Heima er bezt - 01.02.1957, Side 38

Heima er bezt - 01.02.1957, Side 38
91) Þessi leyndardómsfulli útlendingur er sem sagt „höfuðpaurinn". Jónas og félagi hans hafa þá verið annarra hand- bendi. F.f til vill erlendra njósnara! — ■Skjálfandi af hugaræsingi læðist ég heim að húsinu. 92) Ég finn rilu á glugganum og sé þá alla inni, forsprakkann sjálfan og báða drengina. Mér tekst að heyra, hvað þeir segja. „Höfuðpaurinn" er ævareiður og eys hann skömmunum yfir hjálparmenn sína. 93) „Þið segið, að teikningarnar séu horfnar! Og þið ætlizt til, að ég trúi því. Nei, þið leikið ekki svo glatt á mig. Ef þið komið ekki með þær undir eins, skal ég vísa lögreglunni á ykkur! Og hana nú!“ segir hann. 94) Nú heyri ég, að Jónas fullyrðir, að annað hvort Stína eða bannsettur ný- komni strákurinn hafi vafalaust verið að verki. Auðvitað er það ég, sem hann á við. Eg bíð ekki boðanna, en hleyp í spretti heimleiðis. 95) Ég fer beina leið til Stínu, sem er ennþá á fótum. Ég segi henni, hvers ég hef orðið vísari. — Hún náfölnar af hræðslu, þegar hún heyrirþað, að Jónas gruni hana, og segir, að hún þori ekki að vera lengur í húsinu. 96) „Við verðum að fara héðan," segir hún snöktandi. „Jónas mun gera okkur lífið óbærilegt. Við skulum flýja, Óli! Segðu, að þú ætlir að koma með mér!“ Ég hikaði ekki lengi. „Já, við skulum flýja!“ Rtmw '. ■ " •i 97) Við tökum nú í skyndi saman það litla, sem við eigum, og leggjum síðan land undir fót. Við erum svo hrædd um, að við mætum einhverjum, að við þorum ekki að fara eftir veginum. 98) í dögun erum við komin nokkrar mílur frá húsinu. Við erum úrvinda a£ þreytu og skyggnumst eftir stað, þar sem við getum hvílt okkur. Við finnum ágætan samastað í hlöðu nokkurri. 99) Við leggjumst í heyið og sofnum strax. Ég veit ekki, hve lengi við höfum sofið, er við skyndilega hrökkvum upp við ruddalega rödd. Við sprettum upp. „Höfuðpaurinn“ stendur fyrir framan okkur og brennur eldur úr augum hans. 82 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.