Heima er bezt - 01.03.1957, Síða 12

Heima er bezt - 01.03.1957, Síða 12
Evróp u brunnurinn. eða námsflokkar að starfi, og rædd eru einhver þau efni, sem leita þarf fróðleiks um úr bókum, þá er hringt beint á safnið, og bera menn upp þar vandkvæði sín. Samstundis sendir safnið til fundarins bækur þær, er það hefur handbærar um viðkomandi efni og sérfræð- ingar þess telja, að fundarmönnum megi bezt að gagni koma, en auk þess fylgir bókasendingunni bókavörður, til þess að leiðbeina notendum, svo að þeir megi sem skjótast hagnýta sér fróðleikinn. Þá var mér sýnt þar svonefnd Cranbrook-stofnun. Liggur hún um 10 mílum utan við sjálfa borgina. Þar eru skólar ýmsir og söfn, bæði listaverka og náttúru- gripa. Umhverfi er þar fagurt á lágum hæðum, skógi- vöxnum, en vötn á rnilli, en auk þess prýtt með gos- brunnum, gervitjörnum, blómskrúði og listaverkum. Eru gosbrunnarnir og höggmyndirnar gerðar af hinum fræga sænská höggmyndasmið Milles, sem átti þarna heima um margra ára skeið. Frægustu og fegurstu lista- verk hans þarna eru Orfeusbrunnurinn og Evrópu- brunnurinn. Umhverfis Orfeusbrunninn er hópur gyðjumynda, en Evrópa er táknuð í líki ungrar stúlku, sem ríður þar á nauti einu ferlegu, heldur hún í tungu þess, en boli er lítt frýnilegri en Þorgeirsboli Jóns Stef- ánssonar, sem mjög var umræddur um eitt skeið. Skól- ana skoðaði ég ekki, enda var þetta á frídegi, en söfnin eru hin fegurstu, og stofnunin öll aðlaðandi, og víst er um það, að geti fagurt umhverfi haft áhrif á nemendur til göfgunar, þá ætti slíkt að gerast hér. Stofnun þessi öll var á sínum tíma gefin af auðmanni einum í Detroit, og sagði miss Cassidy okkur, að hún væri hið eina þar í borg, sem ekki væri komið frá bílaframleiðendum, en bætti þó við, að gefandinn, sem grætt hafði auð sinn á blaðaútgáfu, hefði vitanlega hagnast vel á auglýsingum bílakónganna. Þegar komið var frá Cranbrook var ég boðinn til kveldverðar á heimili þar í Detroit. Frúin, dr. Margery Selden, hefur lagt stund á íslenzka tónlist, einkum þjóð- lög. Hefur hún mikinn áhuga á Islandi og íslendingum, og naut ég þess. Frú Selden er furðufróð um íslenzk efni. Maður hennar er verkfræðingur. \rar gott til þeirra að koma, sem á önnur amerísk heimili. Viðtökur hlýjar og alúðlegar, en lausar við allan hátíðleik og það um- stang, sem heimboð annars oft hafa í för með sér. Morguninn eftir ók miss Cassidy mér út á fíelle Island, sem er eyja í Detroitfljótinu, og er þar aðal- skemmtistaður bæjarbúa. Þar eru hverskonar leiksvæði og íþróttavellir. Hægt er að leigja þar hesta til út- reiða, og til siglinga báta af ýmsu tagi. Baðstrendur eru þar miklar og höfn fyrir skemmtisnekkjur, þar sem kappsiglingaklúbbur borgarinnar hefur bækistöð sína. Auk þess eru þar víðir grasvellir og skógarspildur, sem fólki er heimill aðgangur að. Þarna er einnig dálítill dýragarður. Eru þar aðallega húsdýr. Mjög er garður sá vinsæll af börnum og unglingum, enda er hann ein- göngu til þess hafður, að kynna borgarbörnunum hús- dýrin og meðferð þeirra alla, og gefa þeim þannig pfur- litla innsýn í sveitalífið. Öllu virtist vel og ánægju- lega fyrir komið þar á Belle Island, en að þessu sinni voru skemmtistaðirnir auðir. Var hvorttveggja, að komið var haust, og blés nú allsnarpur stormur af austri, og svo var einnig sunnudagsmorgunn, en að- sókn fer vaxandi upp úr hádeginu. Útsýn er mikil frá eynni. Örstutt er yfir á Canadaströnd, og liggur brú þangað. Einnig blasir við mikill hluti Detroitborgar. Sá ég þar meðal annars verksmiðju þá, er býr til Salk- bóluefnið. Á leiðinni heim á hótelið ók miss Cassidy mér um allverulegan hluta borgarinnar. Virtist mér hún hvarvetna hreinleg, og allsendis ólík því, sem ég hefði hugsað mér slíka iðnaðarborg. En hér sem ann- ars staðar í amerískum borgum er útþenslan gífurleg. Allir virðast sækja út úr miðborgunum í strjálbýlið, en af því sprettur aftur aukin notkun bíla, og jafnframt sífellt meira og meira umferðaröngþveiti í miðbæjunum. Chicago. Fáar borgir Ameríku hafa hlotið jafn illan orðróm og Chicago. Til hennar hefur löngum verið jafnað, þegar rætt er um miðstöðvar glæpa og annars ófagn- aðar, sem verstur getur verið í stórborgum. Ekkert sá ég af slíku, þá tvo daga, sem ég dvaldist þar, en ekki fæ ég neitað því, að einhver uggur sat í mér vegna allra sagnanna, sem ég hafði heyrt um borgina, svo að ég fór minna um hana en ég ef til vill hefði annars gert. Verður mér borgin minnisstæð fyrir glæsibrag og einkum þó hin furðulegu og fjölbreyttu söfn, sem þar eru. Framhlið hennar með Michigan vatni, þar sem Michigan avenne með stórhýsum sínum og skýjakljúf- um liggur samhliða vatninu, þykir mér fegurst innlit til nokkurrar þeirrar borgar, er ég sá í ferð minni. Næst vatninu eru skemmtigarðar miklir, með víðum völlum, trjám og blómum, en í baksýn rísa skýjakljúfamir, stílhreinir og svipmiklir. Síðari daginn, er ég dvaldi í Chicago fór ég í allmikla ferð um borgina. Heyra mátti það á leiðsögumanninum, að hann var stoltur af borg sinni, og voru þeir hlutir ótaldir, sem hann sagði vera þar mesta í heimi. Flest af því gæti ég rengt, nema ef til vill ekki að svo sé um umferðina á strandgötunni, sem ég kalla svo. 96 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.