekki allt eins og það átti að vera. — Jenný hafði í einu orði tekið alla sökina á sig. í raun og veru var hún líka eins sek, og þó var Jóhanna ekki vel ánægð. — Henni leið ekki vel. Hún var svo einkennileg í höfðinu. Ætti hún að segja allt eins og það var? En nú hafði hún lofað Jennýju því að samþykkja allt, sem hún segði. En hvað Jenný var nú góð, að vilja bjarga vin- stúlku sinni og taka alla sökina á sig. — Þetta ætti eigin- lega ungfrú Prior að fá að vita. — En Jóhanna gat ekki tekið ákvörðun. — Hún grét og grét og hugsaði, en sagði ekki neitt. Hún kveið svo fyrir að útskýra allt fyrir foreldrum sínum. — Það var svo sárt að hryggja pabba, sem alltaf hafði reynst henni svo vel. — Og svo var það dansleikurinn. — Állt var á ferð og flugi í huga hennar. — Hún gat ekki tekið ákvörðun. „Þetta gjörbreytir málinu,“ sagði ungfrú Prior kuldalega. „Ég gat heldur varla skilið í því, að Jóhanna væri við þetta riðin. — Mér þykir vænt um það hennar vegna, að hún skuli ekki vera flækt í þetta. — Ég gat bú- izt við öllu af þér, Jenný. Þú getur farið Jóhanna.“ — Jóhanna grét ákaft, en svo fór hún að hugleiða hve ynd- islegt það væri að losna út úr þessu, og hún huggaði sig með því, að eiginlega breytti þetta engu fyrir Jennýju. Þegar dyrnar lokuðust á hæla Jóhönnu, horfði for- stöðukonan um stund þegjandi á Jennýju og hristi höf- uðið. Framhald. Heima er bezt 77

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.