Heima er bezt - 01.03.1957, Síða 9

Heima er bezt - 01.03.1957, Síða 9
BJARNI SIGURÐSSON: REKAMÁLIÐ eða PLANKAMÁLIÐ í VESTUR-SKAFTAFELLSSÝSLU 1893 og Runólfur Jónsson dannebrogsmaður og bóndi í Holti á Síðu F^rÁ ómunatíð og til þessa dags hafa öldur Atlants- hafsins flutt á fjörurnar umhverfis landið ýmis verðmæti, er íbúarnir hafa notið góðs af. Af þeim verðmætum mun trjáreki hafa verið veiga- mestur. Oft var hann mikill, stundum lítill. Fór það eftir veðrum á hafinu og straumum. Alls konar trjátegundir rak á fjörurnar, frá mahogni til furu. Eftir að trjá- flutningar urðu meiri yfir höfin, rak stundum mikið af unnum trjáviði, plönkum, bjálkum, siglutrjám, bug- spjótum og öðrum hlutum úr skipum, sem fórust á hafinu. Þannig minnist ég þess, að þegar ég var innan við fermingu, fékk ég að fara á rekafjörur með föður mínum. Það voru fjörur, sem heyrðu til Þykkvabæjar- klaustri og hjáleigum þess. Okkur drengjunum þótti ákaflega mikið til þess koma, að fá að fara með hinum fullorðnu á rekafjörurnar, fara langar leiðir með fram sjónum og finna ýmisleg barnagull, sem hinir eldri hirtu ekki. En í þetta sinn vildi svo til, að faðir minn og ég fundum 40 planka þennan dag og einn bjálka, sem einnig var kallað „fírkantstré“, úr mahogni. Það var nú að vísu lítill fengur, því það var allt gegnumsmogið af maðki og því í rauninni mjög lítils virði. En plank- arnir voru ósmognir, 6 feta langir og 2ggja þumlunga þykkir. Sá Ijóður var þó á þessu, að sumir plankarnir voru brunnir eða sviðnir í annan enda, er gaf til kynna, að kviknað hefði í trjáflutningaskipi. Allan daginn vor- um við að fara eftir fjörunum og bjarga rekanum und- an sjó, bera plankana upp á fjörukambinn og velta stærri trjám og festa með reipum þau, sem við réðum ekki við. Smærri reki, svo sem staurar og hnyðjur og kefli, voru látin bíða til næsta dags. Þegar deilur höfðingjanna leiddu til þess, eins og kunnugt er, að landið missti sjálfstæði sitt og skógarnir gengu smámsaman til þurrðar og ferðum fækkaði mjög milli íslands og annara landa, varð mikill hörgull á trjáviði. Þá var það trjárekinn, sem bætti úr brýnustu þörfum Iandsmanna, og var svo lengi. Eins og kunnugt er, var trjáreldnn notaður til húsagerðar, bæði í bæjar- hús og úthýsi. Einnig voru smíðuð úr honum búsáhöld og húsgögn, ásamt skipum og bátum. Auk þess voru ýmsir munir smíðaðir úr rekaviði, sem listamenn þeirra tíma skreyttu með útskurði og þá voru kallaðir skraut- gripir. Á hinni löngu, hafnlausu strönd í Skaftafells- sýslunum kom ég á ýmsa bæi, þar sem öll búsáhöld voru smíðuð úr rekavið. Þar voru engin áhöld til úr leir, nema kaffibollar af mjög skornum skammti. Á bæjum og í sveitum, sem ekki áttu ítök í reka- fjörum, en staðsett voru til fjalla, voru gerðar út lesta- ferðir til þeirra, er ráð áttu á rekafjörum, til kaupa á timbri eða rekavið. Minnist ég þess frá barnæsku, að menn komu úr Skaftártungu að Þykkvabæjarklaustri með marga hesta til að sækja rekavið eða kaupa hann. Mynduðust á þann hátt nauðsynleg viðskipti milli bændanna, þeirra sem ekki áttu rekafjörur, og hinna, sem áttu rekavið aflögu og gátu miðlað honum, eða þurftu að selja hann. Urðu þessi viðskipti því báðum aðiljum hagkvæm. En ekki hefur tekizt að fá neina vitnsekju um verðlag á því timbri, sem selt var af fjör- unum. Vafalaust var það mjög ódýrt og oftast í skipt- um fyrir ýmsar búsafurðir, en stundum Iátið úti í greiða- skyni og þá fyrir ekki neitt. Annars litu sumir svo á, að rekaviðurinn væri sendur af forsjóninni á fjörurnar og væri og ætti að vera al- mennings eign. En þá skoðun höfðu nú ekki eigendur og umráðamenn rekafjaranna. Þeir litu á fjörurekann, sem hlunnindi jarðanna, sem leigjendur þeirra þyrftu að borga fyrir og eigendur greiddu af skatta og önnur gjöld. En jafnframt þessu sýndu þeir fram á, að trjá- rekinn og önnur höpp, sem á fjörurnar koma, væri ekld fengið án fyrirhafnar. Það þurfti að hafa nákvæmt eftir- lit með fjörurekanum og gæta hans vel. Væri þetta vanrækt, gat af því leitt, að rekinn yrði að engu. Stundum gat hann tekið út aftur, ef það tómlæti var sýnt, að bjarga honum ekki undan sjó. Einnig gat sjó- gangur og sandfok fært rekann á kaf í sandinn, svo hann sæist aldrei aftur. Ef svo nefnd rekaátt, eða haf- átt, kom, þótti sjálfsagt að fara á rekafjörur, meðan Framhald á bls. 99. Heima er bezt 93

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.